Föstudagur, 6. júlí 2012
Gaman að fá Jón Steinar á ritvöllinn aftur
Nú hefur Jón Steinar sagt upp störfum.
Hann ætlar að skrifa endurmenningar sínar. Það verður án efa áhugaverð lesning.
Einnig býst ég við því að hann fara á ritvöllinn aftur. Þ.e. skrifi greinar í blöð og opni jafnvel bloggsíðu.
Áður en hann var Hæstaréttardómari var hann öflugur penni. Þegar hann varð dómari þá dróg hann sig úr umræðunni af augljósum ástæðum.
Hann hefur svipaðar skoðanir og Hannes H og Styrmir G. Hann er Davíðsmaður, Sjálfstæðismaður og þjóðernissinni.
Bæði Hannes og Styrmir eru skemmtilegir pennar þó maður sé ekki oft sammála. Jón Steinar mun vafalaust koma sterkur inn.
kv
Sleggjan
![]() |
Auglýst eftir dómurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sammála þessu
hann hefur verið að tala fyrir lögleiðingu fíkniefna sem ég stið heilshugar.
Ég held að Íslendingar eru komnir með nóg af fíkniefnaneyslu og glæpum þeim tengdum.
En annars var hann mjög stutt sem dómari. Mér finnst einsog það var mjög stutt síðan að hann byrjaði. Eða maður er kannski orðinn svona gamall.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2012 kl. 18:44
Þetta er toppstaða lögfræðinga. Þú nærð ekki lengra í þínum starfsferli en að verða lögfræðingur.
Þetta er eins og þingmaður sem verður forsætisráðherra. Starfsmaður í fyrirtæki sem verður framkvæmdarstjóri.
En Jón Steinar var einungis nokkur ár sem hæstaréttardómari.
Hann var ráðinn 2004. Var semsagt 8 ár sem er ekki neitt.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2012 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.