Ég vill ennþá svör frá Össurri

Fyrirmynd Össurar í hans utanríkisráðherratíð er hið farsæla Jón Baldvins tímabil. Þar viðurkenndi JBH sjálfstæði og fullveldi Eystrarsaltsríkjanna og var Ísland fyrst þjóða. Margir vilja meina að það hafði mikla þýðingu og gagn að vera fyrst þjóða. 

Nú er Jón Baldvin hetja í augum Eystrarsaltsríkjanna og er boðinn reglulega til að halda fyrirlestra og kannski reist stytta af honum eða nefnd gata eftir honum síðar meir.

Þetta horfir Össur öfundaraugum á og vill líka vera með.  Honum finnst Palestínu-Ísrael deilan vera kjörið til að upphefja egóið hjá sjálfum sér. 

Í fréttinni segir:

"......viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967."

Það er ekkert annað, fyrir sex daga stríð takk fyrir. Þetta er stór ákvörðun. Þá er gott að Össur svari nokkrum spurningum.

Changing face of Israel ... map shows how much territory is occupied by Israel

 Kortið til vinstri er það sem Össur vill, til hægri er raunveruleikinn.

 

Hvernig vill Össur tryggja öryggi landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum í hinu nýja lýðræðisríki Palestínu (sjá kort)? Eða á að hrekja þá í burtu frá landamærunum, ef svo er, þá verður Össur að svara því játandi eða neitandi.

Hvernig vill Össur sjá herinn vopnavæðast?

Hvernig lýðræði vill Össur sjá? Hvaða stjórnmálaflokkar eru heppilegir, sem dæmi Hamas er með á stefnuskránni sinni að eyða Ísrael út af kortinu.

Hvernig vill Össur sjá dómstólakerfið byggjast upp? Shaíra lög?

Hvernig vill Össur hafa þann háttinn á þegar hið nýja Palestínuríki er í tveim pörtum (Vesturbakkinn og Gaza). Hvernig verður innviðum háttað? Verður ferðafrelsi á milli? Mega gyðingar og aðrir koma inn og út og heimamenn einnig?

Hvernig vill hann að samskipti Palestínu og Ísraela verði háttað. Að þau verði vinaþjóðir?

 

Þessi tilraun Össurar að vera einhver "Jón Baldvins" frelsishetja er afleit.  Ég hef skrifaði færslu fyrir nokkrum dögum að það hefur aldrei verið nein Palestínuþjóð.

Í 6 daga stríðinu 1967 tók Ísrael ekki Vesturbakkann af Palestínumönnum. Heldur Jordaníu!. Og Jordanía fékk þetta svæðia af Ottómönnum (ekki Palestínu).

Til viðbótar væri öryggi Ísraels í stórhættu ef Össur fengi sitt framgent. Vesturbakkinn er of mikilvægur fyrir Ísraela til að tryggja öryggi íbúana.

Ísrael er umrkingt hostile (fjandsamlegum) þjóðum. Stanslaus hætta á ferð.

Vona að Össur hætti þessum barnaskap og fari að snúa sér að öðru.

Ef hann vill einhverja Jón Baldvins fjöður í hattinn getur hann einbeitt sér af Færeyjum ef hann vill.

Palestínumenn (Hamas) hafa engan áhuga á uppbyggingu. Það sem fáir vita er að árið 2005 fóru Ísraelsmenn í burtu frá Gaza svæðinu. Gáfu það landvæði upp. Ég er þeirra skoðunnar að Palestínumenn mega stofna sjáflstætt ríki á Gaza svæðinu, en nóg um það:

Árið 2005 fóru Ísraelsmenn frá gasa og skildu eftir mjög afkastamikla blómaverksmiðju sem gæti verið ágætis understaða fyrir góða atvinnu. En nokkrum dögum eftir borttför Ísrael þá brenndu Palestínuforingjarnir blómaverksmiðjunna til grunna. Það lýsir þeirra vilja mjög vel. Þeir vilja ekki uppbyggingu, bara ófrið.

 Ég vill svör

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sláandi staðreyndir

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2012 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband