Hvaða mistök?

Hún segir:

„Það er auðvitað ákveðin hætta fólgin í því að hafa svona langar þáttaraðir og fólk fer að lifa sig inn í þær. Nú er þessari lokið og við ætlum að læra af reynslunni og vera með vandaðar og styttri þáttaraðir."

Er mistök að kaupa til sýninga langar þáttaraðir?

Hætta á hverju?

Hvernig veit hún fyrirfram hvort að þáttaröð verði löng eða ekki? Ætlar hún að bíða eftir að hætt verði að framleiða ákveðna seríu til að gá hversu löng hún er og svo kaupa? 

Er Simpson mistök fyrir Stöð 2? 

 

Þetta er ekki mitt hjartans mál en mér finnst leiðinlegt að lesa einhverja vitleysu frá fólki.

kv

Sleggjan


mbl.is Endalok Leiðarljóss ákveðið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

hún talar náttúrlega ekki beint um mistök. Það voru mín mistök að skrifa orðið í millifyrisögn. Hún talar aðeins um að læra af reynslunni að sýna ekki svona langar þáttaraðir sem fólk lifir sig inn í og verður afar leitt þegar það fær ekki skammtinn sinn.

kv,

Andri Karl

Andri Karl (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband