Miðvikudagur, 6. júní 2012
Kvótakerfið til fyrirmyndar.
Þetta hef ég verið að benda reglulega á.
Kvótakerfið íslenska er til fyrirmyndar. Það er að fá tilnefningar til verðlauna erlendis.
Það er enginn að tilnefna landbúnaðarkerfið íslenska sem enginn þorir að hrófla við.
En það er mjög auðvelt fyrir stjórnmálamenn að eyðileggja það eina sem Íslendingar hafa gert rétt og eru til fyrirmyndar á heimsmælikvarða (ásamt orkuiðnaðinum... ætli hann verður ekki eyðilegaður næst)
kerfið sjálft er í lagi... svo þarf að finna leiðir hvernig útgerðir geta greitt meira til þjóðarinnar.
hvellurinn
![]() |
Ísland tilnefnt fyrir fiskveiðistjórnarlögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna. Á nú að fara að verðlauna sjóræningjaveiðar LÍÚ? Er það árangurinn við strendur sveltandi Afríku sem á að verðlauna?
Lengi getur vont versnað.
Mikil verður skömm þeirra sem vinna þessar ræningja-skrautfjaðra-veitingar.
Ég vona innilega að þjóðarskömm íslenskra spillingarráðamanna verði ekki meir en hún er nú þegar orðin. Það er sárt fyrir heiðarlegan og bankarændan almenning að horfa upp á hvernig ræningjum og spilltum stjórnsýslu-peðum er hampað fyrir svikin og ránin.
Það þarf mikla auðmýkt, kærleika og þroskaða þekkingu til að þola svona yfirgangs-hernað auðjöfra heimsins. Friður og kærleikur er alltaf sterkasta aflið, og sérstaklega þegar almenningsvelferð, víðsýni og viska eru höfð með í ráðum og gjörðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 12:29
"Ja hérna. Á nú að fara að verðlauna sjóræningjaveiðar LÍÚ? Er það árangurinn við strendur sveltandi Afríku sem á að verðlauna?"
Það er verið að mæra íslenska kerfið... ekki kerfið í vestur afríku.
Þó að Samherji er að veiða þar þá kemur það ekki þessu máli við.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 12:41
Er Samherji þá ekki íslenskt fyrirtæki, sem að hlýða lögum á Íslandi og annarstaðar í siðmenntuðum heimi? Hvað á að verðlauna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 14:01
Skipið sem er að veiða í Vestur afríku er í eigu dótturfélags Samherja í Kýpur og fer eftir lögum í Kýpur og eftir atvikum lögum í Vestur Afríku.
Ekki íslenskum lögum
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 15:15
Það er eitt að hafa kerfi til verndar fiskistofnum og gera fiskveiðar sjálfbærar, en annað að hafa byggt innviði kerfisins þannig upp að útgerðarmenn hafa að mestu komist hjá að greiða sómasamlega upphæð fyrir afnot af þessari svokallaðri auðlind þjóðarinnar.
Útgerðarmenn telja sig hafa byggt þetta kerfi upp og segjast stunda ábyrgar fiskveiðar, en ábyrgðin er ekki meiri en svo að þegar þeir eru komnir í aðrar lögsögur, líkt og við Afríkustrendur eða í Smugunni á sínum tíma, þá haga menn sér alveg eins og fáfróðir villimenn.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 20:53
Sæll.
Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á.
Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af.
Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum. Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.
Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?
Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf, fjárfestingar eða greiða niður lán? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara?
Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess. Alla skatta á að lækka verulega og segja þarf upp miklum fjölda opinberra starfsmanna svo einkageirinn, sá hluti efnahagslífsins sem skapar verðmæti, geti tekið við sér en í dag er skatta- og reglugerðarlóðið að kremja hann.
Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.
Margir fjölmiðlar láta eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur og enn verri ef hagnaðurinn er hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér!
Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.