Samstaða og bullið.

Niðurstaða skýrslunnar var að það kostar hundruði milljarða að lækka almennar skuldir heimilana.

Það gagnast fyrst og þeim þau ríku en ekki þau fátæku.

Þessi leið skilur þá verst stöddu eftir í skuldafeni.

Samstaða neitar að taka mark á skýrslunni og afgreiðir hana sem bull ... án þess að færa rök fyrir því.

Þetta er sorglegt.

hvellurinn


mbl.is Hver vika aðgerðarleysis er dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Hefur verið reiknað út hvað kostar að gera ekki neitt, það er það sem verið er að benda á, það kostar meira að gera ekki neitt og láta fjölda heimila missa eignir sínar með öllum þeim hörmungum sem því fylgir.

Þeir sem fóru á hvað mest flug eru búnir að notfæra sér hinar frábæru leiðir sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á og já, venjulegi íslendingurinn situr eftir með sárt ennið og vonlausa stöðu, bæði skuldastöðu og framfærsluvanda.

Annars er langt síðan ég ákvað að skrifast ekki á við þá sem skammast sín fyrir það sem þeir skrifa og standa fyrir og þora ekki að koma fram undir nafni eins og þið.

Þar fyrir utan hafið þið félagarnir nú ekki verið frægir fyrir að koma með rök fyrir því sem þið komið fram með sem er aðallega niðurrrif á öðrum sem eru þó að reyna að koma einhverju góðu og þörfu til leiðar.

Þið kvetjið til að læka þær færslur sem skoðendum finnist áhugaverðar, segir það ykkur ekkert að það eru nánast engin læk en fullt skoðað.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 12.6.2012 kl. 11:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það hefur verið reiknað út að "gera ekki neitt"

Setti það inn í gæsalappir vegna þess að það hefur verið gert helling t.d sérstæk skuldaaðlögun, hækkun vaxtabóta, 110% leið og umboðsmaður skuldara.

En við komum ávalt með rök fyrir okkar máli. Í þessu tilviki þá bentum við á skýrsluna sjálfa en þar segir að þessi flata niðurfelling gagnast þeim ríku fyrst og fremst 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2012 kl. 12:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú vilt rökstuðning gúgglaðu þá fréttatilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna frá febrúar sl. um meintar "rannsóknir" Hagfræðistofnunar Háskólans á þessu sviði að beiðni stjórnvalda. Þar er útskýrt hvernig í raun er um að ræða pólitískan áróður í skýrsluformi, sem myndi skítfalla á fyrstu önn í akademískum vinnubrögðum við rannsóknastörf. Skýrsluhöfundar nú eru þeir sömu.

Frumheimildir skýrslugerðarinnar eru fyrst og fremst tvær: Steingrímur J. Sigfússon og Samtök Fjármálafyrirtækja. Glöggir lesendur átta sig líklega á því að þetta eru einmitt þeir aðilar sem hafa flutt áróður í málinu sem gagnrýnendur vilja meina að sé rangur. Tilgangurinn með rannsókninni átti að vera sá að útkljá þann ágreining, en þess í stað ákvað HHÍ að taka upp hanskann fyrir fjármálafyrirtækin og Steingrím, og skila af sér skýrslu byggðri einhliða á málflutningi þeirra og fyrirframgefinni afstöðu stjórnvalda.

Til að bíta höfuðið af skömminni þá eru meginniðurstöður þeirra ekki einu sinni byggðar á hagfræði heldur lögfræðilegum ályktunum sem auk þess að liggja utan fræðasviðs höfunda eru einfaldlega mjög hæpnar og jafnvel kolrangar. Þeir voru beðnir um að gera hagrannsókn en skiluðu einhliða lögfræðiáliti, líkt og Raunvísindastofnun HÍ gerði þegar hún lagði blessun sína yfir þá endurútreikninga gengistryggðra lána sem nú hafa verið dæmdir ógildir.

