Miðvikudagur, 4. júlí 2012
Óeðlileg ríkishjálp stoppuð þökk sé aðild Íslands að EES
Eftirlitsstofnun EFTA ákvað í dag að biðja íslenska ríkið um að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá Verne gagnaveri. Jafnframt var komist að niðurstöðu um að orkukaupasamningur og lóðaleigusamningur Verne við Landsvirkjun fælu ekki í sér ríkisaðstoð.
Ríkisaðstoðin var veitt árið 2008 þegar ríkið seldi Verne fimm byggingar á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll undir markaðsvirði, eftir því sem fram kemur á heimasíðu ESA. Muninn á markaðsvirði og söluvirði bygginganna fimm þurfi að endurheimta frá fyrirtækinu.
---------------------------------
Ríkisaðstoðin var veitt árið 2008 þegar ríkið seldi Verne fimm byggingar á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll undir markaðsvirði, eftir því sem fram kemur á heimasíðu ESA. Muninn á markaðsvirði og söluvirði bygginganna fimm þurfi að endurheimta frá fyrirtækinu.
---------------------------------
Ég sem frjálslyndur hægri maður var alltaf á móti þessu samkomulagi. Mér finnst þetta skapa óeðlilegt forskot.
Öll fyrirtæki eiga að standa jafnfætis.
Atvinnusköpunarrökin finnst mér ekki gilda. Það er nú bara þannig. Pólítísk skoðun mín.
Skoðun mín er á skjön við hinn skrifanda síðunnar, en ég óska honum velfarnaðar í því.
Þetta er mjög algengur hugsunarháttur. Hefur verið viðloðandi í íslenskri pólítík frá byrjun. Öll þessi fyrirtæki sem fengur styrki/spúslur/afslætti með loforð um atvinnu. Ekki mér að skapi.
kv
Sleggjan
![]() |
Óvíst hvort látið verði reyna á mat ESA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
ég er á móti svona grímulausri fyrirgjöf.
ég fagna þessari niðurstöðu.
sveitastjórnarmenn þurfa að fara að hugsa sinn gang
þökk sé ESB
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.7.2012 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.