Laugardagur, 23. júní 2012
Hafði hún áhyggjur á sínum tíma
Hafði hún áhyggjur af því þegar Halldór og Davíð settu okkur á lista hina viljugu þjóða í Írakstríðinu.
Hún var ekki á þingi, en hafði hún áhyggjur.
Er hún með þessari yfirlýsingu að boða ný vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum? Þ.e. að kynna málin vel í nefnd áður en gert er eitthvað?
Vona það. En þetta lyktar að innihaldslausri pólítík.
kv
Sleggjan
![]() |
Ég furða mig á þessari yfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir sem hugsa um velferð þjóðar sinnar furða sig á því sem kemur frá meðlimum sem er svokölluð ríkisstjórn ligamarða eins og sú sem er við völd á Íslandi.
Jón Sveinsson, 23.6.2012 kl. 22:56
Góður punktur... Mjög góður punktur...!
Ég er viss um að hennar vinnusiðferði og vinnuaðferðarfræði, hvað þá hjá hennar flokkssyskinum, sé hætis hót betri en hún vogar sér núna að kvarta yfir hjá Össuri... Sem að vísu má nú alveg missa sig... En hún, semog allt hitt pakkið á verndaðavinnustaðnum þarna við Austurvöll, er barasta ekkert betri...
Skítapakk og þorpsfífl allt saman með tölu...!
Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 23:19
Meira ruglið fara að bera saman fjöldamorðingan Saddam Hussein og innlimun Íslands í Evrópusambandið með lygum og svikum. Vantar í ykkur nokkrar blaðsíður.
Örn Ægir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 23:59
Rétt er að það er langt gengið að tala um stríð miðað við ESB sem fréttin er um.
En ekki skal útiloka.
ks
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 24.6.2012 kl. 04:58
Já, Örn Ægir...
Ég oft heyrt og séð svona fyrirslátt, einsog þú ert einmitt með, sem einhverja réttlætingu fyrir þessu lögbroti þeirra Davíðs og Halldórs...
En...
Koma fjöldamorðingjar heimssögunnar ekki líka frá jú Evrópu og BNA...? Ég hélt að það væri nú söguleg staðreynd og ætti því að varast, útfrá sögulegum semog siðferðislegum forsendum, að lýsa stuðningi við stríðsbrölt þessara ríkja sérstaklega þegar vafasamar forsendur, einsog þessar forsendur með "gjöreyðingarvopnin", eru fyrir stríðsbröltinu einsog flestar aðrar þjóðir í NATO og Evrópu jú einmitt gerðu...
Og var Íraksstríðið ekki, í byrjun allavega, án afskipta og stuðnings NATO...? Sem hafði gert okkur Íslendingum, við inntökuaðild að NATO, bann við því að styðja stríðsátök nema með samþykki NATO sem var einmitt hunsuð að íslenskum stjórnvöldum í þetta skiptið vegna ákvörðunar þessara tveggja manna Davíðs og Halldórs... Sem gerði þessa ákvörðun Davíðs og Halldórs bæði kolólöglega skv. innlendum lögum sem og alþjóðlegum... Er það ekki...?
-
Saddam var vondur karl... Það fór ekki á milli mála og hefur aldrei gert... En lög eru lög og það skiptir ekki máli hver brýtur þau og í hvaða tilgangi... Það skal setja ALLA lögbrjóta fyrir dóm því það er eina valdið á Íslandi sem getur skorið úr um það hvort nauðsynjaréttur hafi gefið tilefni til lögbrotanna eða ekki...
Svo vara ég þig við, Örn Ægir, að vera svona ginkeyptur fyrir þessum aulaáróðri personulegra vina þessara lögbrjóta að vonska einhvers útí hinum stóra heimi réttlæti lögbrot einhverja hérna uppá Íslandi... Því það gerir það EKKI...!
Sævar Óli Helgason, 24.6.2012 kl. 08:11
Á endalaust að tala um fortíðina ?
Hvernig væri að einbeita sér að vandamálum nútímans.
Við lærum ekki af mistökunum öðruvísi.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 11:04
Hmmm... Birgir minn...?
Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir áframhaldandi "mistök" ef þú tekur ekki mið af fortíðinni...?
Sævar Óli Helgason, 24.6.2012 kl. 13:17
Hmmm... Birgir minn...?
Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir áframhaldandi "mistök" ef þú tekur ekki mið af fortíðinni og því sem hefur gerst...?
Sævar Óli Helgason, 24.6.2012 kl. 13:17
Ég biðst afsökunar á endurteknu efni... Ég skrifa í gegnum 3g-síma sem stundum stendur á sér... Sorrý...!
Sævar Óli Helgason, 24.6.2012 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.