Það þurfti pólítíkus til að ljúga blákalt

http://visir.is/snorra-var-ekki-sagt-upp-vegna-ummaela-um-samkynhneigd/article/2012120719000

Eiríkur bæjarstjóri Akureyris segir:

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð.

Snorri sagði í síðustu viku að sér hafi verið sagt upp eftir skrif um samkynhneigða á persónulegri bloggsíðu. Hann sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann hyggðist leita eftir stuðningi Kennarasambandsins í máli sínu.

Í samtali við vikublaðið segir Eiríkur Björn að uppsögnin snúist ekki um neitt annað en störf Snorra við skólann. 

Til hvers að ljúga um augljósan hlut??????

Það er deginum ljósara af hverju hann var rekinn. Það þarf ekki einu sinni að ræða það. Við vitum öll söguna.

 

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband