Þriðjudagur, 5. júní 2012
Hræðilegur árangur.
Þetta er alltof litill árangur. Við getur ekki einusinni greitt erlenda vexti með þessu. Þetta þýðir bara að krónan mun aldrei styrkjast og við getum ekki aflétt gjaldeyrishöftin.
Þetta er vinstri stjórninni að kenna og álit VG á atvinnulífinu.
Ef hér væri fleiri gagnaver og álver þá væri hér meiri útflutningstekjur.
hvellurinn
![]() |
Vöruskiptin hagstæð um 200 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ákvað að skoða ársyfirlit frá Hagstofu og komst að eftirfarandi...
Í eftirfarandi töflu um samanlagt verðmæti inn- og útflutnings frá 1999 - 2011 get ég séð að ísland var rekið á tapi milli 1999 - 2008; öll þau ár sem Sjálfstæðis/Framsókn eru í stjórn + Þegar Sjálfstæðis/Samfylking mynda bráðarbyrgðarstjórn. Stundum erum við að tala um 5-10 miljarða, stundum vel yfir 100 miljarðar en það var stöðugt tap.
Það var ekki fyrir en 2009 sem útflutningur fer yfir innflutningskostnað. 2009 sá hagnað uppá kringum 90 miljarða, 2010 sýndi 120 miljarða í plús og 2011 var um 100 miljarðar. Útreiknaður hagnaður af janúar-apríl, fyrir 2012 eru rúm 28 miljarðar.
Til að fá upp tölur sem ná lengra aftur í tímann, þarf ég að grafa upp Innflutning í CIF (sem er FOB + viðbættur kostnaður) Þar sé ég að Ísland hefur stöðugt verið rekið með halla allt frá 1996, eða út allt tímabilið sem Sjálfstæðisflokkur + Framsókn var í stjórn.
Ég skil að þú sért ekki ánægður með núverandi ríkistjórn og ég hef ekki mikla ást yfir henni sjálfur en í guðs bænum vertu ekki með óþarfan rógburð yfir málefni sem þú greinilega veist ekkert um.
Einar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 10:35
Já, svo gleymdi ég að henda inn hlekk til að leyfa ykkur að skoða sömu tölur.
Þið getið farið hingað og leikið ykkur með að skoða þau gögn sem eru í boði. Ég valdi að skoða "Útflutningur alls í FOB" + "Innflutning alls í FOB" (getur líka valið "Vöruskiptajöfnuður til að sjá samanburð") og valdi svo að skoða öll árin í einu. Smellið svo á "PC-Axis" til að fá lesanlegri töflu.
Einar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 11:00
Það stendur vissulega upp á ríkisstjórnina að styrkja atvinnulífið meira, en ástæðurnar fyrir því að uppbyggingin gengur svona hægt eru fleiri. Álverð er til að mynda lægra núna en fyrir aldarfjórðungi (að teknu tilliti til verðbólgu) svo að álframleiðendur eru tregir til að hefja byggingu nýrra bræðslna. Jafnframt er jarðgas orðið fremur ódýrt í Bandaríkjunum svo að í mörgum tilvikum er hagstæðara að nota það til kælingar fremur en að leita til fjarlægra landa um ódýra orku.
Birnuson, 5.6.2012 kl. 11:15
Einar
Þú ert að skoða göng þegar krónan var alltof hátt skráð.
Einfaldlega ekki sambærilegar tölur
epli og appelsínur
Þess má geta að ein af halstu útflutningtekjum þjóðarinnar í dag er álið. .. það má þakka xd og xb. Ef VG fengi að ráða þá væri fjallagrösin plan B
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 13:20
Birnuson
Álfyrirtækin eru ekki treg að byggja upp ný álver.
Álverið sem átti að koma á BAkka fór til Kína og mengur núna hundraðfallt meira.
Þökk sé "umhverfissinnuðu" VG
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.