Mánudagur, 2. júlí 2012
Formennska í ESB og froða frá Kýpur
http://jaisland.is/umraedan/kypur-tekur-vid-formennsku-esb/#.T_Go-JE_qWY
Hef aldrei verið aðdáandi frasa.
Kosningaloforð eru oft sett í einhvern frasa t.d.: "Hlúa að nærsamfélaginu" , " Setjum valdið til fólksins" og frægasta "sláum skjaldborg um heimilin".
Þessi orð merkja ekki neitt í mínum huga.
Ég er meiri concrete maður. Vill sem dæmi sjá hvernig "valdið til fólksins" fer í framkvæmd. Nákvæmlega lið fyrir lið o.s.frv.
Kýpur settu nokkur forgangsatriði fram. Þau eru í frasastíl. Froðustíl:
- Evrópa, skilvirkari og sjálfbærari
- Evrópa í öflugri hagvexti
- Evrópa skipti borgarana meira máli með samhug og félagslegri samheldni
- Evrópa í heiminum, nær nágrönnum sínum
Gott og vel. En sem concrete maður er þetta froða í mínum huga. Hvar er aðgerðaráætlunin lið fyrir lið.
Þetta merkir ekki neitt fyrir mér.
Fyrstu þrír punktarnir þurfa nánari útlistun. En fjórði punkturinn er óskiljanlegur. Veit ekki hvort þetta sé illa þýtt eða að ég sé hættur að skilja íslensku:
"Evrópa í heiminum, nær nágrönnum sínum"---- Hvað er í gangi?
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Er ekki kominn tími til að blogga um 11% atvinnuleysi á evru svæðinu? Hverju er nú um að kenna? Eru nei sinnar aftur á ferðinni?
Ætli það sé tilviljun að Írar flýja land í bátsförmum?
Vandi Evrópu er margþættur: 1) Evran 2) Of stór opinber geiri og opinber afskipti 3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna 5) Það sem má ekki segja en mun henda frændur okkar Svía árið 2048 og skömmu síðar Hollendinga.
Evrópa er því miður á niðurleið og glæstu dagar hennar eru að baki :-(
Þangað höfum við ekkert að sækja :-(
Helgi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:07
Er ávalt til í að ræða kosti og galla ESB.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.