Föstudagur, 8. júní 2012
Það þarf að efla skattaeftirlit.
Það er ekki þannig að allir Grikkir eru skussar og svindlarar. Stundum neyðist fólk til þess að svindla undar skatti vegna samkeppni.
Ef það eru tveir veitingarstaðir og einn borgar 25% söluskatt og hinn ekki. Þá verður annar staðurinn mikið dýrari og neyðist þess vegna að svindla á skattinum einnig.
Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki lagað á einni nóttu.
hvellurinn
![]() |
Segir Grikki þurfa að hætta skattsvikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Besta leiðin gegn skattsvikum er að lækka skatta. Hið opinbera á Vesturlöndum eignar sér alltof mikið af því sem fólk vinnur sér inn. Orsökin er aðallega sú að opinberi geirinn, sá hluti sem engin verðmæti framleiðir, er alltof stór og skiptir sér að öllu. Í Grikklandi er hann sérstaklega stór og er það hluti af vanda Grikkja ásamt evrunni og kolrangri vaxtastefnu ECB áður en allt fór til fjandans.
Ætli geti verið að Grikkir svíki undan skatti vegna þess að hann er alltof hár? Það var talað um það fyrir ekki svo löngu síðan að hérlendis hefði það verið þjóðaríþtótt að svíkja undan skatti, það breyttist þegar skattar voru lækkaðir.
Lagarde er í sínu embætti vegna þess að hún er kona. Hefur hún áorkað einhverju frá því hún tók við embætti?
Kreppan er að miklu leyti komin til vegna þess að opinberi geirinn á Vesturlöndum er of kostnaðarsamur og skiptir sér að öllu. Þangað til menn fatta það verður kreppa.
Helgi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 14:00
Sammála því að lækka skatta ásamt því að einfalda skattkerfið. Það er lykilatriði. En það þarf að vera gott eftirlit með skattskilum því annars skerðir það semkeppnina einsog ég benti á í færslunni.
En Lagarde stóð sig ágætlega sem fjármálaráðherra Frakklands þegar er litið til áhrifa og sýnileika í alþjóðarsamfélaginu. En hún var aðalega ráðinn útaf hún er frá Evrópu en ekki vegna kyns. World bank vill USA halda í og AGS vill Evrópa halda í.
Einnig var fyrirséð mikil vandræði á Evrusvæðinu og því heppilegra að hafa evrópubúa þarna í forsetastóli AGS
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 8.6.2012 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.