Laugardagur, 28. júlí 2012
Skuldari að kvarta
http://www.timarim.is/2012/07/umbodsmadur-skuldara-borgadu-bankanum-frekar-en-ad-borda-og-kaupa-lyf/
Ótalmargt í frásögn skuldarans sem meikar ekki sense.
Skuldarinn leikur fórnarlamb þar sem bankinn er vondi karlinn.
Svo er farið í fjölmiðlana og þeir lepja allt upp eftir skuldaranum. Engin gagnrýni (eins og fjölmiðlar eiga að stunda).
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir það fyrsta er auðvitað undarlegt að manneskja sem einungis lifir á örorkubótum geti fengið lán til íbúðakaupa upp á 19 miljónir. Hvar er ábyrgð bankans á því?
Þá eru útreikningar US vægast sagt út úr korti. Kostnaður er einhver ýmynduð tala US og brúttótekjur fyrir skatta notaðar á móti. Maður spyr sig hvort það fólk sem þarna vinnur sé yfirleitt starfi sínu vaxið.
Auðvitað á blessuð konan að óska eftir gjaldþroti. Að vísu þarf hún sennilega að taka lán til þess, en það ætti ekki að vera vandamál, hún fer einfaldlega í bankann sinn og ræðir við þann sem ákvað að lána henni 19 miljónir í upphafi, þó gjörsamlega útilokað væri að hún gæti borgað af því.
Hrunið kemur þessu máli í raun ekkert við, heldur ábyrgðarleysi bankans!
Það er sannarlega rétt hjá þér S&H, þessi frásögn meikar engann sens!
Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 08:29
Sælir !
Um leið; og ég vil taka undir, með fornvini mínum Gunnari Heiðarssyni, í flestu - vil ég spyrja þig Sleggja; hvernig á því geti staðið, að fólk suður á Madagascar, skuli geta keypt húsnæði sitt einu sinni - líkt; og í Svíþjóð til dæmis, svo aðeins þessi mis fjarlægu lönd, séu nefnd, á sama tíma og Íslendingar eru að kaupa sitt húsnæði 8 - 10 falt, á æfinni ? Og; þurfa helzt að verða 4 - 500 ára gamlir, til þess að ljúka sínum skuldbindingum.
Hygg; að þú ættir aðeins að skoða þá Mafíu verðtryggingar umgjörð, sem samlandar þínir búa við, áður en þú lætur annað eins þvaður, frá þér fara Sleggja góð !
Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi - hinum beztu, til Gunnars, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 12:18
Óskar
Það er einfalt að svara. Það er Krónan og léleg efnahagsstjórn um að kenna.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 15:47
það er ánægjulegt að sjá að Óskar sé byrjaður að berjast fyrir ESB aðild sem veldur því að við fáum lægri vexti og mannsæmandi lán.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 17:49
Gunnar það kemur skýrt fram í fréttinni að hún keypti íbúðina áður en hún varð öryrki.
Og þess má geta að Íbúðarlánasjóður var stærsti lánveitandi íbúðarlána.
Svona blint hatur á bankana er orðið nokkuð þreytt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 18:32
Af hverju er hún í námi í HI?
Eru þeir sem eru 75% öryrkjar ekki óvinnufærir?
Þegar gráðan er komin í hús þá "læknast" hún fyrir tilviljun af örorku og skellir sér á vinnumarkaðinn?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.7.2012 kl. 19:28
Komið þið sælir; á ný !
Sleggju / Hvellir !
Eruð þið nú orðnir; lesblindir líka, ágætu drengir ?
Fyrr; yfirgæfi ég nú Sólkerfið - fremur en að aðhyllast inngöngu Norður- Ameríkuríkuríkisins Íslands, í skrifræðis Nazistabandalag Evrópu, ágætu drengir.
Hvar; funduð þið samhengið, milli Madagascar og Svíþjóðar, þó ég nefndi þau lönd, til þess að þið fengjuð þá frámunalegu niðurstöðu ?
Leitið ykkur hjálpar; við mögulegri lesblindu ykkar, ágætu síðuhafar.
Alls ekki; illa meint.
Og munið; íslenzka Banka Mafían, verðskuldar ekkert annað, en fulla UPPRÆTINGU, héðan af !!!
Með; hinum sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.