Föstudagur, 1. júní 2012
Sammála Pétri. Eini af fáum með viti í stjórnarandstöðunni.
Það er leiðinlegt að benda á það augljósa.
Það er ennþá leiðinlegra þegar fólk þykist ekki sjá það augljósa (eða sjá það einfaldlega ekki)
Það er ekki til peninar í að fólk hætti að vinna 65 eða 67. Sorry.
Ef þú vilt hætta að vinna snemma þá hefur þú 50ár að spara. Með vöxtum og vaxtavöxtum.
Við þurfum að vinna lengur útaf við eigum ekki pening í meira.
Svo hefur meðalaldur hækkað ítrekað. Og þessi þróun heldur áfram.
Að hækka lífeyrisaldurinn er rökrétt þróun og eitthvað sem aðrar vestrænar þjóðir eiga að íhuga alvarlega.
hvellurinn
![]() |
Ellilífeyrisaldur sennilega upp í 70 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert greinilega ekki í launaðari fullri dagvinnu. Svona tala einungis letiblóð.
Dagga (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 00:01
Já. VIð skulum endilega vera þrælar fram í gröfina.
Þvílík helvítis vitleysa er þetta....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 00:14
Þetta er síðuhaldari. Sennilega sídrukkinn af öllu að dæma.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 02:42
Ég er þér sammála Jón Steinar, þvílíkt bull.
Ég sé engan tilgang með að vera að greiða í lífeyrissjóð ef hækka á lífeyrisaldur í 70 ár hvað þá meira. Það mundi aðeins þýða að við værum að greiða í sjóð, til að fyrirtækin væru að höndla með það fé að vild en fólkið sem á peninginn fær ekki einu sinni aðstöðu á hjúkrunarheimilum án þess að greiða fyrir okurverð. Nú þegar veit ég um marga sem langar til að fara inn á hjúkrunarheimili en veigrar sér við því vegna þess að allir peningar eru teknir af því, fólk hefur eitthvert smáræði í vasapening. Það er meiri segja þannig að ef það koma aukagreiðslur t.d. orlofsuppbót á greiðslur Tryggingastofnunar þá er sú viðbót einnig tekin upp í greiðslur til elliheimilanna.
Því segi ég burt með allar innborganir í lífeyrissjóðina ef þeir geta ekki staðið við þær greiðslur sem um var samið í upphafi, og leyfið fólkinu að nota þá peninga til að brauðfæða sig og sína, þessar greiðslur eru hvort sem er hluti af launum fólks.
Sandy, 2.6.2012 kl. 07:31
Ef eitthvað er þá er almennt frekar neikvætt fyrir hamingju fólks að hætta að vinna á hefðbundnum eftirlaunaaldri.
Ekki vera rasshaus Jón Steinar.
Páll Jónsson, 2.6.2012 kl. 09:05
Jón Steinar
Til hamingju með þína rannsóknarvinnu. Þú kannt að gúgla. En svo þú vitir þá er þetta ekki við. Hvorki sleggjan né hvellurinn.
En þetta er hann Bjarni vinur okkar. Hann kallar sig Þruman. Alveg einsog heimasíðan segir. thruman.blog.is. Bjarni er þrumann. En hann er hættur að blogga. Hann var aldrei mikill bloggari þannig séð. Kom með eina og eina færslu. Hann er meira fyrir að horfa á enska boltann eða eitthvað sem ég skil ekki.
Eftir stendur að þú hefur ekki hugmynd um hver hvellurinn og sleggjan er.
Svona er lífið.
Ég vill halda nafnleynd einsog er. Það hefur verið hótað mér líkamsmeiðingum og kærum fyrir landráð og annað slíkt. Umræðan er svo heit einsog er.. kannski er fólk ennþá ringlað eftir hrunið eða eitthvað. En það mun enda með því að ég stofna mín eigin bloggsíðu undir fullu nafni.
Einsog ég var með árin 2007-2009
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 09:11
Þið eruð þá hvað? Haffi og Reynir? Af hverju er Bjarni hafður ábyrgðarmaður á ykkar bloggi?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 10:04
Páll: Talandi um rasshausa. Fólk sem hefur þrælað alla sína tíð og greitt sín gjöld, hefur unnið sér til réttar að draga við sig í vinnu eða hætta með reisn. Ekki 4 árum áður en meðalaldurinn endar. Það hefur greitt sína gjöld á þessum forsendum og það yrði hreinn þjófanður að neita því um það.
Vinnumarkaðurinn tekur ekki við fólki á þessum aldri og fæst af því getur ráðið við fulla vinnu eftir að hafa slitið sér út alla ævi. Íslendingar leggja að baki flestar vinnustundir per capita í heiminum, svo það segir sig sjálft hvert réttlætið er í þessu.
Ábyrgðarleysi, áhættufíkn og alger sóun fjár hjá lífeyrissjóðunum er ástæðan fyrir að þessi brjálæðislega ávöxtunarkrafa er uppi, (Líklega sú hæsta í heimi.) ekki þessir þúsundkallar sem fólk fær til baka af því sem það hefur lagt inn í þessa sjóði til efri ára. Þannig var kerfið hugsað í upphafi. Það felst í orðinu "lífeyrissparnaður" ef það hefur farið fram hjá þér.
Þetta hefur ekkert með batnandi heilsu að gera eða það að fleiri verða eldri. Allir leggja í púkk og hluti fellur frá áður en hann nýtur sparnaðarins. Það er hluti samtryggingarinnar.
Þetta er þessi rétt rúmi helmingur þjóðrinnar, sem vinnur fyrir hinum. T.d. þessum sem halda þetta blogg.
Pétur hefur alltaf viljað stela þessum peningum og talað um fé án hirðis. Pétur þessi er guðfaðir Bjarna Ármanns í útrásarbrjálæðinu, en Bjarni Ármann stofnaði einmitt "fjárfestingarfyrirtæki" í tengslum við sjóðina sem tóku að sér það göfuga hlutverk að ávaxtaspaarnað lífeyrisþega. Ef hann tapaði á áhættunni, þá var það tap sjóðanna en ef hann hagnaðist, þá var sá hagnaður færður í bókhald "fjarfestingarfyrirtækisins" sem síðan borgaði Bjarna feita bónusa.
Lífeyrissjóðirnir voru rændir hérna og það eru bara "rasshausar" sem telja það lausn að ræna eigendur þeirra enn frekar til að leiðrétta skaðann.
Ég reikna þó ekki með að þið skiljið þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 10:23
En svona í fullri alvöru strákar...óttist þið virkilega ákærur um landráð?
Ég hef verið á þessu bloggi í 7 ár og hef alltaf komið fram undir fullu nafni og aldrei óttast neitt. Ég hef þó fengið hótanir og níð enda hef ég ekki valið mér málefnin eftir þægindastigi, heldur sannfæringu. Ég hef fengið hótanir um málsóknir í pólitík og ofbeldi og dauða frá ofurkristnu fólki. Á ég að óttast það?
Eruð þið algerir heiglar eða er sannfæringin og sjálfsvirðingin ekki dýpri? Er það ekki frekar malið að þið eruð tröll og viljið hafa skotleyfi á fólk úr launsátri?
Hvort sem það er, hvað segir það um ykkur?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 10:35
ég skil þetta mæta vel
óráðsía lífeyrissjóðanna var gríðarleg og ég er mjög sátt við rannsóknarnefnd þess efnis.
en staðreyndin er sú að það er enginn peningar í að halda þessu svona áframm.
http://www.vb.is/skodun/72501/
lestu þessa grein og ég vona að þu skiljir þetta.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 10:35
heiftin hjá NEI sinnum er það mikil að við höfum verið hótað ofbeldi og jafnvel dauða.
við blogguðum um það fyrir mánuði síðan og linkuðum í alvöru ummæli sem rökstuðning. Svo eg svari þér Jón þá tek ég mark á hótunum. Þó að þú gerir það ekki.
Ef þú túlkar það að taka mark á alvarlegum hótunum er bara aumingjaskapur þá er það bara þín skoðun.
en ég deili þeim ekki.
Þú ert í NEI sinna hópnum og ert þá nokkuð save. Þessi gríðarlega heift kemur úr þínum ranni. og þar af leiðandi skilur ekki afstöðuna okkar.
We Degree to Disagree... málið dautt
hvellurinn
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 10:39
Strákar: Það eru nægir peningar til. Þetta er áróður til að réttlæta frekara rán. Áróður fyrir því að ekkert þurfi að laga í rekstri og óráðsíu sjóðanna. Þetta eru peningar foreldra ykkar. Peningar Afa ykkar og ömmu, sem lagðir voru inn í góðri trú.
Lífeyrisjóðakerfið hefur verið eyðilagt fyrir spillingu og það bjargar því ekki að bjóða upp á áframhaldandi spillingu. Þessi ávöxtunarkrafa er að sliga kerfið og hún er komin til vegna spillingar og græðgi. Svo er fólk skyldað samkvæmt lögum að legga þessum sjóðum fé.
Réttast væri að leysa kerfið upp, taka af skyldu og gera hverjum manni frjálst að leggja til efri áranna í sérsjóðum. Greiða okkur út sparnaðinn og leyfa okkur að ávaxta hann. Þeir sem ekki hafa þessa fyrirhyggju verða þá bara að sætta sig við krappari kjör í ellinni. Það eru einstaklingarnir sem eiga þessa peninga en ekki sjóðirnir.
Varðandi tilhöfðun Páls til tilfinninga hér að ofan, þá má upplýsa hann um að engin er neyddur til að hætta að vinna áeftirlaunaaldri. Það er vinnumarkaðurinn sem stýrir því hverjir vinna og hverjir ekki. Ég starfa hér með mörgum sem eru komnir á áttræðisaldur. Þeir gera það af því að það býðst og af því að það kann betur við að vera á vinnumarkaði en heima og ekki síst af því að það á val og getur það, sem er meira en margir geta sagt.
Lífeyrisgreiðslur lækka við þetta en innkoman er oft ívið betri, svo þeir sem geta leyft sér þetta taka ekki frá neinum og eru í raun að borga með eim sem minna mega sín, viljandi.
Hér er enginn rekinn heim ef það eru not fyrir hann. Hér er heldur enginn neyddur til að vinna fram á grafarbakkann ef hann svo ekki kýs. Ekki enn allavega.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 10:48
Hmmm? Það segir nú ýmislegt um ykkur að halda því fram að þeir sem ekki eru á sama máli og þið sé ofbeldisfólk og brjálæðingar með tölu. Hef ég sýnt ykkur heift? Reyni ég ekki að bera rök fyrir mínu máli og halda uppi eins siðuðum málflutningi og unnt er miðað við það sem hér birtist t.d.
Þið eruð engir eftirbátarí að brennimerkja alla fífl, sem ekki fylgja ykkr að máli og sýið svo oft þann dónaskap að svara út í hött, þegar fólk reynir þó að ræða við ykkur. Látið eins og illa haldnir af cognitive dissonance eins og trúfólkið sem neitar að horfast í augu við að frelsarinn kom ekki á þeim tíma sem þeir spáðu.
Ef þið viljið kljúfa andstæða póla í málum í einhverskonar skilgreiningu fótboltaliða, þá er von að umræðan skuli ekki ná hærra þroskastigi. Nei-sinnar og Já sinnar? Er ekki dýpra á þessu en það?
Hvað finnst ykkur um málflutning þeirra stuðningsmanna ESB sem hér eru og hafa haft sig í frammi? Ómar Bjarki, Jón Frímann, Steini Briem, já og Sleggjan og Hvellurinn? Er hann beint öfgalaus og agaður?
Hvað um Davíð Þór Jónsson, Þorvald Gylfason og Eirík Bergmann (sem gekk svo langt að kalla heimóttalega ættjarðarást neo nasisma og líkti ESB andstæðingum við hugsjónir norska fjöldamorðingjans)
Andið bara í gegnum nefið strákar eða í bréfpoka, ef því er að skipta. Ef þið viljið ræða málin á öfgalausan hátt og án stóryrða, þá byrjið að taka til í eigin ranni. Leggið vinnu í bloggin, leitið upplýsinga. Þetta er einlæg hvatning mín.
Reynið nú að rísa yfir Halla gamla og Hrólf Hraundal.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 11:00
Hér er athugasemd frá ykkur við blogg sem leggur út af síðustu skoðanakönnun í forsetakosningum:
"ólafur er sigurstranglegur.
einfaldlega vegna þess að mótframbjóðendur eru of slakir.
enginn nógu góður
þó að það væri fjöldi fólks sem undi baka ólaf."
Finnst ykkur þetta smart?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.6.2012 kl. 11:07
jón þú hefur ekki verið með hótanir. svo betur fer. en aðrir hafa verið með hótanir. en svo betur fer eru vel flestir ekki með hótanir.
en því miður eru mjög fáir málefnalegir
"Réttast væri að leysa kerfið upp, taka af skyldu og gera hverjum manni frjálst að leggja til efri áranna í sérsjóðum. Greiða okkur út sparnaðinn og leyfa okkur að ávaxta hann. Þeir sem ekki hafa þessa fyrirhyggju verða þá bara að sætta sig við krappari kjör í ellinni. Það eru einstaklingarnir sem eiga þessa peninga en ekki sjóðirnir. "
ég er sammála þessu
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 11:28
Ég er að horfa á umræðuna á Íslandi "utanfrá" og er komin á þá skoðun að það er engin umræða í gangi. Það væri miklu nær að lýsa þessu þannig að í stað þess að ræða saman standa menn og öskra hver á annan. Engin málefnaleg umræða heldur er stanslaust hjólað í persónur í stað málefna, röksemdirnar á báða bóga svo öfgakenndar og vitlausar að maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta. Eins og gerist og gengur veltir maður því fyrir sér hvort maður eigi að flytja til baka en í augnablikinu verð ég að segja að mig langar ekki heim, ég sé ekki betur en að þjóðfélagið sé alvarlega sjúkt.
Einar Steinsson, 2.6.2012 kl. 14:22
Þá vill ég nú frekar HÆTTA að borga í svona sjóð, fá endurborgað og geyma peninginn heima!
Anepo, 2.6.2012 kl. 17:20
Rétt hjá Einari
Umræðan hér er oft á mjög lágu stigi.
Og það er slæmt að umræðan hér skuli halda góðu fólki einsog Einari frá því að flytja aftur til Íslands.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 18:11
Hvað með tvöfaldann gjaldmiðil?!
Við notum krónuna okkar til almenns reksturs samfélagsins og svo geimum við allann sparnað í silfri! Ef sparnaðurinn væri silfraður værum við í góðum málum í hvert sinn sem kæmi kreppa og svo héldi þetta góðu jafnvægi þess á milli, því ekki er hægt að prennta silfur!....svo náttúrulega ef að krónan færi að dala, hækkar bara gildi sparnaðarins.
td. eru tyrkir með þeim best settu um þessar mundir...almenningur í Tyrklandi á meira gull en seðlabanki landsins...þau eiga meira gull en seðlabanki þjóðverja!!!...langar eitthvern til að reikna út hvað meðal Tyrki er búinn að græða á gullinu sínu síðustu 4 árin?!...hvað ætli gull hafi hækkað um mörg hundruð prósent frá 2008?!
Króna+silfur held ég að myndi gefa okkur það stöðuga ástand sem ég held að flestir vilji!
Kveðja Andri Sig.
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 19:01
Mig langar til að bæta aðeins við þetta.
Ég held að þessi umræða um að taka upp annann gjaldmiðil sé á villigötum...málið er að við þurfum ekki annann óraunverulegann gjaldmiðil í staðinn fyrir okkar óraunverulegu krónu....það sem við þurfum, er að gera sparnaðinn raunverulegann, ss. að veruleikatengja hagkerfið svo að gerfiflökt krónunar skipti okkur minna máli.
Ég tel glapræði að reyna að tryggja framtíðina með áletruðum pappír sem hefur ekkert raungildi fyrir utan pappírskostnaðinn.
Kveðja aftur Andri Sig.
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 20:59
silfur væri fiínt eftir keppu enda gull og silfur hækkað gríðarlega.
hann það var ekki mikið um hækkunir á þessum hlutum í góðærinu.
verð á gullis veiflast einsgo hvað annað
Apple hefur hækkað um 30 prósent á þessu ári. hefði verið fínt að fjárfesta í því.
gull er spámenska í sjálfum sér.
þó ég skil rökin þín. það er til að mynda lögmundið að lífeyrissjóðinrir hækka um þjrú komma fimm prósent á ári.. að raunvirði. getur gullið eða silfrið staðað undir því..... stórefa það.
Nixon afnumdi gullfótinn og ég tel það hafa verið mistök.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2012 kl. 23:27
VINSAMLEGAST FARIÐ GÆTILEGA Í´´HVELLINN´´HANN ER AÐ FÁ EÐA ER BÚINN AÐ FÁ M A S T E R S G R Á Ð U N A,,NÚ ER HANN ORÐINN EKKERT ANNAÐ EN STÓR-SNILLINGUR OG ALVITUR Í ÞOKKABÓT.
Númi (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 00:09
Jón Steinar: Umræða um lífeyrissjóði er góð og gild. Flott að taka þátt í henni. Að elta uppi fyllerísmyndir á facebook til að reyna að gera lítið úr fólki er hins vegar lélegt.
Páll Jónsson, 4.6.2012 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.