Föstudagur, 6. júlí 2012
Merkel góður leiðtogi
Hún er í erfiðasta starfi heims. Erfiðustu stöðu heims.
Hún er valdamesta kona heims.
Hún er að reyna leysa evruvandann sem er svakalegt verkefni. Hún hefur kosið að fara þá leið að borga skuldir. Það er skynsamleg leið.
Hún vill að evrulönd greiði niður skuldir, og refsa þeim sem eru með mikinn viðskiptahalla. Sumir segja að það sé verið að taka fullveldi af þjóðum. En einungis verið að skylda þjóðirnar að eyða ekki meira en þau eiga. Er það of mikil kvöð eða?
Annars er einn möguleiki sem kallast Keynes leiðin. Það er að eyða sig út úr vandanum með lántökum. Það er líka ein leið. En sú leið er ekki farin í þetta sinn.
kv
Sleggjan
![]() |
Angela Merkel rýkur upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru tvær sterkar konur sem eru leiðtogar í þessu ferli öllu. Það er Merkel kanslari Þýskalands og Legrande fyrrverandi fjármálaráðherra frakka, lögfræðingur og forstjóri AGS.
hvellls
Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2012 kl. 18:41
Merkel er mjög skeleggur og rökfastur stjórnmálamaður
Hún einfaldlega er að halda Evrópusambandinu saman - það er afrek.
Óðinn Þórisson, 6.7.2012 kl. 19:52
Sæll.
Ég held að þetta hljóti að vera lélegasta færslan þín sleggja, þetta blogg ykkar er annars ágætt en þessi færsla tóm steypa.
Að leysa evruvandann er ekki hægt, til þess þarf kraftaverk eða taka lýðræði og fullveldi af þjóðum sem eyddu mikilli orku í að verða sér úti um fullveldi. Til að gera þetta allt saman þarf að breyta stjórnarskrá ESB og það er ekki gert á korteri. Sumar þjóðir láta samþykkti þjóðþinga nægja meðan annars staðar er kosið þar til rétt niðurstaða fæst. Skásta lausnin væri að láta sumar þjóðir nota evruna en aðrar taka upp sína gömlu mynt. Slíkt væri lausn.
Evruþjóðir sem eru skuldum hlaðnar og með nánast engan hagvöxt geta mjög illa greitt skuldir, það sést á þeim vöxtum sem þessum þjóðum bjóðast á almennum markaði. Grikkir geta einfaldlega ekki greitt sína skuldasúpu. Svo er það nú þannig að evran leiddi til þess að margar þessar þjóðir eyddu meiru en þær öfluðu - eins og við Íslendingar gerðum þegar krónan var kolvitlaus skráð rétt fyrir hrun. Það er voðalega auðvelt að horfa á úr fjarlægð og segja að þessi eða hin þjóðin hagi sér óábyrgt - horfa þarf til aðstæðna.
Hvernig ætla þjóðir sem eru að drukkna í skuldum að eyða sig út úr vandanum? Það er orðið mjög erfitt fyrir þær að fá lán og hverju eiga þessar þjóðir þá að eyða? Ekki geta þær prentað eigin mynt. Þessi hugmynd er því algerlega út í hött eins og þessar hugmyndir hans Keynes um að eyða sig út úr kreppu. Eruð þið búnir að gleyma því hvernig þessi stimulus pakki hans Obama virkaði í USA? 787 milljarðar dollara áttu að örfa efnahagslífið þar en gerðu ekkert, atvinnuleysi var tæp 8% þegar Obama tók við en er núna rúm 8%. Virkaði stimulus pakkinn? Virkaði þessi hugmynd Keynes þar? Kannast einhver hér við QE1 og QE2?
Skuldir þessara evruríkja væru ekki svo slæmar ef hjá þeim væru alvöru hagvöxtur. Því er bara ekki til að dreifa af ýmsum ástæðum :-( Svo var verið að hækka skatta í Frakklandi. Fjármagn mun flýja Frakkland og störfum fækka og skatttekjur þar dragast saman. Við munum lesa um fjárhagserfiðleika Frakka bráðum.
Hve oft hafa leiðtogar evrusvæðisins hist til að leysa vandann? Hve oft hafa þeir leyst vandann?
@2: Merkel skilur hvorki upp né niður í vandanum og hennar litli skilningur fær hana til að gera það sem hún mögulega getur til að vernda hagsmuni Þjóðverja. Afskaplega fáir virðast átta sig á því að það er lífsspursmál fyrir Þjóðverja að sem flest ríki séu með evru. Af hverju halda menn að atvinnuleysi í Þýskalandi sé mun minna en annars staðar innan evrusvæðisins?
Helgi (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.