Laugardagur, 28. júlí 2012
Er einhver sem vill mótmæla þessum staðreyndum?
Ef við göngum í Evrópusambandið, lækka og hverfa tollar á mat. Í staðinn fær landbúnaðurinn heimskautastyrki. Matarverð lækkar um 15-20%. Um leið batnar vöruúrval áþreifanlega.
Líka lækka vextir verulega strax og síðan meira, þegar við tækjum upp evru. Úr sögunni verða séríslenskir ofurvextir.
Viðskiptakostnaður fyrirtækja lækkar verulega og hagur fyrirtækja batnar. Erlendar fjárfestingar aukast og atvinna eflist þar með. Evrópskar framfarir munu eiga greiðari og hraðari leið inn í hina ömurlegu stjórnsýslu Íslands.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta eru bara staðreyndir
en sorglega við þessa umræðu að flestir NEI sinnar mótmæla þessu án raka eða heimilda
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 17:39
Í öllu bullinu hjá þér hér að ofan S&H leynist eitt lítið sannleikskorn, tollar af matvöru munu afnumdir. Annað er bull þess sem annaðhvort fylgist ekki með eða er innmúraður aðildarsinni, sem lokar augum og eyrum fyrir staðreyndum.
Það er ekkert til sem heitir "heimskautastyrkur" hjá ESB. Þú ert þar væntanlega að vísa til þess sem Finnar fengu í gegn, þegar þeir gengu í sambandið. Það var leyfi til að halda áfram að styrkja landbúnað norðan ákveðinnar breiddargráðu. Þeir peningar koma úr ríkissjóði Finnlands, koma ESB ekkert við að öðru leiti en að það lagði blessun sína yfir það fyrirkomulag.
Hvernig matarverð á að geta lækkað um 15 - 20% er vandséð þar sem munur á verði matvöru hér á landi versus ESB er mun minni og í sumum tilfellum ódýrari hér, sérstaklega þeim löndum ESB sem næst okkur liggja. Þá á eftir að flytja matvælin yfir hafið!
Til skamms tíma voru vextir innan evrulanda þeir sömu. Það hefur nú sést að slíkt gengur ekki upp og nú er vaxtamunur milli landa evruríkja mikill. Verðtrygginguna hjá okkur þarf að taka af, það mál kemur ekkert ESB við. Ef við ætlum okkur að lifa áfram á þessu landi er það ein af forsendum þess.
Þegar loks kæmi svo að því að við uppfyltum þau skilyrði sem þarf til upptöku evrunnar, er líklegt að sá gjaldmiðill verði ekki lengur til, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem núna. Ef tekst að halda lífi í þeim gjaldmiðli, er ljóst að regluverkið um hana mun verða stór aukið og ekki víst að við gætum nokkurn tímann uppfyllt þau strangari skilyrði. Nógu erfitt yrði fyrir okkur að uppfylla þau skilyrði sem nú gilda. Það er reyndar orðið svo núna að leita þarf til Íslands til að finna hagfræðinga sem telja að evran eigi sér viðreysnarvon. Allir þeir hagfræðingar utan Íslands sem tjáð sig hafa um þann gjaldmiðil eru á einu máli um að hann eigi ekki eftir nema nokkur misseri, þá mun hann verða allur, sama hvað stjórnmálamenn gapa og rembast!
Aðild að ESB mun engu breyta fyrir fyrirtæki landsins eða erlendar fjárfestingar. Þar höfum við þegar EFTA og EES.
Varðandi evrópskar framfarir þá er spurning hvað þú átt við þar. Evrópa er orðið gelt á sviði framfara, þær koma allar annarstaðr frá og því mun aðild einungis gera okkur erfiðara fyrir að nálgast þær, þar sem öll okkar utanríkisviðskipti þurfa að fá blessun frá Brussel.
Stjórnsýslan hér á landi er kannski ekki upp á það besta, en varla er eftir neinu að leita hjá ESB henni til hagsbóta. Spilling og baktjaldamakk er megin þemað í Brussel og fjáraustur í stjórnsýslu sambandsins er með þvílíkum að vart þekkist annað eins um víða veröld!!
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að haustið 2014 tekur í gildi ný skipan í stjórnum og ráðum sambandsins, samkvæmt Lissabon sáttmálanum. Þá munu stærri ríkin fá aukið vægi á kostnað þeirri minni, auk þess sem neitunarvald einstakra ríkja í framkvæmdastjórn og ráðherraráði verða afnumin. Vægi okkar á evrópuþinginu mun verða 0,06%!!
Þetta er svar við spurningu þinni. Ég er vissulega meir en fús til að mótmæla þessum staðreyndarvillum sem þú setur þarna fram.
Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 18:08
Sleggja, það er nú svolítið ódýrt hjá þér að slengja einhverju fram án raka en heimta svo rök frá þeim vita betur.
Eigum við ekki bara að kalla þetta sleggju-dóma?
Kolbrún Hilmars, 28.7.2012 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.