Fimmtudagur, 31. maí 2012
Fækkun útibúa er jákvæð þróun.
Fækkun útibúa leiðir til minni kosntaðar hjá bankanum. Sem leiðir til þess að bankinn fær meiri svigrúm til þess að bjóða hagstæðari vexti.
Til hagsbótar fyrir almenning.
hvellurinn
![]() |
Útibúum hríðfækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hagræðing er góð og hið besta mál að draga úr kostnaði. Hitt er öllu verra að á litlu stöðunum úti á landi (þar sem útibúin bera sig ekki) er oft um meiri þjónustuskerðingu að ræða en bara það að komast ekki í bankann á hverjum degi. Víða eru ekki hraðbankar og engin áform að setja slíkt fyrirbæri upp í stað útibúsins. Á mörgum þessarra staða er nettengingin heldur ekki upp á það besta. Hvernig þætti þér að búa við það að þurfa að fara um tuga kílómetraleið, yfir fjallvegi til að komast í banka, pósthús eða til læknis? Er það endilega víst að það sé hagræðing og heppilegt að þurrka út heilu byggðirnar á þennan hátt og stefna öllum á örfáa bletti á landinu? Ef við förum á annað borð að reikna út hagræðinguna af því, erum við þá örugglega tilbúin til að horfast í augu við afleiðingarnar?
Dagný (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:14
Fjármálastofnanir eiga ekki að vera með sína eigin byggðarstefnu.
Bankaútibú er ekki grunnþjónusta hjá almenningi og það er rangt mat hjá þér að setja bankaútibú í sama flokk og heilsugæslu.
Ég er fylgjandi góðri byggðarstefnu hinsvegar.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2012 kl. 09:25
Þetta var upptalning á þjónustu sem gjarnan er dregin saman "í hagræðingarskini", ég var ekki að setja þetta í neina aðra flokka. Spurningin stendur samt eftir: Ef við förum út í það að reikna alla þessa hagræðingu til enda, hvort sem hún er hjá opinberum eða óopinberum aðilum, er það endilega víst að útkoman sé hagstæð fyrir þjóðfélagið?
Dagný (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 12:30
Það er vitað mál að markmið fyrirtækis er að hámarka sinn eigin hagnað.
Stjórnmálamenn eiga að hámarka hagsæld þjóðfélagsins.
Og þeir eru ekki að gera það einsog er að mínu mati.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 31.5.2012 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.