Föstudagur, 29. júní 2012
Sleppa að borga arð
Það er ekkert náttúrulögmál að borga sér arð.
Þetta vita Íslendingar varla. Hér snýst allt um arðgreiðslur.
Tek sem dæmi að Apple fyrirtækið greiddir hluthöfum í fyrsta sinn arð í ár frá stofnun fyrirtækisins.
En hér á Íslandi er alltaf tekið allt úr fyrirtækjunum um leið og það er hægt. Svo er skipt um kennitölu þegar illa gengur. Aldrei er hugsað til framtíðar, aldrei er sett í sjóð.
kv
Sleggjan
![]() |
Vinnslustöðin ver arðgreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri best fyrir alla, land og þjóð ef þeir hættu í útgerð/business, jafnvel þjóðnýta fyrirtækin ef þeir fara ekki viljugir.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 13:18
Það hljóta að gilda sömu lögmál í útgerð og í öðrum rekstri; þeir sem ekki geta gert út miðað við þær aðstæður sem eru hverju sinni verða bara að hætta því. Þegar illa árar í rekstri hljóta eigendur að taka minna út úr rekstrinum til eigin nota, eða ættu allavega að gera það. Nei, ekki skal það vera. Fyrst er að ná sem mestu út úr rekstrinum og svo kemur bara í ljós hvort hann gengur. Hvað er að þessu fólki?
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 14:07
Þetta er nú ekki alveg rétt með Apple, þeir hættu að greiða arð þegar fór að ganga illa og hófu svo ekki aftur arðgreiðslur fyrr en á þessu ári.
Karl J. (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:16
Mér finnst þessi gjörningur þeirra lýsa algerri siðblindu, græðgi og púra heimsku.
Þetta er fólkið sem ísland þarf mest að losna við, siðblindir eiginhagsmunaseggir
DoctorE (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:22
@ Guðmundur: "Fyrst er að ná sem mestu út úr rekstrinum og svo kemur bara í ljós hvort hann gengur."--- Týpíska íslenska viðhorfið. Af hverju ekki hugsa til 10-30 ára. Kannski safna einhverju í sjóð til að verjast þegar illa gengur.
@ Karl J
Ok, Hafa ekki greitt arð í 20 ár (sirka) þrátt fyrir að vera eitt verðmætasta fyrirtæki heims.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2012 kl. 16:36
http://www.dv.is/frettir/2012/6/29/gudmundur-um-uppsagnir-hja-vinnslustodinni-thetta-er-syndarmennska/
Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2012 kl. 17:30
Sæll.
Nú veit ég ekki hvort þið eða þeir sem hér rita athugasemdir hafið nokkurn tímann komið nálægt fyrirtækjarekstri en fyrst þið eruð svona rosalega vel að ykkur ættuð þið kannski að prófa það? DoktorE er duglegur að dæma fólk - gott hjá þér. Þjónýtum Vinnslustöðina, sagan hefur sýnt oft hve vel það mun ganga. Þú ert svo vel að þér í efnahagsmálum að þú yrðir frábær forsætisráðherra. Þú myndir láta kreppuna hverfa á korteri!!
Ef einhver leggur fé inn á bankabók er verið að lána bankanum peningana og leigan er vextir. Sama er ef þú leyfir einhverjum að búa í húsnæði þínu, flestir vilja fá fé fyrir enda eru þeir að afsala sér ákveðnum verðmætum með því að leigja húsnæði sitt eða lána peninga. Þú kaupir ekki eitthvað sem þig langar í fyrir fé það sem er á bankabókinni. Það er eðlilegt að fá eitthvað fyrir það. Þeir sem setja fé í fyrirtæki vilja auðvitað fá eitthvað fyrir.
Ég hugsa að einfaldasta skýringin á þessu öllu sé réttust: Hluthafar sjá einfaldlega að með nýju lögunum mersýgur ríkið nánast allt út úr fyrirtækinu og þeir vilja eðlilega fá arð af sinni fjárfestingu og nú er lag - ekki seinna þegar ríkið hefur hirt allt. Seinna verður engan arð af því fé sem þeir hafa lagt í fyrirtækið að hafa þökk sé nýju lögunum.
Svo gleyma menn því að þeir sem eru mjög duglegir að greiða sér að, svo duglegir að fyrirtækið fer á hausinn, eru auðvitað að gera sjálfum sér bjarnargreiða. Gjaldþrota fyrirtæki greiðir ekki arð.
Helgi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.