ESB er ávalt reiðubúin að hjálpa aðildaríkjum sínum.

USA gaf skít í okkur 2004 og við höfum verið á reiki síðan. Lentum ein og yfirgefin í hruninu t.d.

ESB hjálpar sínum aðildarþjóðum þegar á þarf að halda og er það ein rök fyrir því að ganga í ESB.

 

hvellurinn


mbl.is Spánn kallar eftir aðstoð frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Merkilegt er með ESB sinna að allar neikvæðar fréttir þaðan eru túlkaðar sem jákvæðar fréttir en allar jákvæðar fréttir héðan innanlands eru túlkaðar sem neikvæðar.

Greinilegt að raunveruleikinn er mismunandi milli aðila.

Bragi, 5.6.2012 kl. 16:24

2 identicon

Evrópusambandið reyndi að gera okkur gjaldþrota til að geta gleypt okkur það var öll hjálpsemin þeir voru á bakvið efnahagsböðlana eins og þú hlítur að vita nafnlausi hvellur og örugglega flokksbundin krati

Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 16:24

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sleggja mín. Við vorum aldrei aðildarþjóð USA en hefðum við verið þá þá hefðum við sjálf þurft að bjarga okkur eins og við gerðum Það var aldrei hungurneyð hér.Þeir hefðu hjálpað vegna eldgosa og flóða en ekki vegna einka banka.

Valdimar Samúelsson, 5.6.2012 kl. 16:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá!

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 16:31

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Seðlabanki ESB þarf að setja prentvélarnar í gang og prenta dag og nótt, því þetta er einungis byrjunin.

Það þarf að prenta svo mikið af  EVRUSEÐLUM, að það mun verða spurning um hvort verður ódýrara til afturendans, EVRUSEÐLAR eða finnskur 3 laga pappír.

Eggert Guðmundsson, 5.6.2012 kl. 16:35

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, ESB kemur til bjargar, eins og hjá unga fólkinu þar: Hér eru atvinnuleysistölur þeirra sem komu út áðan. 51,5% á Spáni sem var með alla lágu Evruvextina sem eiga að bjarga ÍSlandi.

In April 2012, 5.462 million young persons (under 25) were unemployed in the EU27, of whom 3.358 million were in the euro area. Compared with April 2011, youth unemployment rose by 268 000 in the EU27 and by 214 000 in the euro area. In April 2012, the youth unemployment rate was 22.4% in the EU27 and 22.2% in the euro area. In April 2011 it was 20.9% and 20.4% respectively. The lowest rates were observed in Germany (7.9%), Austria (8.9%) and the Netherlands (9.4%), and the highest in Greece (52.7% in February 2012) and Spain (51.5%).

Ívar Pálsson, 5.6.2012 kl. 17:43

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er 4% atvinnuleysi í ESB og Evrulandinu Austurríki.

Það er um 7% atvinnuleysi á Íslandi. þrátt fyrir okkar "elskulegu" krónu, landfótta til ESB landa (ásamt noreg), skólaflótta og leynda atvinnuleysið sem felst í því ef þú ert atvinnulaus lengur en tvö ár ferðu á framfærslu sveitafélagana og af atvinnuleysisskrá.

árangurinn er ekki meira en það Ívar minn.

Þess má geta að það var meiri atvinnuleysi á spáni 1996 þegar þeir voru með sinn eigin gjaldmiðil.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 19:21

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Mann grunar alltaf að höfundur þessa bloggs sé "Devils advocate", fylgi í raun gagnstæðri skoðun en skemmti frekar skrattanum að gamni sínu. Hver sá sem fylgist með þessi dægrin hlýtur að sjá hvað björgunarpakkarnir eru orðnir margir og þunnir og hver á að borga. Þýski sparibaukakarlinn mun ekki gera það.

Ívar Pálsson, 5.6.2012 kl. 21:05

9 Smámynd: Bragi

Það deilir enginn um að einhver vel valin lönd innan evrusamstarfsins standi sig betur en Ísland, enn sem komið er allavega þó það geti hæglega breyst á næstu misserum.

Hins vegar er það nú svo að myntbandalagið í núverandi mynd er engu betra en slakasta landið innan þess.

Ég spyr þig, Hvellurinn: Finnst þér ESB og evran enn álitlegur kostur ef þjóðirnar glata sjálfstæði sinu yfir ríkisfjármálum sínum, líkt og stefnir í? Undir þeim kringumstæðum væri búið að kippa sjálfstæðri peningastefnu burt sem og sjálfstæðum ríkisfjármálum. Það kallar á tilfærslukerfi líkt og er við lýði í Bandaríkjunum, sér í lagi þar sem vinnumarkaður er alls ekki jafn sveigjanlegur og þar, meðal annars vegna menningar- og tungumálamismunar. Þá er bara spurning hvort Þjóðverjar séu tilbúnir í slíkt tilfærslukerfi.

Bragi, 5.6.2012 kl. 21:18

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ívar

Mundi þú þykja sanngjarnt að Þýskaland borgi skuldir Grikkja sem nú þegar hafa fengið 50% afslátt. Þess má geta að íslensk heimli fóru bara 110% leið...... eigum við að krefjast þess að eitthvað annað land borgi AGS lánin okkar?

Í hvaða heimi lifir þú?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 21:24

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bragi.

Þarf ég að minna þig á að krónana er í gjaldeyrishöftum. Er það ásættanleg staða.

Er gaman að borga 60M fyrir 10M lán?

Þessi sjálfstæða peningastefna sem þú talar um sníst um gjaldeyrishöft, gengisfall, vertryggingu, ofurvextir og gríðarlegan vaxtakostnað sem fylgir því að halda úti gjaldeyrisvaraforða.

Nei takk. Ég tek ESB og Evru frammyfir þetta rugl

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 21:31

12 Smámynd: Bragi

Hvellurinn við svar Ívars: Til að evran lifi þurfa Þjóðverjar að taka meiri ábyrgð og hún er orðin nógu mikil núna. Spurningin er hvort þeir gefa sig á endanum eða ekki.

Fullt af þjóðum lifa við einhvers konar gjaldeyrishöft, t.a.m. Indverjar og Kínverjar held ég. Hagvöxtur er mikill þar. Ég er þó ekki að dásama hörðum gjaldeyrishöftum.

Það var algjörlega nauðsynlegt að láta krónuna í höft á sínum tíma vegna hrunsins, þú hlýtur að vera sammála því? Það er eins nauðsynlegt að losna við höftin eins og það var að láta þau á á sínum tíma, hins vegar má það ekki gerast of hratt. Veistu hversu skemmandi höft eru yfirhöfuð? Eg spyr, því ekki veit ég það. Ef við förum alveg yfir á hinn skalann, þ.e. frjálst fjármagnsflæði, þá var það akkúrat það sem rústaði Íslandi og hefur núna rústað evrusvæðinu. Svo má einnig nefna að SÍ er í miðju 1. stigi ferlis við að aflétta höftin, þannig að það er nú ekki eins og það sé ekki verið að gera neitt í þessum málum.

Er gaman að borga 60M fyrir 10M lán segirðu. Ég get hreinlega ekki myndað mér skoðun á verðtryggingunni en einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir að verðtryggð neytendalán eru ekki í boði í öðrum þróuðum ríkjum. Þessu þarf að breyta með einhverjum hætti, er alveg sammála því. En menn verða þó að líta á tímavirði peninga í þessum efnum, ekki bara taka krónutöluna eins og hún stendur á blaði og mynda sér skoðun út frá því.

Fólk tengir gengisfall saman við rýrnun á lífskjörum i hlutfallinu 1:1. Slikt er bull. Verðbólga hefur örugglega hækkað um ca. 50% síðan hrunið varð en kaupmáttur launa hefur "einungis" lækkað um 9%, sem er gífurlega ásættanlegt á hvaða skala sem er þegar litið er á hrun heils fjármálakerfis og gjaldmiðils. Vaxtakostnaðurinn við gjaldeyrisforðann er mjög hár núna, satt er það. En það er enn og aftur eftirköst vegna hrunsins og það má búast sterklega við að forðinn fari minnkandi með árunum, og þar með vaxtakostnaðurinn. Svo kemur myntsláttuhagnaðurinn okkar á móti því að einhverju leyti, því má heldur ekki gleyma.

Ef við ætlum að gefa upp sjálfstæða peningastefnu og þar með leiðréttingar í gegnum gengið verður leiðréttingin í gegnum vinnumarkaðinn, sem er einfaldlega miklu lengra ferli, eins og sést á evrusvæðinu í dag. Slíkt getur ýtt undir mikla pólitíska ólgu, eins og sést á evrusvæðinu i dag. Eru stjórnmálamenn okkar nógu þroskaðir til að takast á við hæga leiðréttingu í gegnum vinnumarkað? Ég held persónulega ekki.

Auk þess hafa auðlindahagerfi, líkt og okkar er og verður alltaf, sóst eftir því að hafa eigin mynt. Telur þú að það sé tilviljun? Sveiflur í okkar gjaldeyristekjum eru og verða alltaf til staðar vegna sveiflandi heimsmarkaðsverðs á fiski og áli til að mynda. Það eru sveiflur sem við ráðum ekki við. Þessar sveiflur hafa valdið sveiflum í gengi krónunnar, sem hafa svo valdið hárri verðbólgu, sem hafa svo valdið háum vöxtum.

Bragi, 5.6.2012 kl. 22:53

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson


 Netherlands Unemployment Rate
 
"The unemployment rate in Netherlands was last reported at 5.9 percent in March of 2012. Historically, from 2003 until 2012, Netherlands Unemployment Rate averaged 5.3200 Percent reaching an all time high of 7.0000 Percent in February of 2005 and a record low of 3.4000 Percent in August of 2008." -http://www.tradingeconomics.com/netherlands/unemployment-rate

Bjarni, hvenær var atvinnuleisið í Hollandi 4%? 2005 var atvinnuleisið "all time low" 3.5%, en þá var atvinnuleisið á Íslandi 2.1% (hagstofan)

Brynjar Þór Guðmundsson, 5.6.2012 kl. 23:07

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Spurt er: Ívar, myndir þér þykja sanngjarnt að Þýskaland borgi skuldir Grikkja sem nú þegar hafa fengið 50% afslátt? Nei, enda stendur það ekki til hjá Þjóðverjum. Þýskum bönkum tókst að koma föllnum skuldareignum sínum yfir á gríska ríkið og gengust síðan fyrir því að ESB lánaði Grikkjum. Sömu þýsku bankarnir töpuðu 3000 milljörðum króna á Íslandi en sögðu ekki múkk, því að betra var að halda stöðu sinni erlendis. Gríska ríkið er á hausnum af ótal orsökum og ein þeirra er ábyrgð á gerðum grískra banka. Grikkland er gjaldþrota, það er staðreynd og ESB mun ekki bjarga því, þar sem fyrri "hjálp" ESB er orðin verðlaus eign. Þar með tóku Evrulöndin tjónið. Nákvæmlega ekkert núverandi Evrulanda mun koma Íslandi til bjargar í vandræðum framtíðarinnar, því að þau eiga fullt í fangi með yfirgengileg vandræði sín í dag.

Ég bendi á Bloomberg, Financial Times, Wall Street Journal og raunar hvaða miðil sem er núorðið, meir að segja RÚV- systurkomma- útvarpið BBC, sem ætlaði aldrei að ná þessu framan af. En gleymdu Fréttablaðinu, halda mætti að Össur hefði skrifað það.

Ívar Pálsson, 6.6.2012 kl. 00:07

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar eitthvað alvarlegt er að heima hjá mér í banka-sjálfsskaparvítis-fjármálavanda, þá er ekki rökrétt og réttlátt í þróuðu velferðarríki, að fátæklingar frá öðrum verr stöddum svæðum á jörðinni eigi að halda mér uppi. Í raun á vel menntað velferðarkerfi að koma fólki í það ástand og á þá braut, að fólk nái sér á beina braut.

Þetta er mín meining í hnotskurn, og hefur ekkert með hægri-vinstri-flokka-klíkupólitík að gera, heldur réttlætis og siðferðiskennd gagnvart öðrum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 00:44

16 identicon

USS USS VERIÐI EKKERT AÐ DERRAST VIР    HVELLINN    HANN ER LÍKLEGAST BÚINN AÐ FÁ   MASTERSGRÁÐUNA  OG ÞÁ FLÆÐIR FRÁ HONUM DJÚPVITRAR LÍFSINS LAUSNIR.(Hann sagði Núma það í bloggi fyrir nokkrum vikum síðan að von væri á Mastersgráðunni.)

Númi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 01:16

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er gaman að borga 60M fyrir 10M lán segirðu. Ég get hreinlega ekki myndað mér skoðun á verðtryggingunni en einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir að verðtryggð neytendalán eru ekki í boði í öðrum þróuðum ríkjum

Ástæðan fyrir því að hér er verðtrygging er vegna krónunnar. Það þorir enginn að lána í þessum glataða gjaldmiðli án þess að vera með belti (ofurvextirnir) og axlabönd (verðtrygging).

Við inngöngu í ESB og upptöku Evru breytist þetta svona betur fer.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 08:20

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ívar

Afhverju spurðir þú þá "hver á að borga?" 

Er ekki sanngjarnt að þeir borgi sem stofnuðu til skuldarinnar?

 "Þýskum bönkum tókst að koma föllnum skuldareignum sínum yfir á gríska ríkið"

Ég verð bara að spyrja hvað í anskotanum er "skuldareign".. skuld og svo eign eru gagnstæður. Get ekki ímyndað mér hvað skuldareign sé.

 "Gríska ríkið er á hausnum af ótal orsökum og ein þeirra er ábyrgð á gerðum grískra banka."

Nú ertu að rugla saman. Það var engin bankaútrás í Grikklandi. Engir útrásarvíkingar. Ástæðan fyrir því að Grikkland er á hausnum er vegna ríkisfjármála. Stjórnmálamenn hafa eytt um efni framm. 

 Það er nokkuð þreytandi til lengdar að þurfa sífellt að fræða þessa NEI sinna aftur og aftur.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 08:27

19 identicon

HANA-NÚ OG HAFIÐI ÞAÐ MASTERSGRÁÐUHVELLURINN HEFUR SVARAÐ.

Númi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:32

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

áhugaverðar upplýsingar fyrir ykkur

Why is Greece in trouble?

Greece was living beyond its means even before it joined the euro. After it adopted the single currency, public spending soared.

Public sector wages, for example, rose 50% between 1999 and 2007 - far faster than in other eurozone countries.

And while money flowed out of the government's coffers, its income was hit by widespread tax evasion. So, after years of overspending, its budget deficit - the difference between spending and income - spiralled out of control.

When the global financial downturn hit, therefore, Greece was ill-prepared to cope.

Debt levels reached the point where the country was no longer able to repay its loans, and was forced to ask for help from its European partners and the International Monetary Fund (IMF) in the form of massive loans.

In the short term, however, the conditions attached to these loans have compounded Greece's woes.

http://www.bbc.co.uk/news/business-13798000

Að sjálfsögðu er ekki minnst orði á "hina miklu Grísku bankaútrás" enda var hún aldrei til.

Ívar veit bara ekki betur. Ofheimhóttarlegur. Hann heldur að orsok kreppurnar hérna yfirfærist á allan heiminn. 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 6.6.2012 kl. 10:08

21 identicon

OHHH,, HANN ER SVO GÁFAÐUR MASTERSGRÁÐU-HVELLURINN.

Númi (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband