Kerfið gefur vel af sér.

Sjávarútvegurinn er yfirleitt baggi á skattborgurum heimsins en ekki auðlind. Sjávarútvegurinn er ríkisstyrktur í ESB og þar fylgir mikil afveiði.

Hér er sjávarútvegurinn sjálfbær. En ekki bara það. Heldur er hann að raka inn gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð.

Þess vegna þarf að fara mjög varlega þegar á að breyta kerfinu. Það á alls ekki að umbylta kerfinu á einu kjörtímabili.

Hin svokallaða sáttarleið var áhugaverð. Ásamt örðum hugmyndum sem eiga að ríkja sátt um.

En þessi "pottaleið" er feygðarflan.

hvellurinn


mbl.is Lengra útgerðarhlé mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess vegna þarf þessi hryðjuverkaríkisstjórn að fara frá. Með óvissu er hún búinn að valda stöðnun í samfélaginu í rúm 3 ár!

Björn (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 19:35

2 identicon

Því miður koma útgerðarmenn með eins lítið af gjaldeyrinum til landsins og þeir mögulega komast af með. Þeir eru sem sagt ekki til í að taka þátt í uppbyggingu hagkerfisins, heldur snýst þetta fyrst og síðast um rassgatið á þeim sjálfum.

Það er búið að hlaða undir þá með kvótagjöfum, framsalsheimildum, veðsetningu og ýmsu fleiru en nú þegar þjóðin þarf svo virkilega á því að halda að fá eitthvað út úr þessari auðlind þá haga þeir sér með þessum svo lágkúrulega hætti. 

Ég vil útgerðarmönnum bara gott eitt og ég er ekki að segja að hugmyndir ríkisstjórnar um auðlindagjaldið sé sú rétta, en það verður að taka til í þessu kerfi og það er ljóst að það verður ekki gert með sjálfstæðismenn í ríkisstjórn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:49

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða kerfi? Kvótakerfið íslenska er fyrirmynd útí heimi.

Eitt það fá sem við höfum gert til fyrirmyndar (jafnvel eina)

hvellur

Sleggjan og Hvellurinn, 4.6.2012 kl. 21:52

4 identicon

Ljóst er að stýra verður fiskveiðum og hefur núverandi kvótakerfi af mörgum þótt heppilegt til þess og af sumum talið til fyrirmyndar þó fáir eða engir hafi tekið upp eftir okkur í þeirri mynd sem við þekkjum.

Það er þó ekki sóknarstýringin sjálf sem er stærsta vandamálið heldur það eignarhald sem myndast hefur á réttinum til veiða. Ég hef enga snilldarlausn á með hvaða hætti þetta ætti að vera og er ekki sérlegur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, en veit þó að frá því að kvóti var endanlega settur á til fiskveiðistjórnunar (N.B. byrjað var að kvótasetja ýmsar tegundir á áttunda áratugnum) þá hefur lagasetning til hinna ýmsu breytinga í kerfinu leitt til þess að kvótinn hefur færst á færri hendur og virðist vera þar ósnertanlegur. Á sama tíma er ósköp lítið sem veiðirétthafar skila beint til ríkissjóðs fyrir þau forréttindi sem þeir hafa. Þeir geta greitt meiri skatta en kjósa frekar að skuldsetja fyrirtækin til að komast hjá skattheimtu með afskriftum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú kemst ekkert hjá því að greiða skatt með afskriftum. Hvernig gengur það fyrir sig? Ef eitthvað er þá geta afskriftir leitt til tekjuskatts.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.6.2012 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband