Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Sorry, það þarf að draga saman seglin
Veislan er búin.
Mótmælin snúast um m.a. um þetta segir í fréttinni.
"Á meðal aðgerða sem boðaðar eru er afnám jólabónus ríkisstarfsmanna sem samsvarar allt að 7% lækkun launa á ársgrundvelli. Áður höfðu laun opinberra starfsmanna verið lækkuð árið 2010 og voru fryst í kjölfarið. Þá hafa atvinnuleysisbætur einnig lækkað auk þess sem virðisaukaskattur hefur verið hækkaður. "
Mér finnst þetta vera basic sparnaður. Lýðskrumarar að boða til mótmæla.
kv
Sleggjan
![]() |
Mótmæli á götum Spánar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þetta hefur ekkert með lýðskrum að gera. Vandinn er sá að núverandi stjórnaherrar í ríkjunum innan ESB skilja ekki vandann og geta því ekki leyst hann. Í grískum ferðamannaiðnaði er ekkert að gerast vegna evrunnar, hérlendis er mikið að gera í ferðamannaiðnaðinum vegna sveigjanleika krónunnar. Hagvöxtur er nánast enginn í Evrópu.
Stjórnmálastéttin hér og víða annars staðar stendur algerlega ráðþrota gagnvart vandanum. Frakkar munu verða komnir á svipaðar slóðir innan nokkurra ára og Spánverjar, Portúgalar og Grikkir svo nokkur dæmi séu tekin. Eftir því sem tíminn líður mun svo vandinn versna vegna aldurssamsetningar innan Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi, og mikils kostnaðar við heilbrigðisþjónustu í þessum ríkjum.
Vinnumarkaðurinn er líka afar ósveigjanlegur og orsakar þessi ósveigjanleiki atvinnuleysi. Lífeyrisskuldbingar eru svo hin raunverulega sprengja, skatttekjur afar litlar og sennilega þverrandi þannig að við þær verður ómögulegt að standa enda lítill hvati fyrir fullorðið fólk að vinna og enga vinnu fyrir unga fólkið að fá.
Glæstu dögum Evrópu er lokið, héðan í frá bíður álfunnar ekkert annað en hnignun þökk sé þessum frábæru leiðtogum sem virðast fátt elska meira en halda fundi og njóta athygli pressunnar :-(
Fyrir lausnum fer hins vegar ekkert :-( Langar ykkur félagana ekki að flytja í draumaríkið?
Það er samt til lausn, sagan geymir svar við þessum vanda.
Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:34
Í rauninni er það í planinu að flytja til ESB lands. Einsog þúsundir Íslendingar hafa gert síðan eftir hrun (ásamt Noreg)
Ferðamannastraumur hefur ekki aukist hér vegna krónunnar. Það eru aðrir þættir. Enda hefur ferðamannastraumur aukist hér gríðarlega seinustu 6-8ár. M.a árin sem krónan var hvað sterkust.
En ég hef aldrei skilið jólabónusa. Er bara gert ráð fyrir að fólk kann ekki að spara fyrri jólin og þurfa að fá úthluta jólabónus til þess að geta haldið jólin. Mig minnir að atvinnuleysingar fengu jólabónus frá vinnumálastofnun í fyrra. Og ekkert var talið sjálfsagðara.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2012 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.