Vandamálið er ekki að þessir ágætu menn séu að reikna vitlaust, það kunna þeir eflaust vel, heldur hafa það ekki hundsvit á lögum eða þá engan áhuga á að virða þau en nota samt rangtúlkun þeirra sem forsendur útreikninga. Þess má geta að lagastofnanir beggja stóru háskólanna hafa verið beðnar um að leggja mat á þau álitaefni sem um ræðir, en hvorug þeirra treystir sér til þess. Með hliðsjón af því hlýtur að teljast undarlegt að hagfræði- og raunvísindastofnanir skuli telja það samboðið hlutverki sínu að skauta á þeim hála ís.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2012 kl. 12:16

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er orðin dálitið sorgleg umræða og frekja í fólki sem vill að aðrir borgi skuldir fyrir sjálfan sig.

Það er margoft búið að fara yfir þetta. 

Hættið svo að tala um fjármálafyrirtæki einsog þau skipta ekki máli. Þær veita fjölda fólks atvinnu, þær eru mikilvægur þáttur í hverju hagkerfi, ríkið á í flestöllum fjármálastofnunum t.d íbúðarlánasjóð, landbankanum og fleiri. 

Ef fjármálafyrirtækin fara á hausinn þá draga þau ríkissjóð með sér.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2012 kl. 13:29

5 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Þið segist ávallt koma með rök fyrir málflutningi ykkar, standið við það í stað þess að segja " það hefur verið gert helling t.d sérstæk skuldaaðlögun, hækkun vaxtabóta, 110% leið og umboðsmaður skuldara.". Þetta eru ekki rök fyrir því hvað það kostar að gera ekki neitt. Það sem þið nefnið eru nokkur að þeim lélegu og ónothæfu "úrræðum" sem ríkisstjórnin kom fram með en engan vegin rök eins og þið leggjið það fram.

Þið fullirðið að það sé búið að reikna út hvað kostar að "gera ekki neitt". Endilega bendið mér á þann útreikning.

Þið fullyrðið svo að ég og Guðmundur viljum að aðrir borgi skuldirnar fyrir okkur, rökstyðjið það fyrir mér hvernig þið finnið það út.

Ég hef aldrei sagt að fjárnmálafyrirtækin skipti ekki máli, það sem ég hef alltaf haldið fram er að fjölskyldan skipti mestu máli í samfélögunum.

Að mínu mati er fjölskyldan og vinna meðlima hennar, meðal annars í fjármálastofnunum, það sem skiptir mestu máli og þjóðfélögin byggjast á.

Hlakka til að heyra rök ykkar fyrir því sem ég setti fram hér fyrir ofan.

p.s. endilega svara öllu en ekki bara því sem hentar ykkur, þið eruð svo rökvísir, að eigin sögn.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 12.6.2012 kl. 14:07

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki hægt að gera ekki neitt. Það er of seint. Öll þessi úrræði eru þegar í boði og ekki hægt að draga þetta til baka. Umboðsmaður skuldara kostar milljarð tæplegan á ári. Það hefði verið langbest að afskrifa 30% af öllum lánum til að byrja með árið 2008/2009. 

OG þeir sem geta ekki borgað 70% af sínum skuldum eiga skilið að fara á hausinn.      so sorry.

Þessi almenna niðrufærlsa kostar 220milljarða

http://eyjan.is/2010/10/14/fleiri-hagfraedingar-leggjast-mot-skuldanidurfaerslu-nytist-skuldugum-illa/

En ég er sammála um að fjölskildur eru mikilvægastar og þessvegna hafa þær ekki efni á frekari skattahækkunum eða niðurskurði  sem mun koma á framhaldinu af þessari 220 milljarða kostnað.

hvellurinn

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.6.2012 kl. 15:24

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

hvellur

Hefurðu lesið skýrsluna sem þú ert að vitna í?

Finnst þér hún marktæk heimild?

Hefurðu til samanburðar kostnaðinn við að gera ekki neitt?

Röksemdir þínar ganga út allt aðra hluti heldur en eru kjarni málsins.

Ef eitthvað er ólöglegt skiptir ekki máli hvort þú getur borgað það eða 70%.

Það sem er ólöglegt er samt ólöglegt, samanber gengistryggð lán.

"Að hafa efni á því" eru ekki rök fyrir neinu sem er ólöglegt.

Réttlæti á að vera fyrir alla, jafnt ríka sem fátæka, skulduga sem skuldlitla.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband