Þriðjudagur, 5. júní 2012
Gott að eiga góða að.
Innan ESB eru allir tilbúnir til að hjálpa. Grikkir fengu 50% af sínum skuldum afskrifaðar og lán á hagstæðum kjörum.
Þegar Ísland lenti í hruninu var enginn sem vildi hjálpa okkur. Eina sem við gátum gert var að þykjast fá lán frá Rússlandi sem dró það til baka og gerði okkur að fíflum í alþjóðarsamfélaginu.
Ef við hefðum verið í ESB værum við mikið betur sett.
http://www.dv.is/frettir/2008/10/13/lygi-ad-buid-vaeri-ad-utvega-russalan/
hvellurinn
![]() |
Kýpur íhugar að leita til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æ Sleggja og Hvellur þú er auðvitað að djóka???
Þvílíkur barnaskapur. Velferðarþjónusta ESB.....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 20:14
...enda ástandið í Grikklandi miklu betra en hér?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 20:34
Jamm og einnig á Spáni Írlandi og fleiri löndum. Það er svo notalegt að geta bara sagt eitthvað út í loftið og halda að það sé satt og rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 21:00
ESB og evrulandið Luxeborg er ríkasta land í heimi.
Í ESB og Evrulandi Austurríki er aðeins 4% atvinnuleysi.
Það er 7% atvinnuleysi á Íslandi þrátt fyrir krónuna og landfóttann.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 21:18
Lúxemburg hefur alltaf verið sterkt ríki Bankaríki. Austurríksmenn eru alveg að gefast upp á því að vera að borga með evrulöndum í kring um sig. Þeir hafa mikið verið að spá í að fara úr þessu samstarfi, því þeir álíta að þeir séu betur settir utan ESB. Þannig er nú umræðan í Austurríki, og þeir ráða okkur heilt og fast frá því að ganga í sambandið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 21:33
Luxembúrg hefur alltaf verið ríkt. Austuríki hefur alltaf haft lágt atvinnuleysi einfaldlega vegna þess að svo fáar konur vinna úti. Það breytir því ekki að bankakerfi þeirra er helsjúkt eftir miklar lánveitingar til Ungverjalands.
Varðandi Grikki þá fengu þeir ekki 50% af sínum skuldum afskrifaðar. Lánadrottnar þeirra urðu að afskrifa 50% af skuldum þeirra en það var bara toppað upp með EB láni í staðin á lægri vöxtum. Þetta breytti engu um þeirra stöðu.
Vandamál Grikkja er að þeir geta ekki gefið fólkinu sínu að borða vegna þess að ríkið getur ekki fengið lán fyrir neinu. Ólíkt þeim ríkjum sem geta prentað sjálf út gjaldmiðil sinn, þynnt hann út en haft þannig fjármagn til að halda hagkerfinu gangandi. Það er verið að kyrkja Grikki og Spánverja. 50% atvinnuleysi ungs fólks!! Algjör bilun.
Kalli (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:04
Nákvæmlega þekki svolítið til í Austurríki, flestar konur eru bara heimavinnandi með börn á framfæri, gera ekki kröfur til meira. Þannig er það nú, atvinnuleysingjarnir eru fólk fá fátækari löndum, sem standa við verslanir og selja blöð um atvinnuleysi og kunna ekki þýsku, sumir langt að komnir eins og frá Rúanda eða ennþá lengra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 22:22
Strákar mínir, það lætur nærri að ríflega 1000 milljarðar væru afskrifaðar á okkur í kjölfar hrunsins. Það voru bæði evrópskir, amerískir og Japanskir bankar.
Það sem þið svo teljið hjálp við þjóðir eins og Grikki og Íra eru lán á glæpsamlegum vöxtum, sem engin leið er að greiða nema að leggja innviði landanna í rúst. Björgunarpakkarnir svokölluðu eru ofurlán á í kringum 5% vöxtu, sem fóru beint í að greiða skuldir einkafyrirtækja, sem höfðu komið sér á hausinn í algjöru ábyrgðarleysi.
Þið hafið svo brjálæðislega ranga sýn á hlutina að maður efast um að þið hafið nokkurtíman lesið eitt orð um það sem hefur verið að ske í kringum ykkur s.l. 4-5 árin.
Annað hvort eruð þið að tröllast eða þá að þið eruð gersamlega clueless um alla skapaða hluti.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 22:49
Erlent tap á Íslenska hruninu er líklega ríflega helmingi hærra en þetta, því þið gleymið því að tryggingasjóðir og þrotabú bæta ekki nema brot af innistæðum þeirra sem í hlut áttu. Það er þak á slíkum ábyrgðum ef það hefur farið fram hjá ykkur.
Ef við værum í ESB, þá værum við hinsvegar að greiða skuldir glæframannanna í gegnum ofurlán í gerfi björgunarpakka. Allir bankarnir stæðu enn og allir útrásarkrimmarnir hefðu staðið óhaggaðir eftir. Reikninginn væruð þið að borga út æfina. Infrastrúktúr landins væri rjúkandi rúst og ástandið talsvert verra en á Grikklandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 22:54
Svona eru nú staðreyndirnar í samanburði við þetta deleríum í ykkar haus.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 22:55
Það er helst í fréttum dagsins að Írum var seld sú hugmynd að afsala sér fjárráðum til Brussel m.a. á þeim forsendum að vextir á björgunarpakkanum skelfilega myndu lækka. Það var víst einhver leiður misskilningur og líkast til hækka þeir eitthvað í staðinn. Í stuttu máli: Írland er fucked.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 22:58
Netherlands Unemployment Rate
Bjarni, hvenær var atvinnuleisið í Hollandi 4%? 2005 var atvinnuleisið "all time low" 3.5%, en þá var atvinnuleisið á Íslandi 2.1% (hagstofan)
Brynjar Þór Guðmundsson, 5.6.2012 kl. 23:16
Jón Steinar.
Bankarnir fengur afskrifa. Enda fóru þeir á hausinn. Ísland fékk ekkert afskrifað. Ég er að tala um landið sjálft.
Grikkland. LANDIÐ SJÁLFT. Fékk 50% af sínum skuldabréfum afskrifað. Ég er að tala um RÍKISSKULDABRÉF.
Hvað hefur Ísland fengið mikið afskrifað??... (ekki bankarnir)
Það er talað um að í Írlandi þá féllu bankarnir afan á ríkiskerfið en í Grikklandi féll ríkiskerfið ofan á bankana.
Tvennt ólíkt Jón Steinar.
Það er skiljanlegt að þér finnt þetta bull eða tröllablogg. Það er vegna þess að þú ert frekar fáfróður og skilur ekki hvað er að gerast í kringum þig. Allavega ekki mikið. Þú ert svona svipaður og skríllinn... veist svona temmilega mikið um eitt og eittt atriði. En þú ert ekki yfir meðalagi.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 08:13
Kalli
"Luxembúrg hefur alltaf verið ríkt"
Það hefur alltaf verið mikið atvinnuleysi á Spáni. Ef það er ekki ESB að þakkka að Lux sé ríkt þá er það ekki ESB að kenna að það sé mikið atvinnuleysi á Spáni.
Getum við ekki verið sammála því?
"Varðandi Grikki þá fengu þeir ekki 50% af sínum skuldum afskrifaðar. Lánadrottnar þeirra urðu að afskrifa 50% af skuldum þeirra"
ummmmmmm fengu þeir þá ekki 50% afskrifað??
"Vandamál Grikkja er að þeir geta ekki gefið fólkinu sínu að borða"
Er það ekki vandamál Íslands líka? Hefur þú séð raðirnar á Fjölskylduhjálp?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 08:16
Hvað segir Gísli Hauksson framkvæmdastjóri Gamma um krónuna og höftin?
í VB nýjasta
Eins og margir aðrir telur Gísli
óhjákvæmilegt að taka upp annan
gjaldmiðil en krónuna. „Reynsla
síðustu ára hefur sýnt okkur að
krónan er ekki lengur tækur gjaldmiðill
með svona lítið hagkerfi á
bak við sig. Einhverjir hafa sagt að
krónan sé ekki vandamálið, heldur
efnahagsstjórnin, en ef menn
halda að hún eigi eftir að batna
vegna þess eins að við ákveðum að
halda í krónuna þá held ég að þeir
verði fyrir vonbrigðum. Ég er ekki
að segja að einföld lausn sé á þessum
vanda, eða að það sé augljóst
hvaða leið við eigum að fara, en það
er bráðnauðsynlegt að fram fari nú
þegar upplýst og gagnrýnin umræða
um möguleika Íslands í peningamálum.
Það er mikilvægt að
þekkja hagsöguna og hafa í huga að
þegar höftum var komið hér á árið
1931 þá var það líka hugsað sem
tímabundin ráðstöfun sem endaði
á að vara í 65 ár.“
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 09:27
Ég er alveg gersamlega andaktugur yfir heimskunni í ykkur. Hvaða skuldir haldið þið að Grikkir séu að borga í gegnum björgunarlánin? Úr hverra vasa kemur peningurinn til að greiða þau lán?
Lánin eru til að greiða erlendum bönkum. Fólkið borgar með sköttum og niðurskurði.
Munurinn er enfnilega sá að hér voru bankar látnir falla og þeir sem höfðu lánað þeim fengu skellinn. Í ESB beilar hið opinbera og bankana út og heldur þeim á floti um leið og þeirsenda almenningi reikninginn.
Er ESB að afskrifa einhver ríkisskuldabréf? Það eru hin skuldsettu ríki sem eru að selja bréf til að standa undir ofurbjörguninni.
Ef þið eruð ekki að tröllast, þá eruð þið bara svona ofboðslega clueless. áskóla? Hverskonar stofnanir eru háskólar á Íslandi að verða?
Það gerir delluna ykkar ekkert betri þótt þið kallið mig fáfróðan og vitleysing. Það má vera að þið fáið eitthvað kikk út úr því.
Afskriftirnar voru reyndar miklu meiri en ég nefni að ofan því bara afskriftir þýskra banka voru á 3ja þúsund milljarða. Afskriftir sem hefðu ekki orðið ef bankarnir hefðu ekki verið gerðir upp.
Þetta er meginástæðan fyrir því að ákveðið var að láta bankana gossa. Við höfðum einfaldlega engin ráð með að halda þeim uppi. Hefðum við gert það, þá væri ábyrgðin á ríkinu og við erum ríkið. Ef þið hafið ekki meira vit á samhengi hlutanna, þá látið vera að tjá ykkur um þá.
Af hverju haldið þið að fólkið í hinum aðþrengdu löndum haldi íslenska fánanaum á lofti og heimti íslensku leiðina?
Ég ætla bara rétt að vona ykkar vegna að þið séuð að trölllast. Ef ekki þá er ykkur ekki við bjargandi. Og þið eruð hvað...að ljúka háskólanámi?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2012 kl. 10:22
Linkur 1. - Linkur 2.
Þetta er bara í fréddum gærdagsins, sem sannar að þið lesið ekki einu sinni það sem skrifað er. Nú er ESB að leita leiða til að forða því að skuldir banka lendi á skattborgurum eins og þeir hafa gert. Þeir eru fyrst núna að fatta hvað þeir hafa verið að gera. Það þarf borderlline þjóðarmorð til.
Ég get hinsvegar lofað ykkur að þetta eru blekkingar, því hér fær enginn bæði haldið og sleppt. Fárið er algert hjá sambandinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2012 kl. 10:29
ESB er semsagt að reyna að fara Íslensku leiðina eftirá. Nú skuluð þið leggja hausinn í bleyti og sjá hvort þetta meikar sens. Ég er viss um að það kemur einhver snilldin út úr því.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2012 kl. 10:31
Hér er niðurlag fréttarinnar:
"BBC bendir á að fjármálakreppan hafi leitt til þess að fjöldi banka hafi orðið gjaldþrota. Þeir starfa þó áfram í skjóli þess að peningum skattborgara í viðkomandi löndum hefur dælt í þá í miklu magni."
Svo þvaðrið þið um ríkisskuldabréf! Vitið þið ekki hvað skuldabréf eru? Endilega flettið því upp svona til að hafa grundvallaratriðin á hreinu.
Sambandið er í örvæntingarfullou brjálæði að kaupa uppeigin skuldir í hringekju dauðans. Haldið þið að skuldir hverfi við að gefa út skuldabréf?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2012 kl. 10:42
Jón Steinar
Þú ert heimskari en ég hélt.
"Er ESB að afskrifa einhver ríkisskuldabréf? "
Hver er að tala um ESB? Takt þetta ESB úr hausnum á þér. Það sníst ekkert allt um ESB. Köfuhafar (m.a franskir og þýskir bankar) hafa afskrifað gríðarlega skuldir Grikklands. Meira en helming afskrift.
Linkur1 Hvað tengist þetta umræðunni. Ég vissi þetta alveg. Getur þú bent mér á eitthvað sem ég hef sagt í þessari umræðu sem gefur til kynna að ég veit ekki staðreyndina í Link1 og Link2. ?
Ég veit alveg hvað ríkisskuldabréf er og skuldabréf. Svo það sé á hreinu. En ég er að tala um Grikkland. Þú ert að tala um ESB sem heild. Ætli þar sé ekki kötturinn grafinn. Í Grikklandi var óráðsía í ríkisbókhaldinu. Á Íslandi og Írlandi var óráðsía í bönkunum (ísl ríkið var nánast skuldlaust) en á Ísland voru bankar látnir falla. Á Írlandi var ákveðið að skuldir bankana verða á ábyrgð skattborgara.
Annars er ég þreittur á að fræða þig meira.
Þú snírð útur í hverju einustu umærðu og kemur með einhverja linka sem tengist ekki umræðunni.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 11:07
HVAÐ ER AÐ YKKUR HVELLURINN VEIT ALLT ENDA KOMIN MEÐ TRÚLEGA MASTERSGRÁÐUNA SÍNA SEM HANN ÁTTI VON Á ÞESSI MISSERIN.
HVELLURINN ER MIKIÐ GÁFUMENNI OG ÞJÓÐARGERSEMI.
Númi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:03
Númi
Ert þú stoltur af þínu innleggi á þessari síðu?
Afhverju ertu að heimsækja hana yfirhöfuð?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 12:38
Sleggjan og Co.
Ég er alveg á því sem Jón Steinar Ragnarsson segir hér og rökstyður mjög vel. Þið eruð alveg úti á túni í ESB trúboði ykkar. Reyndar held ég eins og Jón Steinar að prófessorar ykkar í Hí ættu að skoða bullið í ykkur hér. Þið eruð ekki þess verðir að fá einhverjar háskólagráðaur eftir bullið og ruglið sem þið látið út úr ykkur hér.
Einnig hefur uppskrúfaður og innistæðulaus menntahroki ykkar stundum líka keyrt úr hófi fram.
Hér er staðan einfaldlega 10 - 0 fyrir fyrir Jóni Steinari Ragnarssyni !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 14:22
Ertu með rök fyrir þínu máli GI?
Hvað nákvæmlega er rétt hjá honum Jóni og hvað er rangt hjá okkur?
ef ekki þá dettur þitt innlegg niður sem dautt og ómerkt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 15:16
Það glymur í huganum texti, sem ég man ekki hver samdi: ég einskis barn er, og einskis er virði, enginn vill sjá mig, ég einskis barn er.
Ég veit ekki hvers vegna þessi texti kom upp í hugann núna.
Kannski vegna þess að sálarlausir mafíu-bankar (ræningjar) meta fólk sem einskis virði.
Þessi skoðun passar kannski ekki við spilltu og pólitísku áróðurs-"hugsjónina". Enda er ég ekki talin eðlileg, og verð að sætta mig við það.
Ég á þá væntanlega rétt á að vita hvað telst eðlilegt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 17:44
Skrif síðuhöfunda einkennist af Ad Hominem og meira Ad Hominem! Ykkar skrif dæmast dauð og ómerkileg á því að geta ekki svarað Jóni Steinari nema með persónuárásum!
Charles Geir Marinó Stout, 6.6.2012 kl. 20:13
Ég svaraði Jóni skilmerkilega
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 20:54
mikid skoladir menn vita tetta altsaman er tad ekki
http://www.youtube.com/watch?v=lsmbWBpnCNk
tad er gott ad vita kvernig hjalpin goda virkar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 23:09
ég er búinn að sjá money as debt 1-3... fínar myndir
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 23:16
Það er svo óskaplega gaman að heimsækja þig á síðuna ´´hvellur´´(No 22 )
Þessi síða þín er besta brandarasíðan á Mbl-blogginu,og þá aðallega þínar skoðanir í 99% tilvika.
M A S T E R S G R Á Ð U-HVELLURINN, HALTU ÁFRAM AÐ VERA SPAUGILEGUR.
Númi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.