Miðvikudagur, 18. júlí 2012
"VG munu hætta í ríkisstjórn rétt fyrir kosningar"
Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar Verslunnar segir að VG munu reyna að styrkja stöðu sína fyrir kosningarnar með eftirfarandi hætti:
Hann hefur góð tengsl og hefur kannski einhverjar heimildir fyrir þessu.
VG þarf allavega að gera eitthvað stórkostlegt ef hann ætlar ekki að enda sem örflokkur.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri kostulegt að slíta stjórnarsamstarfi vegna þess að stjórnarsáttmálanum hafi verið fylgt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 00:38
Það er einfaldlega hægt að heyra það á raddtóni Steingríms að eitthvað er í aðsigi. Hann er allt í einu hættur að vera ofurstóryrtur, tala niður til allra og virðist vera að breytast í mjúkan karl!
Björn (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 00:58
þetta er agjör misskilningur enda mundi VG tapa fylgi útá þetta. Fólk er bara að gleyma því að kannanir hafa sýnt að allt uppí 1/2 stðningsmanna VG hefur á sumum tímum bókstaflega verið fylgjandi aðild að EU. Enda væri annað mjöög skrítið. Að flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd væri mótfallinn EU. EU sem er bókstaflega móðir allra umhverfisverndar.
það sem VG þarf að gera er að losa sig við svona steinaldarmenn eins og Jón Bjarnason, Atla og fleiri og taka af skarið. Hafna þjóðrembingnum. Til hvers að kenna sig við vinsti og umhverfisvernd ef það eina skiptir máli er bara þjóðrembingur? Tekur engu tali.
Auk þess er VG ekkert að fara að ákveða hvort ísland gerist aðili að EU. þjóðaratkvæðagreiðsla? Einhver heyrt um það?? Svona greiða atkvæði? Kveikir það á peru??
Mér finnst SJS að sumu leiti hafa talað skynsamlega um þetta. Að sumu leiti. Hann hefur sagt að það væri nauðsynlegt að fá fram hvaða stefnu innbyggjarar vildu það verður ekki gert nema með aðildarsamningi og atkvæðagreiðslu um hann. Eg hef adrei skilið þessa áherslu andsinna á að ,,hætta við" aðildarviðræðurnar. Kjánalegt upplegg. Ena ástaæðan fyrir því að þeir djöflast á þessu misserum saman sem mér dettur í hug er, að þeir vilji ekki fá fram aðildarsamning því þá muni sjást svo vel hve þeir bulla mikið og ljúga. það er engin önnur skýring á hræðslu þeirra við aðildarsamning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2012 kl. 01:38
Jón Hauksson er einn lélegast þjóðfélags eða efnahagsrýnir sem ég veit um.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2012 kl. 12:35
En ef hann hefur rétt fyrir sér með þetta þá dreg ég þetta til baka
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2012 kl. 12:36
Goður punktur Ómar
Jon er ekki beittasti hnífurinn þó gaman sé af kauða.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2012 kl. 15:27
Það er gaman að svona vangaveltum. Ég hitti stundum einn virkan VG mann sem er í góðu sambandi við forystu VG. Aðallega samt Jón Bjarnason. Þessi ágæti maður hefur í 2 ár eða svo sagt mér frá vangaveltum um einhverjar svona leikfléttur sem ganga út á að VG slíti ríkisstjórnarsamstarfi á réttum tímapunktum. Það hefur þó aldrei orðið af því af ástæðum sem hann hefur útskýrt fyrir mér. Kannski í og með vegna þess að Jón hefur ekki það bakland og styrk í VG sem þarf til að hans hugmyndir nái fram.
Mér segir svo hugur að SJS sé frekar inn á þeirri línu að VG sé lítill flokkur þar sem hann ráði öllu fremur en áhugi á stærri flokk þar sem fleiri sjónarmið og meira samráð við aðra í flokknum ráði för. Dæmin um samskiptin við Lilju Mós, Atla Gíslason og fleiri benda til þess. Svo og það að þegar SJS varð undir í slagnum við Margréti Frímannsdóttur og hann stofnaði VG.
Jens Guð, 18.7.2012 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.