Föstudagur, 13. júlí 2012
lausn grikklands
það er bara ein lausn í grikklandi
hún er erfið en góð til langstíma.
það þarf að lækka laun hjá öllum um helming
það jafngildir gengisfalli einsog var á Íslandi eftir hrunið.
þá verða grikkir samkeppnishæfir á ný.
hvells
![]() |
Spáð vaxandi atvinnuleysi í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar skjátlast þér hrapalega S&H.
Gríska ríkið hefur hækkað skatta gífurlega á sama tíma og þeir hafa dregið úr útgjöldum svo um munar. Með því að lækka laun um helming þá munu skatttekjur minnka, ekki um helming heldur trúlega um 70%.
Og hvernig má það vera??
Segjum sem svo að skattleysismörg séu á gríska skattgreiðendur eins og við höfum hér á landi, þá geturðu rétt ímyndaðu þér að hlutfall þeirra sem falla undir þau mörk muni hækka svo um munar og æ færri yrðu eftir sem greiddu einhverja skatta.
Tekjur gríska ríkisins myndi dragast svo mikið saman að þeir þyrftu að fá enn hærra lán hjá ESB-vinum sínum og AGS auk þess sem þeir þyrftu að fá afskrifuð þau lán sem þeir eru með fyrir, þar sem þeir hefðu ekki tekjur til að mæta afborgunum af þeim lánunum.
NEI S&H, Grikkland þarf að komast út úr þessum klúbbi og þessu evru-samstarfi, losa sig við evruna og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil að nýju, það er eina von þeirra til að sjá til sólar á næstu áratugum, einhvern tímann.
Svo er ESB og evru að þakka að það mun taka Grikki marga áratugi að komast út úr því klúðri sem búið er að koma þeim í, þ.e. af stjórnvöldum þeirra með góðum stuðningi ESB.
Ég er hræddur um að þú þurfir að fara að endurskoða ESB afstöðu þína alvarlega. Gangi þér vel með það.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.7.2012 kl. 13:34
Ætla tjá mig um þetta svar þitt:
Gríska ríkið hefur hækkað skatta gífurlega á sama tíma og þeir hafa dregið úr útgjöldum svo um munar. Með því að lækka laun um helming þá munu skatttekjur minnka, ekki um helming heldur trúlega um 70%.
70% sé ég ekki rökin fyrir. Anyways, ef laun lækka, þá lækkar launakostnaður ríkisins (opinber starsmenn), og einnig ýmis þjónusta sem keypt er (einkageirinn) því minni launakonstaður býður upp á lækkun á vöru og þjónustu.
NEI S&H, Grikkland þarf að komast út úr þessum klúbbi og þessu evru-samstarfi, losa sig við evruna og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil að nýju, það er eina von þeirra til að sjá til sólar á næstu áratugum, einhvern tímann.
Lánstraust verður ekkert, glundroði, folk flýr með peningana(evrurnar), hægt er að ná svipuðum áhrifum með þvi að lækka laun um helming (bloggfærslan). Samkeppnishæfni eykst, ferðaþjonusta eykst, osfrv
Svo er ESB og evru að þakka að það mun taka Grikki marga áratugi að komast út úr því klúðri sem búið er að koma þeim í, þ.e. af stjórnvöldum þeirra með góðum stuðningi ESB.
Grikkir klúðruðu sínum málum alveg sjálfir með blekkingum og spillingu og eyðslusemi og lántöku.
kv Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2012 kl. 19:49
tek undir með sleggjunni.
sérstaklega þeim punkti að grikkir komu sér sjálfir í þetta rugl.... þetta er ekki ESB að kenna.
eitt dæmi
það er ákveðin sundlaugaskattur í grikklandi. þeir sem eiga sundlaug þurfa að borga ákveðna fjárhæð til gríska ríkisins. þetta var gert til þess að þeir ríku borguðu meiri pening til samfélagsins.
Í úthverfi Aþenu borguðu þrír þennan svokallaða sundlaugaskatt. AGS fór í skoðunarferð í þyrlu og flugu yifr hverfi og töldu 700 sundlaugar........ skattavilji grikkja er ekki meira en þetta.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2012 kl. 13:36
Sælir félagar.
Jú, vandi Grikkja er að hluta til evrunni og ESB að kenna. Munið þið ekki hve margar krónur voru í t.d. US$ í júní 2008? Þær voru 58 vegna þess að SÍ hafði falsað það með stýrivöxtunum (það er enn í dag falsað). Þetta kolvitlausa gengi olli því að kaupæði greip Íslendinga enda ekkert skrýtið við það því ódýrt var að kaupa erlendar vörur.
Að sama skapi áttu útflutningsfyrirtæki erfitt um vik.
Það sem gerðist í Grikklandi, en þið hafið ekki haft fyrir að kynna ykkur, er að Grikkir fengu gjaldmiðil í hendurnar sem var of sterkur fyrir þeirra efnahag.
Einhver sagði mér nýlega að Barroso hefði sagt að hann sæi ekki fram á neinar breytingar á efnahagsmálum næstu 2 árin. Atvinnuleysi innan ESB er nú um 11% en var 10% í fyrra. Þetta er hrikaleg sóun á verðmætum. Það er ekkert sem bendir til þess að bati verði í Evrópu á meðan núverandi sauðir stjórna. Á meðan allt er í frosti í Evrópu dregst álfan auðvitað aftur úr á alla kanta. Nú liggur leiðin bara niður á við fyrir álfuna :-( Sorglegt dæmi um sósíalisma og hrikalega meðferð á þegnum álfunnar.
Vandi margra Evrópulanda er einn eða fleiri eftirfarandi þátta: 1) Evran 2) Of stór opinber geiri 3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna 5) Það sem ekki má ræða en hendir Svía 2049 og Hollendinga skömmu seinna.
Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:50
helgi
gengið var sterkast sumarið 2005 eða dollar um 59kr.
um sumarið 2008 var orðið gríðarlegt gengisfall.... og bara nokkrir mánuðir í hrunið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2012 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.