Áhugverður punktur.

Í þessari makríldeilu við ESB og Noreg þá getur ESB engöngu sett á okkur viðskiptabann með makrílinn sjálfann en ekki aðrar sjávarafurðir.

 En það er ekki áréttað skýrt í greininni.

Það er ávalt hægt að túlka lög þannig að það sem er ekki sérstaklega bannað sé leyfilegt.

Dæmin sanna það.

hvellurinn


mbl.is Brýtur gegn EES-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju semja íslendingar ekki um makrílinn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.5.2012 kl. 08:38

2 identicon

Það hefur auðvitað verið reynt að semja. ESB og Ísland/Færeyjar gátu einfaldlega ekki komist að samkomulagi um skiptingu kvóta.

Nú veit ég ekki hvort Íslendingar hafi verið sanngjarnir í þeim viðræðum, en miðað við það sem maður hefur lesið virðist ESB algjörlega ignore-a þau sjónarmið að makríllinn er byrjaður að eyða stærri og stærri tíma innan okkar lögsögu og virðist vilja helst veiða eins og svo sé og hafi aldrei verið.

Gunnar (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 08:49

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gaman væri að fá stutt yfirlit yfir sögu þessara makrílveiða til að átta sig á málinu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.5.2012 kl. 08:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

LÍÚ byrjaði að veiða makríl fyrir4-5 árum. þeir hafa farið úr 0% veiða af heildarstofni uppí það að hrifsa til sín og ryksuga upp uþ.b. 1/4-1/5 heildarveiðikvótans.

Afhverju LÍÚ vill ekki semja? Græðgi aðallega ástæðan. Sama ástæðan og afhverju þeir vilja ekki borga fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðrinnar.

þetta er ekki í fyrsta skipti sem LÍU beitir þessar taktík varðandi sameiginlega stofna fjölda ríkja. Skemst er að minna kolmunnanns. þeir rústuðu honum með alveg sömu taktík.

Aðalmarkmiðið er hjá LÍÚ að komast í lögsögu annarra ríkja til að veiða. það er aðalmarkmiðið. þeir vilja kúga mótaðilanna með því að hóta að útrýma stofninum - og fá þannig aðgang að lögsögu þeirra. LÍÚ hefur sýnt að þeir hika ekki við að útrýma stfninum í kúgunartilburðum sínum. Hika ekki við það. það vita skotar og írar enda stutt síðan LIÚ rústaði kolmunnanum glóbalt.

Inní þetta ákv. tilfelli núna gæti vel spilað að LÍÚ vill stofna till illanda við Evrópu vegna Aðildarsamningaviðræðna.

Varðandi tal þessa lögfræðings um ,,löndunarbann" - að þá verður það líklega ekki þannig að það verði algjört bann. það verður sennilega þannig að ýmis gjöld verða lagðar á innflutning frá Íslandi til Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2012 kl. 09:15

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar ég held að þú ættir að hætta að tjá þig um sjávarútveg, þú veist nákvæmlega ekkert um hann og blint hatur þitt á LÍÚ er brjóstumkennanlegt.

Tilfellið er að makríllinn er að éta um 4 milljónir tonna af fóðri frá öðrum fiskum í vistkerfi íslensku lögsögunnar yfir sumartímann. Menn hafa ákveðnar áhyggjur af afráni hans í öðrum nytjastofnum, t.d. núna þegar þorsklirfur eru á kviðpokastigi, í yfirborði sjávar og því auðveld fæða fyrir svanga maga.

Yfirlit yfir söguna er þannig að þessi fiskur hefur verið að flækjast um lögsöguna í mis miklu magni í gegnum tíðina. Sjóli og Venus voru trúlega fyrstir í að reyna beina veiði á makríl í "nútíma" eða um 1998, þá úti í Rósagarði. Síðan hefur þetta undið upp á sig, meðafli í norsk íslenskri síld síðan 2004 og verið skráð (að mig minnir) í löndunarskýrslum síðan 2006.

Norðmenn beita þeirri taktík að þeir buðu fyrst 3% og þóttust vera góðir, því að fiskurinn væri hvort eð er að koma "heim" fljótlega. Sú tala hefur hækkað eitthvað og gæti verið um 7% núna.

Skotar hafa, eins og dómar sanna, stolið þessum stofni með löndun framhjá vigt í gegnum tíðina og eru manna háværastir í mótmælum gagnvart samningum við okkur.

Kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.5.2012 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband