Sigaunar er rétta orðið

Óþarfi að vera kalla þetta Rómafólk. Það er frekar villandi.

Rétt er að tala um Sígauna (enska: Gypsy). Sumir vilja meina að það sé móðgandi orð yfir fólkið. En ég tel það ekki vera. Pólítíski rétttrúnaðurinn þarf ekki að ná yfirhöndinni enn og aftur.

Uppruni Sigauna er í Indlandi (líklega). Þar fór stór hópur fólks í burtu frá landinu og til Evrópu. Algengt var að þau unnu fyrir sér með tónlistarspileríi, betli, vasaþjófnaði og jafnvel alvarlegri glæpum.

Þekktust eru þau samt fyrir tónlsitina. Talað er oft um sigaunatónlist eins og hún sé einhver sérstök tónlistarstefna. En líklega má segja að þau aðlöguðust tónlistarstefnu í hverju landi fyrir sig, enda háð fjárframlögum frá local fólkinu.

Þetta er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum í Evrópu í dag (Gyðingarnir fengu sitt eigið ríki 1948 og ekki minnihlutahópur lengur í skilningi orðsins). Þeir eru 2-5 milljónir talsins.

Oft gleymist að þeir voru ofsóttir og drepnir af Nasistum í seinni heimstyrjöldinni af sama eða svipaðri ákefð og gyðingar voru ofsóttir.

 

Það er vonandi að Sigaunar geti sest að í löndum heims án þess að vera ofsóttir, og þá um leið aðlaga sig að siðum og menningu. Landvistarleyfi, vinnuréttindi, jafnvel ríkisborgararétt.

 

Til gamans má geta þess að hatur á Sigaunum á sérstakt orð líkt og hatur á gyðingum. Antiziganism= Hatur á Sigaunum.

Anti-semitism= Hatur á Gyðingum.

 

The Big Issue in the North_Roma

 Hér er Sigaunafjölskylda að bíða eftir matarúthlutun

 

Kv

Sleggjan


mbl.is Rómafólk á vergangi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Er þér virkilega alvara Sleggja? 1. "Þeir unnu fyrir sér með tónlistarspileríi...og jafnvel alvarlegri glæpum". Tónlistarspilerí telst sum sé til glæpa? Ef Sígaunar vilja heldur láta kalla sig Róma eða Sintí eða eitthvað annað hafa þeir kannski ástæður til þess. Þú nefnir þær reyndar sjálfur:2. "Oft gleymist að þeir voru ofsóttir og drepnir af Nasistum í seinni heimstyrjöldinni af sama eða svipaðri ákefð og gyðingar voru ofsóttir". Reyndar er þetta ekki alveg sambærilegt, þar sem þeir voru ekki í fyrstu víglínu eins og Gyðingar. Það er nefninlega varla til sú Hitlerræða þar sem Foringinn nefnir ekki Gyðinga sem hinn eina sanna óvin sem beri að útrýma með öllum leiðum. Sama gildir ekki um aðra hópa, (sem voru engu að síður grimmilega ofsóttir). En vissulega koma evrópskir Sígaunar næst Gyðingum sem fórnarlömb nazista.

3. "Til gamans má geta þess að hatur á Sigaunum á sérstakt orð líkt og hatur á gyðingum". Til gamans!!!!!????

 Annars takk fyrir oft frábær innlegg. (Þú mættir annars fjárfesta í upplettibók um íslenskt mál, sérstaklega um notkun viðtengingarháttar C:  ).

Sæmundur G. Halldórsson , 17.7.2012 kl. 02:17

2 identicon

Það búa um 6 milljónir gyðinga í Ísrael, um aðrar 6 í Bandaríkjunum og restin (af sirka 15 milljónum, nema þú aðhyllist frjálslyndari skýringuna sem teygir það upp í sirka 16) býr annars staðar í heiminum, og er sá hluti dreifður út um víða veröld. Í löndunum sem koma fjölmennust á eftir Bandaríkjunum og Ísrael, eru örfá lönd með um 2% gyðinga. Þannig að gyðingar eru ennþá minnihluti í Evrópu jú...Nema þú viljir meina að til dæmis hindúar séu ekki minnihlutahópur í Evrópu, eða inúítar. Ef svo er þá notar þú aðra skilgreiningu á þessu. Minnihlutahópur merkir ekki landlaus maður án skilgreinds uppruna.

Það er svo kolrangt hjá þér sígunar hafi verið drepnir af mikilli "ákefð". Þeir voru aldrei álitnir ógn eða hættulegir, heldur bara heimskir og vitlausir, eins og til dæmis svartir menn, sem líka hefðu verið myrtir ef þeir hefðu bara verið orðnir nógu margir. Aðalvandinn við síguna þótti vera fjöldinn. Rit og ræður nazista minnast hins vegar lítið á þá, en stanslaust gyðinga, og það var varla haldin ein ræða án þess Hitler, Göbbels og hinir minntust á gyðinga, en sígunar voru vart nefndir á nafn, heldur voru drápin á þeim bara þögul rétt eins og um hefði verið að ræða veiðar á einhverju dýri, en annað voru þeir ekki í augum þessara illfygla. 

Sígunahatur er mest í Austur-Evrópu, í sömu löndum og nú eru nær tæmd af gyðingum (afþví þeim var gert lífið þar leitt, mörgum með daglegum líkamlegum árásum, og flúðu því til Ísraels þó þetta fólk tengi sig almennt lítið Gyðingdómi og sinni gyðinglegu hefð, og sé oft ekki trúað og ofsóknirnar sem það glímir við því hreint kynþáttahatur, og ferðin til Ísraels hreinn flótti, án hugmyndafræði af neinu tagi, trúar eða slíks). Sígunar eiga því miður ekki slíkan griðastað, nei, en hafa ólíkt gyðingum (sem almennt voru amk þrítyngt fólk öldum saman og tóku það vel við menningu annarra að það er engin tilviljun ótrúlega stórhluti þýskra vísindamanna, höfuðskálda og annarra listamanna voru gyðingar (og enn fleiri ef þú telur hálfgyðingana, eins og Rilke), búið til sitt eigið samfélag innan samfélagsins, og tengja sig ekki við restina af samfélaginu. Þeir gátu því bjargað sér mikið betur en gyðingar, enda ekki bundnir af ströngum lögum og reglum um samskipti við fólk aðra en sjálfa sig, meðan gyðingar burðast um með mörghundruð siðferðislög sem þeir verða að fara eftir, ætli þeir að fylgja eigin menningu. 

Karl (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 04:59

3 identicon

Með því að sígunar hafi getað bjargað sér mikið betur þá er ég nú ekki að tala um öll svið lífsins, heldur á neyðarstundu. Gyðingar hafa margoft verið flæmdir úr landi, neyddir til að deyja eða skipta um trú, og myrtir í það miklu magni að stórhluti þeirra dó, löngu áður en Helförin, sem var bara sú stærsta af mörgum minni gegn þeim, átti sér stað. Og gyðingar gátu almennt ekki varið sig, og gerðu oft þau mistök að láta frekar reyna á rétt sinn en flýja. Sígunar strunta í okkar lög og reglur og hafa því betur lifað af ofsóknir og morðtilraunir megnið af þeim tíma. Ef þeir hefðu reynt að aðlaga sig bara eins og gyðingarnir, og vona allt leystist vel eftir löglegum leiðum, þá væru þeir líklega dánir út.

Karl (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 05:03

4 identicon

Á miðöldum þegar gyðingar voru flæmdir á brott margoft, til dæmis frá Spáni, og drepnir hundruðum þúsundum saman, þá héldu ofsóknirnar annars áfram líka þó þeir skiptu um trú. Þá tók við mjög ströng gæsla og eftirlit og ef gyðingafjölskylda var staðin að verki til dæmis við að koma saman á laugardegi og borða heilaga challah brauðið sitt, en mörgþúsund ára gömul hefð er að borða heilagt challah brauð á laugardegi, þá áttu þeir á hættu fangelsisvist og morð fyrir að fylgja gyðinglegum hefðum. Og ef þeir létu umskera börn sín, sem var forfeðrum þeirra mikilvægt í 5000 ár, og er enn, voru þeir oft brenndir á báli, þó þeir hefðu tekið kristna trú. Nazistar stunduðu heldur engar trúarofsóknir, heldur voru þetta kynþáttalegar ofsóknir. Það dóu bæði kaþólskir munkar og nunnur í fangabúðum nazista, fyrir að vera af gyðinglegum uppruna.

Karl (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 05:08

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Samy

1.) Flottur að gera svona asnalega villandi tilvitnun í minn texta. Að sjálfsögðu var ég að tala um vasaþjófnað eða alvarlegri glæpi.

2.) Gyðingar klárlega nr 1, Sigaunar rétt á eftir þeim eins og þú réttilega nefnir.

3.) Já ég sagði til gamans. Kannski skemmtilegar og fróðlegar upplýsingar fyrir þá sem ekki vissu.

kv 

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2012 kl. 07:22

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Karl

Á Vísindavef HÍ segir að Sigaunar séu stærsti minnihlutahópur í Evrópu.

 Ætli það sé ekki spurning um skilgreiningu á minnihlutahóp. Eru samkynhneigiðir ekki stærsti minnihlutahópurinn? Börn? Unglingar? Jú, spurning um skilgreiningu.

Sigaunar voru því miður drepnir hiklaust ef þeir sáust. En ekki var eins mikill áróður á móti þeim líkt og á móti gyðingum. "Eternal Jew" áróðursmyndin er alveg svakaleg ef þú vilt tjékka á henni einhverntíman.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2012 kl. 07:34

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sleggjudómar og fáviska fara oft saman.

Þess má geta að "sígaunar" eða Rómafólk (Roma, Romani) á sér langa hefð í Noregi og til eru tvær ættir á Íslandi, ættaðar frá Noregi, sem eru komnar af Romani. 

Karl, nasistar myrtu ekki munka og nunnur eða presta fyrri að vera af gyðinglegum uppruna. Það var nú sjaldnast. Oftast var það vegna þess að prestar, nunnur og munkar og prestar annarra trúardeilda hjálpuðu öðru hvoru gyðingum,  sígaunum eða öðrum ofsóttu fólki.

Má ég benda ykkur á að lesa þetta sem ég skrifaði um árið:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/204384/

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/203839/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.7.2012 kl. 07:38

8 identicon

Vilhjálmur, ég veit að þú hefur mikla þekkingu á sögu gyðinga.

Hver var þáttur  sígauna í útrýmingarbúðum þjóðverja. Einhverstaðar las ég að þeir hefðu gjarnan tekið að sér starf böðlanna, þegar þjóðverjar gátu ekki tekið þátt í viðbjóðnum, og hefðu þannig margir hverjir haldið lífinu. Meira að segja reyndustu ss-menn hafi vart trúað sínum eigin augum þegar þeir sáu aðfarir sígauna.

 Er þetta rétt? Ef þú hefur nánari þekkingu á þessu væri fróðlegt að fá að heyra.

Ásgeir (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 09:09

9 identicon

Fréttin er um Zígauna í dag. Í Svíþjóð var gerð þokkaleg en stutt heimildarmynd um zígauna þar, því hann tók upp á því að fara að vinna eins og annað fólk í samfélaginu.

Hann var útskúfaður af sínu fólki fyrir uppátækið og hann gafst upp á að haga sér eins og maður eftir tvö ár og flutti í skítatreskið aftur.

Zígaunar eru afskaplega vanþróaðir samfélagslega séð og eru vandræðapakk allsstaðar í heiminum.

Zígaunastúlka frá Rúmeníu ætlaði að stela barni úr húsi í Napolí á Ítalíu. Hún var gripin og Napolíbúar flykktust um búðir zígaunana og brendu niður allt treskið og flædu þá burt. Þetta er það eina sem þeir skilja, en læra samt ekkert.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 09:56

10 identicon

Gleymdi að geta þess, að sænska ríkisstjórnin tók ákvörðun um það á síðasta ári, að árið 2012 skyldi verða "Ár zígaunana" og nú má engin stugga við þeim í því landi, að viðurlögðum sektum, en aumingja zígaunarnir frá Rúmeníu hafa ekki vitað þetta og óku aðeins of langt.

Nú er það spurningin. Snúa þeir við, eða fara þeir lengra og þá til Íslands?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband