Föstudagur, 29. júní 2012
Blackberry undir í samkeppninni við Apple og Android
http://visir.is/allt-a-nidurleid-hja-rim/article/2012120628692
"Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum.
Í uppgjörinu kemur fram að tap fyrirtækisins á síðustu þremur mánuðum hafi numið 334 milljónum dollara eða rúmlega 41 milljarði íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist RIM um 87 milljarða króna.
Þá tilkynnti Thorsten Heins, framkvæmdastjóri RIM, að fyrirtækið myndi fresta útgáfu BlackBerry 10 stýrikerfisins. Talið er að stýrikerfið fari ekki á markað fyrr en snemma á næsta ári.
Síðustu mánuði hafa verið afar erfiðir fyrir RIM. Fyrirtækið berst í bökkum við að halda í notendur sína sem nú horfa í meira mæli til iPhone og Android snjallsíma.
BlackBerry 10 var hugsað sem síðasta tækifæri RIM til heilla notendur. Sérfræðingar telja að frestun stýrikerfisins komi til með að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir fyrirtækið enda mun Apple kynna nýjan snjallsíma, iPhone 5, seinna á þessu ári. "
Blackberry hefur ekki náð að standa sig í samkeppninni. Blackberry var sterkt vörumerki, framúrskarandi símar og voru einnig gott stöðutákn fyrir fólk að eiga Blackberry.
Nú hefur Iphone tekið við.
Eg held að Blackberry nái ekki að koma með comeback, en vona þó.
Skrifaði fyrir nokkrum mánuðum að Nokia ætti ennþá sjénns í Apple og Samsung. Stend ennþá við þá greiningu. Mæli með kaupum í Nokia bréfunum.
kv
sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.