Laugardagur, 23. júní 2012
Merkel góður leiðtogi
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/06/23/baulad-a-merkel/
Egill segir:
"Ég fylgdist með leik Grikkja og Þjóðverja á Evrópumótinu í fótbolta hér í Grikklandi í gærkvöldi. Grikkir fögnuðu ákaft þegar lið þeirra jafnaði leikinn, en svo fór að síga á ógæfuhliðina.
Það verður samt að segjast eins og er að vonbrigðin voru ekkert ógurleg. Grikkir líta á sig sem smáþjóð og búast yfirleitt ekki við því að lið þeirra sigri stórliðin.
Það var helst þegar Angela Merkel birtist á skjánum í einstaklega ljótum grænum jakka að Grikkirnir bauluðu. Og ég verð að segja eins og er, ég baulaði með þeim."
Ég er ósammála Agli og Grikkjum.
Hún er að berjast fyrir því að þjóðir eyði ekki meira en þau afla sér. Satt er það að ein leið er að eyða sér út úr vandanum að hætti Keynes.
Keynes leiðin er ein af mörgum sem hægt er að fara. Merkel kýs að taka aðhaldspólinn í hæðina sem mér finnst fínt eins og staðan er núna.
Hún er góður leiðtogi. Valdamesta kona heims og valdamesti maður heims eftir Obama.
Gangi henni vel í sinni baráttu við eyðslukló löndin í Evrópu.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki ætla ég að fordæma Angelu Merkel fyrir það sem hún er látin gera, en ég get ekki annað en fordæmt yfirmenn hennar í heimsmafíu-bankaklíkunni, sem spila henni út á bankaræningja-blóðvöllinn ESB-stýrða.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2012 kl. 21:16
Veit hversu miklum áhrifum hún er undir. Gæti verið að einhver sé að toga í spotta hjá henni.
Veistu eitthvað meira en ég Anna?
kv
Sll
Sleggjan og Hvellurinn, 23.6.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.