Föstudagur, 8. júní 2012
Enn ein rökin fyrir Evrópustofu.
Það er staðreynd að Íslendingar vita ekki mikið um ESB.
Ég finn það hérna á Moggablogginu sérstaklega. Þeir sem tjá sig hvað mest um Evrópumál hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala.
Það er ánægulegt að úrbætur eru á döfinni. Opnun Evrópustofu fór vel af stað og þeir munu kynna Evrópusambandið á hlutlausan hátt þangað til að samningurinn liggur fyrir.
Fyrir þjóðaratkvæðisgreiðsluna verður svo mikil kynningu um ESB og eðli þess og hvað almenningur mun hagnast mikið á ESB aðild t.d engin verðtrygging, gengisfall og lægri vextir sem sparar tugi milljóna á hverja fjölskyldu.
hvellurinn
![]() |
56% telja sig illa upplýst um Evrópumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið ættuð að skammast ykkar að mæla með því, að stórveldi, sem vill gleypa okkur, fái að eyða hér kvartmilljarði í áróður fyrir þeirri gleypustarfsemi sinni.
Svo er miklu logið í þessari klausu ykkar eða þið afar skakksýnir:
"Ég finn það hérna á Moggablogginu sérstaklega. Þeir sem tjá sig hvað mest um Evrópumál hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala."
Svona billegt hjal dæmir sig sjálft.
Jón Valur Jensson, 8.6.2012 kl. 21:17
ESB vill ekki eitt né neitt.. það var Ísland sem sótti um. Ekki öfugt.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 9.6.2012 kl. 01:09
Þið virðizt ekki einu sinni þekkja stefnu Evrópusambandsins um þessi inntöku/innlimunar-mál. Hún er sú, að öll Evrópa (já, líka þau 57% sem upp á vantar) verði partur af Esb. Ennfremur hefur sjálft Esb-þingið lýst þeirri eindregnu stefnu sinni að það vilji fá Ísland inn. Stefna framkvæmdastjórnarinnar sést vel af áróðurspeningaflaumnum hingað, ennfremur IPA-styrkjum á 6. milljarð króna og sífelldum boðsferðum íslenzkra embættismanna, verkalýðsfrömuða, lista- og menningafólks, atvinnurekenda, fjölmiðlamanna o.fl. o.fl. til Brussel og Strassborgar síðasta áratuginn eða svo!
Jón Valur Jensson, 9.6.2012 kl. 14:20
Það breytir því ekki að Alþingi Íslendinga sem var þjóðkjörið sótti um aðild að ESB
Ekki satt?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 10.6.2012 kl. 14:38
Það var gert með SVIKUM annars stjórnarflokksins við eigin stefnu sína og kjósendur. Samanlagt njóta þessir tveir flokkar nú 22,2% fylgis þjóðarinnar í stað þess að skríða rétt yfir 50% við kosningarnar. Málið hefur alltaf verið sundrungarefni fyrir þjóðina, en hún er í eindreginni, yfirgnæfandi andstöðu við þetta mál skv. nýjustu skoðanakönnunum.
Jón Valur Jensson, 10.6.2012 kl. 16:43
Bolabrögð Samfylkingarinnar við stjórnarmyndunina eiga eftir að koma henni í koll. Jafnvel það plott manna þar að fá Guðmund Steingrímsson til að stofna handa þeim hækjuflokk á eftir að reynast Samfylkingu bjúgverpill og stela atkvæðum fyrst og fremst af henni sjálfri, en það mál sýnir þó um leið, að jafnvel í eigin flokksranni var Össurarliðinu ekkert heilagt -- tilgangurinn eini er að Evrópusambandið fái sem flesta þingmenn til að styðja sig eftir næstu kosningar.
Jón Valur Jensson, 10.6.2012 kl. 16:48
Þú veist það sjálfur Jón að seinustu skoðanakannanair sýna að þjóðin vill klára ferli.
Svo er ósköp eðilegt að það var sótt um ESB. Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum 2009 og þetta þeirra aðal mál
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 10.6.2012 kl. 21:26
Æ HVAÐ MAÐUR ER FARINN AÐ VORKENNA ÞÉR MASTERSGRÁÐUHVELLUR.
Númi (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 23:59
Já, hann hefur ekki einu sinni tekið eftir því, að góður meirihluti í skoðanakönnunum hafnar því nú að "klára ferli," og enn fleiri vilja ekki sjá það að ganga í þetta Evrópusamband.
Jón Valur Jensson, 13.6.2012 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.