Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Þvert á móti minni áhætta lífeyriskerfisins
Sú grundvallarbreyting hefur orðið á eðli lífeyrissjóðakerfisins á árunum 2008 til 2012 að nú eru gegnumstreymiseignir skuldabréf með ríkisábyrgð, skuldabréf sveitarfélaga og sjóðsfélagalán orðnar hátt í 60% af öllum eignum lífeyrissjóðanna, borið saman við um 35% í ársbyrjun 2008.
Skrýtið þegar þeir halda fram að aukning á öruggum ríkis og sveitafélaga skuldabréfum sé varhugaverð. Úr 35%-60% af heildarsafni. Af öllu jöfnu þá ætti safnið þá að vera ÖRUGGARA. Þvi leiða má líkur á að vægji skuldabrefa og hlutabréfa fyrirtækja hafi lækkað.
Ekki sanngjart að tala um að þó eggin í körfunni séu einsleitari (er það eitthvað einsleitara en byrjun árs 2008, really? VR,Kaupþing,Exista?) þá sé þetta áhættusamari pakki.
kv
Sleggjan
![]() |
Aukin áhætta lífeyriskerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta snýst um áhættudreifingu. Reyndu að segja að skuldabréf ríkisins séu öruggar eignir við þá sem eiga grísk eða spænsk ríkisskuldabréf.
kommon (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 10:54
@kommon
Lestu betur og ekki vera steiktur
kv
sll
sleggjan (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:08
VR?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2012 kl. 16:49
http://www.vr.is/------------- Þeir bruðluðu og voru með aaaltof mikið að bréfum í Kaupþingi og Exista.
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2012 kl. 22:14
Ég skil hvað þið eruð að segja enda er punkturinn ekki flókinn hins vegar misstuð þið af megininntakinu í innlegginu mínu. Meiri áhættudreifing er í nánast öllum tilfellum betri og það er orðið sérstaklega mikilvægt núna þegar hugtakið "áhættulaus eign" er ekki lengur til. Það er mjög varhugavert að Íslenskir Lífeyrissjóðir setji öll eggin í sömu körfu eins og raun ber vitni og skiptir þá engu máli hversu mikil áhætta fylgir þeim eignaflokki. Ef svo óheppilega vill til að þessi eignaflokkur færi á hliðina erum við að tala um að 60% af eignasafni lífeyrissjóðanna þurrkist út. Eignastýring lífeyrissjóða er í grunninn mjög einföld, þeir þurfa að dreifa áhættu á alla eignaflokka og öll lönd í hæfilegum hlutföllum m.t.t. áhættu hvers eignaflokks fyrir sig.
kommon (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.