Mánudagur, 15. maí 2006
Nýtt upphaf
Jæja góðir landsmenn... Þruman og Sleggjan eru mætt. Margir kannast við Sleggjuna og hennar gömlu síðu sem var þögguð niður af valdamönnum þjóðfélagsins, já eða eitthverjum litlum nörd sem líkaði ekki við málfarið. Þruman er ný af nálinni en er jafn harðskeytt og skoðanamikil og Sleggjan.
Markmið þessarar síðu er ekki að afla vinsældum eða fylla heimsóknarmælinn, heldur er þetta bara okkar málgagn og hér komum við okkar skoðunum á framfæri. Öllum er samt velkomið að rífast í okkur:)
Nú dregur senn til sveitastjórnakosninga á okkar blessaða Ísalandi og hér í Reykjanesbæ kennir margra grasa. Má þar nefna Sjálfstæðisflokkinn, A-listann (Framsókn & Samfylking), Frjálslyndir, Reykjanesbæjarlistinn og Vinstri Grænir. Baráttan verður hörð en allt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að hirða öll stig eins og Írland í júróvisjón í sínum ham. Vill fólk bæjarins virkilega láta aðeins einn flokk hafa öll völd. Lifum við ekki í þjóðfélagi þar sem völdin eiga að liggja hjá mismunandi flokkum með mismunandi stefnuskrá. Einræði er ekki alveg að virka. Bærinn er að fara í gjaldþrot eftir Sjálfstæðismenn en fólk er ekki að fatta það, þeir fela það of vel. Eftir 4 ár eiga margir eflaust eftir að hugsa hvaða hugsanaháttur átti sér stað í heilabúum bæjarbúa ef D-listinn fær annað kjörtímabil. En svona er þetta víst þegar þessi blessaði flokkur sem berst víst fyrir Sjálfstæði ef svo skal kalla hefur bæði staðarblöðin undir sínum væng. Víkurfréttir eru þekkt Sjálfstæðismálgagn og nú þegar Tíðindin skiptu um eigendur urðu þeir enn sterkari í blöðunum. T.d. lágu víst 2 greinar frá Vinstri Grænum á borði Víkurfrétta en hvorug komst í blaðið á meðan Sjálfstæðismenn komu heilum 3 greinum í blaðið. Og svo er talað um að heiðarleg pólitík eigi sér stað á þessu landi... En eitt er víst ég er svo kominn með æluna uppí háls af þessum bláa bæ, er ekki kominn tími til að lífga aðeins uppá litina?
Þruman hefur talað.
Markmið þessarar síðu er ekki að afla vinsældum eða fylla heimsóknarmælinn, heldur er þetta bara okkar málgagn og hér komum við okkar skoðunum á framfæri. Öllum er samt velkomið að rífast í okkur:)
Nú dregur senn til sveitastjórnakosninga á okkar blessaða Ísalandi og hér í Reykjanesbæ kennir margra grasa. Má þar nefna Sjálfstæðisflokkinn, A-listann (Framsókn & Samfylking), Frjálslyndir, Reykjanesbæjarlistinn og Vinstri Grænir. Baráttan verður hörð en allt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að hirða öll stig eins og Írland í júróvisjón í sínum ham. Vill fólk bæjarins virkilega láta aðeins einn flokk hafa öll völd. Lifum við ekki í þjóðfélagi þar sem völdin eiga að liggja hjá mismunandi flokkum með mismunandi stefnuskrá. Einræði er ekki alveg að virka. Bærinn er að fara í gjaldþrot eftir Sjálfstæðismenn en fólk er ekki að fatta það, þeir fela það of vel. Eftir 4 ár eiga margir eflaust eftir að hugsa hvaða hugsanaháttur átti sér stað í heilabúum bæjarbúa ef D-listinn fær annað kjörtímabil. En svona er þetta víst þegar þessi blessaði flokkur sem berst víst fyrir Sjálfstæði ef svo skal kalla hefur bæði staðarblöðin undir sínum væng. Víkurfréttir eru þekkt Sjálfstæðismálgagn og nú þegar Tíðindin skiptu um eigendur urðu þeir enn sterkari í blöðunum. T.d. lágu víst 2 greinar frá Vinstri Grænum á borði Víkurfrétta en hvorug komst í blaðið á meðan Sjálfstæðismenn komu heilum 3 greinum í blaðið. Og svo er talað um að heiðarleg pólitík eigi sér stað á þessu landi... En eitt er víst ég er svo kominn með æluna uppí háls af þessum bláa bæ, er ekki kominn tími til að lífga aðeins uppá litina?
Þruman hefur talað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2006 kl. 00:12 | Facebook
Athugasemdir
Bið afsökunar á hvað þetta er allt þjappað saman, er að læra á þetta allt saman:)
Þruman (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 23:58
Biðst afsökunar á hvað þetta er allt þjappað saman, er ennþá að læra á þetta kerfi:)
Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2006 kl. 00:00
sjalfstædismenn eru bunir ad standa sig vel. tad er mikil framkvæmdagledi i arna sigfussini. tetta er randyrt en malid er ad bæjarbuar eru ekki ad hugsa um tad nuna. af hverju eru allir ad kafna i yfirdrattarheimildum, afborgunum af husnædi eda bilalani tad er utaf folk finnst bara alltilægi ad skulda. og teim finnst lika fint ad bæjarfelagid sitt skuldar.
haukur (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.