Sunnudagur, 3. júní 2012
Ólafur veit ekki betur.
Til upplýsingar fyrir Ólaf þá Er Írland með Evru svo eru Danir með Evru í þeim skilningi að þeirra gjaldmiðill er fastur við Evruna.
hvellurinn
![]() |
Eðlilegt að gefa upp afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já og sænska krónan hefur fallið umtalsvert gagnvart evrunni undanfarin ár og Svíar því langt frá því að vera hressir með gjaldmiðilinn.
Óli heldur áfram í politíkinni, það eitt er víst.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 21:56
Það þarf einhver að benda honum á þetta hérna kort.
http://en.wikipedia.org/wiki/Eurozone
Einnig sem að Eistland tók einnig upp Evruna um áramótin. Það er líka land í norður Evrópu.
Jón Frímann Jónsson, 3.6.2012 kl. 21:57
Fyrir þá sem ekki vita nota bæði Færeyingar og Grænlendingar danska krónu, (þessa sem er kyrfilega bundin við evruna). Færeyingar mega þó ráða myndefni á peningaseðlunum, (á þeim má sjá hrút á fjalli). Mér skilst að gjaldmiðlar Lettlands og Litáens séu líka bundnir við evruna í ERM2, eins og danska krónan. Pólland stefnir að upptöku. Sumir telja reyndar Þýskaland og Benelúxlönd til Norður-Evrópu (a.m.k. miðað við Miðjarðarhafslöndin). Svíþjóð bað aldrei um undantekningu (opt-out) frá Maastricht-samningnum eins og Danmörk og Bretland fengu. Þeir eru því í raun skyldir til að innleiða evruna um leið og aðstæður leyfa.
Sæmundur G. Halldórsson , 3.6.2012 kl. 22:46
ÓRG þurfti að fara í LAN101...
Eva franska (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 22:52
Samu: Færeyingar mega þó ráða myndefni á peningaseðlunum, (á þeim má sjá hrút á fjalli).
Og er það eini munurinn?
Hvað mun þá breytast ef þessi myndskeyting yrði innleidd á Íslandi?
Samkvæmt röksemdafærslu þinni: nákvæmlega ekkert.
En þar ertu líka kominn að kjarna málsins, sem flestir evrusinnar hafa ekki náð ennþá og eiga algjörlega eftir að átta sig á í hinu almenna tilviki.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2012 kl. 01:40
Við mundum fá stöðugari gjaldmiðil.
Ég vill minna þig á að krónan féll um helming í hruninu.
Og hefði fallið meira ef við hefðum ekki gripið til gjaldeyrishafta.
"hvað myndi breytast? ertu að grínast eða?"
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 4.6.2012 kl. 08:38
Þeir sem læsir eru á baunverska tungu skilja af því sem fram kemur í texta danska seðlabankans að verðgildi færeyskrar gagnvart danskri krónu er 1/1; seðlabankinn prentar sérstaka seðla (með myndskreytingu og áletrun á færeysku); myntir eru hinar sömu og í Danmörku; færeysku seðlarnir eru ekki gildir í Danmörku (en fást skipt 1/1 fyrir venjulega danska seðla):
Trykning af færøske pengesedler sker i henhold til lov om pengesedler mv. på Færøerne fra 1949. Ifølge loven skal Nationalbanken fremstille særlige færøske pengesedler med tekst på færøsk, men i øvrigt med samme værdier og i samme formater som de sedler, der udsendes i Danmark.
Møntenheden er 1 króna, og værdiforholdet til danske pengesedler er 1:1. De færøske pengesedler er i Danmark at betragte som udenlandsk mønt. De er således ikke lovligt betalingsmiddel i Danmark, ligesom de danske sedler ikke er lovligt betalingsmiddel på Færøerne. De færøske sedler ombyttes imidlertid vederlagsfrit til danske sedler af Nationalbanken, og danske sedler veksles ligeledes frit til færøske pengesedler på Færøerne. Mønterne på Færøerne er de samme som Danmark.
Sæmundur G. Halldórsson , 4.6.2012 kl. 22:17
http://www.nationalbanken.dk/DNDK/money.nsf/side/Faeroeernes_nye_seddelserie!OpenDocument
Hér sjást nýjustu mótívin af færeyskum seðlum. Eldri seðla er hægt að finna undir "Tidligere færøske pengesedler".
Af alkunnri snilligáfu sinni lagði Árni Johnsen fram á Alþingi tillögu um að Íslendingar tækju upp færeyska krónu. Þvílíkt snilldarbragð hafði engum já-sinna hugkvæmst. Þar sem færeyska krónan = dönsk króna; danska krónan er bundin við evruna í ERM2 prógramminu þá fengjum við evruna bakdyramegin án þess að Árni J. eða hlustendur Útvarps Sögu tækju eftir því!
Sæmundur G. Halldórsson , 4.6.2012 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.