Mánudagur, 28. maí 2012
Ólafur og áróðurinn
Eitt af því fáa sem Ólafur segir (á sprengisandi, fréttablaðinu, dv og pressunni) er að Svavar maður Þóru stundaði áróður gegn honum sjálfum um að Ólfur mun sitja einungis tvö ár.
Rétta er að Svavar hefur aldrei nefnt neitt um þessi tvö ár. Hann fluttu engöngu fréttir af því sem ólafur sagði sjálfur í yfirlýsingunni. Að Ólafur mun kannski hætta áður en kjörtímabliið er búið.
Allar aðrar fréttastofur sögðu það sama.
hvellurinn
![]() |
Sé ekki í samkeppni við þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sagðir þú já við icesave?
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 18:49
Það voru haldnar tvær icesave þjóðaratkvæðisgreiðslu
fyrsta var fellt rúmlega 90%
hitt var fellt með 60%
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 19:02
Þorsteinn hvern andskotann kemur Icesave þessu við ? Svínið á Bessastöðum lýgur upp í opið geðið á þjóðinni án þess að blikna. Burt með þennan vitfyrring, það væri skárra að hafa Ástþór sem forseta heldur en ÓRG.
Óskar, 28.5.2012 kl. 19:22
Kaust þú Óskar?
Og verju hefur svo sem Ólafur logið um framm aðra?
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 19:25
Hann sagði fyrir framan hálfa þjóðina að hann bæði um skilning ef hann ákveddi að sitja aðeins hluta næsta kjörtímabils. - Nú segir hann þetta áróður frá Svavari eiginanni Þóru, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur bæði sagt þetta og gefið út yfirlíýsingu þess efnis. Ekki bara lýgi, heldur hræsni, skítlegt eðli og heimska. Þjóðin á ekki skilið svona forseta.
Óskar, 28.5.2012 kl. 19:32
Fréttastofur segja ekki sannleikann.
Og þær tóku, og taka enn fullann þátt í áframhaldandi bankaráni og skipulagningu á næsta hruni, og eru nú á framfærslu almennings í landinu, við að fara í kringum stjórnarskrána og lögin, til að ræna bankana og almenning aftur.
Þess vegna ætlar Stefán Fúli=(stækkunarstjóri bankaræningja-veldisins) að hjálpa Íslandi að komast út úr gjaldeyrishöftunum núna. Hans falda-valds-yfirmaður er búinn að átta sig á að Ísland er ekki jafn auðrænt og þeir héldu, og almenningur ekki jafn vitlaus, og þessum háttsetta menntaða og keypta valda-herra var talin trú um, þegar yfirmenn hans störtuðu einkamótmælum Harðar Torfasonar, og ráðandi öflum í núverandi ríkisstjórn.
Öðrum var meira að segja bannað að standa fyrir mótmælum á þeim tíma, því Hörður hafði einkaréttinn, og tímabært að rifja það upp núna. Hann segir þó núna að hann hafi ekki stjórnað þeim. Hór er hrópandi mótsögn, óheiðarleiki og lygi á ferð í fullyrðingar-leikriti Harðar Torfa, og slíkt er ekki boðlegt nokkrum.
Almenningur verður núna að nota lýðræðisvaldið, áður en það verður endanlega of seint.
Svo bendi ég á athugasemdir sem ég skrifaði við pistilinn ykkar hér á undan, á síðunni ykkar, ef þið leyfið þeim 2. athugasemdum mínum að standa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 19:46
...hér, átti þetta að vera, en ekki hór...
Þó athyglisverð villa...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 19:49
Anna
Sér þú ekkert jákvætt á Íslandi í dag?
Þú ferð hér með reiðilestur á þessari síðu á hverjum degi.
Er einhver þingmaður heiðarlegur?
Er einhver í atvinnurekstri heiðarlegur?
Er einhver embættismaður heiðarlegur?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 19:56
S%H. Ef ekki má halda reiðilestur, á hlutlausri síðu, þar sem bæði finnst "vinstri" og "hægri" (eða þannig), um jafn glæpsamlega ríkisfjölmiðlun, eins og viðgengs og hefur alla tíð gert á Íslandi, hvað má þá? Ég sé enn eitthvað jákvætt á Íslandi, ef fólk fer að hlusta á sannleikann. Þess vegna skrifa ég það sem ég sé.
Ef einungis finnast óheiðarlegir RÁÐHERRAR, þingmenn og fleiri, þá er það vegna þöggunarfjölmiðlanna á Íslandi, sem stýra hér öllu til glötunar með því að viðhalda óheiðarleikanum.
Svo þakka ég kærlega fyrir ritvettvanginn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 20:05
Hversu reið sem frú Anna Sigríður er hér að ofan þá er hægt að benda á þetta myndband hér sem sýnir hvernig Svavar Halldórsson tengist fréttum um forsetaembættið þegar ÓRG bauð sig fram aftur, þennan umtalaða "áróður": http://www.youtube.com/watch?v=n752521M6K8. Hér má heyra aðeins frá Ólafi sjálfum og einnig Guðna Th. Jóhannessyni. Ekki veit ég hvort Svavar tengist fleiri fréttum um kosningarnar. En dæmi svo hver sem vill.
Skúli (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 20:37
Skúli ver forsetaframbjóðendann Svavar, á meðan Þóra er í fæðingarorlofi? Er ekki einu sinni reiður, og það er virðingarverð ró og yfirvegun af honum, yfir skrumskælingu stjórnsýslu-fjölmiðla á þessum málum, og fjölmörgum öðrum.
Í mörgum erlendum opinberum fjölmiðlum er þagað yfir sannleikanum um banka-lögbrotin og fleira sem skeður á Íslandi, en það finnst fólki í lagi. Þar má nefna margt, en fréttin í Noregi um Þóru (Svavar) forsetaframbjóðenda, er ekki traustvekjandi fyrir lýðræðið og jafnréttið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 20:52
Neineinei ég er ekki að verja einn né neinn, bara að benda á myndbandið. Ég reyni líka allajafna að halda ró minni þó margt gangi á í þjóðfélaginu og margt sé hægt að gagnrýna. Sjálfur vil ég hvorki Þóru né Ólaf. En hvaða frétt var í Noregi?
Skúli (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 20:58
ég er ekki að banna einum né neinum að ver með reiðilestur... var bara forvitinn
mundi þykja vænt um að þú svaraðir spurningunum mínum
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 21:54
Þorsteinn Sigfússon:
Hvernig er staðan með Icesave málið í dag?
Sagðir þú Nei ?
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.