Ólafur og útrásin.

Það er mikil ógn við almenning hvernig Ólafur getur túlkað sína stöðu eftir sínu eigin höfði. Hann hefur gjörsamlega misnotað embætti forseta Íslands og látið misnota hana.

Hann tók fullan þátt í útrásinni. Hann var helsta klappstýra hrunliða. Ef þið trúið mér ekki... skulum við skoða áttunda bindi Ransóknarskýrlsunnar

Ferðalög í þágu útrásar
Eins og áður segir hófst samstarf forsetans við bankamennina um síðustu aldamót, einkum þó Sigurð Einarsson stjórnarformann í Kaupþingi: „Frá árinu 2000 hefur Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum.“

Á hátindi útrásarinnar 2002–2008 fjárfestu íslensk fyrirtæki í mjög mörgum löndum. Fjármálafyrirtækin einbeittu sér framan af að Vestur-Evrópu og Ameríku meðan önnur fyrirtæki leituðu einkum til Austur-Evrópu og allt til Kína. Þessi þróun speglast vel í ferðum forseta Íslands. Áður er minnst á Rússlandsferðina 2002 sem var opinber heimsókn. Haustið 2002 opnaði lyfjafyrirtækið Pharmaco nýja verksmiðju í Búlgaríu en hún var í eigu Björgólfsfeðga. Breiðþota var tekin á leigu og um 200 manns boðið frá Íslandi til að vera við opnun verksmiðjunnar. Forsetinn var heiðursgestur í ferðinni og kom Pharmacomönnum í samband við búlgörsk stjórnvöld. Hann fékk forseta Búlgaríu til að koma og opna verksmiðjuna. Í fyrsta sinn fór forsetinn í „vinnuferð til útlanda sem helguð var einu fyrirtæki“. Forsetinn fór aftur til Búlgaríu 2005 og átti þá fund með búlgörskum stjórnvöldum sem þeir Björgólfsfeðgar sátu. Lyfjafyrirtækið Actavis naut einnig stuðnings forsetans við að hasla sér völl í Serbíu og þegar fyrirtækið átti í vandræðum 2004 notaði forsetinn tengsl sín við landið til að koma því til bjargar í gegnum prinsinn af Serbíu og konu hans. Forsetahjónin fóru í heimsókn til Serbíu til að koma á viðræðum í þágu íslenskra fjárfestinga í Serbíu. Forsetinn lagði sérstaka rækt við Actavis og beitti m.a. áhrifum sínum til að koma lyfjum þeirra til lækninga á alnæmi inn í aðgerðaáætlun Georges Bush forseta Bandaríkjanna.

Forseta Íslands var boðið til Kína og hann fór í sína fyrstu Kínaför sem forseti árið 2005. Um hundrað manns voru með í för, þar á meðal allir helstu aðalleikararnir í útrásinni, frá fjárfestunum Björgólfi Thor Björgólfssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Hannesi Smárasyni til bankastjóranna Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar. Forsetinn fór aftur til Kína árið 2007, að þessu sinni í einkaþotu og var flugið kostað af Glitni. Ferðin var farin í þágu athafnaskáldanna og var forsetinn m.a. viðstaddur opnun kæligeymslu í eigu Eimskips.
Útibúum banka fjölgaði. Á árunum 2005–2007 var forsetinn viðstaddur opnanir nokkurra bankaútibúa og tók þá um leið þátt í ráðstefnum þar sem hann flutti fyrrnefndar ræður um yfirburði Íslendinga. Í nóvember 2005 var hann viðstaddur opnun á útibúi Glitnis í London og 2006 var hann á viðskiptaþingum í Helsinki og London í boði Kaupþings. Í september 2007 var forsetinn viðstaddur opnun útibús Glitnis í New York og tók þátt í ráðstefnu um orkumál sem kostuð var af Glitni. Árið 2007 heimsótti forsetinn útibú Glitnis og Kaupþings í Osló og sama ár var hann viðstaddur opnun útibús Landsbankans í Winnipeg. Forsetinn þjónaði því öllum stóru bönkunum

svo mörg voru þau orð.

hvellurinn


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagðir þú já við icesave?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 18:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sagði NEI við Icesave.

En þess má geta að Ólafur sagði JÁ við Icesave eitt.

http://eyjan.is/2009/09/02/olafur-ragnar-stadfestir-icesave-login-laetur-fylgja-aritun-med-tilvisun-til-fyrirvara-althingis/

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 18:23

3 identicon

Skrítin athugasemd hjá Þorsteini Sigfússyni. Hvergi er minnst á Icesave í þessari færslu. Ég er ekki alveg að tengja.

Láki (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 18:25

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvort er réttara að styðja stjórnmálastýrðu fjölmiðla-blekkingarelítuna sem auglýsa og styðja Þóru Arnórsdóttur til forsetastarfsins, eða víðsýnis-reynslufólks-grasrótinasem vill fjölmiðla-hlutlausari og óspilltari stjórnarhætti, með reynslumikinn og réttlætiskenndar-ríkann og sterkan forsetaframbjóðanda, sem er mannlegur og vill alþýðu heimsins það heiðarlegasta, réttlátasta og lýðræðislega? Ekki má gleyma hlutlausa tjáningarfrelsinu í þessari upptalningu.

Þessi mörgu orð ykkar náðu ekki til spilltu ríkisfjölmiðlanna.

Og þá vantar allt of mikið í heildarmynd heimsbanka-blekkingaleiks ofur-fjölmiðla-svika-aflanna, sem leika aðalhlutverkið í ræningja-lögbrotaleikriti bankanna, sem stjórna fjármálakerfinu fallna.

Það má ekki gleyma aðalhlutverka-leikurunum í sannri leiklistarskrá heims-stjórnmálanna. Þeir voru ekki nefndir á nafn í þessum pistli ykkar, og ég sakna þess, í heildarmyndina raunverulegu.

Ég minni líka á að Björgúlfur Thor og fleiri eru enn í aðalhlutverkunum! Hvers vegna skyldi það nú vera? Það vantar víða samhengið í myndina sem dregin er upp í ríkisfjölmiðlunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 18:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessi kafli skýrlu RNA er merkilegur.

þaðsem hefur ekki almennilega fengist skýrt er, afhverju þessi reyndi maður óRG, því hann er það óneitanlega, involveraður í pólitík lengst aftur í 20.öld - afhverju hann missti alla dómgreind og yfirsýn. það er eins og hann barsta alveg misst sig í kolsvartan þjóðrembing.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2012 kl. 18:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er líka misskilningur í fólki að ÓRG hafi vísað skuldarmálinu í þjóðaratkvæði. Hann hefur ekkert leyfi eða vald til þess. það er ríkisstjórnin sem gerði það.

Ef fólk skilur þekki samstundis þá á það að spyrja sig: Afhverju var engin þjóðaratkvæðagreiðsla 2004?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2012 kl. 18:46

7 identicon

Nei það er er rökrétt spurnig að það fólk sem stiður Þóru gefi upp hvað það stutti í icesave kosningunni annars er ekki hægt að taka mark á því

Ef við hefðum haft Þóru sem forseta hefði EKKi verið kosið um icesave og þjóðin setið upi með Svavars samninginn svokallaða.

Þetta sagði Þóra Arnórsdóotir berum orðum í dag og það er nóg fyrir mig að vita það hún verður enginn ventill fyrir þjóðina eins og Óafur hefur  verið þó margt megi segi um hann.

Fyrir utan það að hún sýndi meðframbjóðendum sæinum ótrúlegan hroka og ókurteisi í þessari ræðu

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 19:10

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sorglegt að það skuli nú vera Þóra Arnórsdóttir, sem hefur tímabundið, og á viðkvæmum tímapunkti í lífi sínu, misst alla dómgreind, og látið hafa sig út í þennan leðjuslag ofuraflanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 19:13

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fræðasamfélagið þarf að íhuga sinn gang einnig.

Hvernig stendur á því að enginn í Háskóla Íslands sagði neitt þegar Ólafur sagði á alþjóðarvetvangi að Íslendingar væru einhverskonar genetísk betri en aðrar þjóðir.

ofurmannakenningin

http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%9Cbermensch

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 20:09

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta með fræðamannasamfélagið, það er ekki að nýtast almenningi, og líklega er Ólafur búinn að læra það núna, enda langt síðan hann var að kenna og mikið vatn runnið til sjáfar í heimssögunni síðan.

Ég var annars ekki að mæla með Ólafi í þessum skrifum, heldur málefnunum samkvæmt nýjasta sannleikanum.

Það eru kjósendur í lýðræðisríki, sem eiga að kjósa forseta sinn, en ekki pólitískir fjölmiðlar, með einhverja aðstoðarmenn víða í spilltu samfélaginu, sem ekki bera hag almennings fyrir brjósti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 20:16

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú skrítið ef fólk er ánægt með hvernig ÓRG hagaði sér sem æðsti embættismaður þjóðarinnar hérna á gróðærisárum þeirra sjalla.

Eg segi fyrir minn hatt að þessi framgangur ÓRG fór mikið til framhjá mér á þessum árum. Jú jú, maður tók eftir því að hann var við opnanir hér og hvar um heiminn með útrásarvíkingum og öðrum sjöllum - og jafnframt skal því ekkert gleymt léttilega að mikill hluti innbyggjara elskaði og dáði sína útrásarvíkinga. það er eins og margir vilja gleyma því núna. þetta voru þjóðhetjur hérna, Færandi varninginn heim.

Nú, ok. En svo eftir hrunið er farið að athuga framgang forseta skipulega. það er prýðisgóð samantekt í skýrslu RNA - að þá barasta hlýtur þetta að vekja athygli. Og í framhaldi vekja fólk til umhugsunar um hvort dómgreind mannsins sé alveg í lagi.

Sko, ÓRG er ekkert eða var, eins og hver annar maður útí bæ. Eins og áður er bent á þá erum við að tala um mann með gífurlega pólitíska reynslu og tengsl í allar áttir. Samt kolfellur hann þarna á einföldu prófi. Alveg kolfellur.

Maður nokkur hefur sagt, að ef svona gerðist í löndum eins og Indónesíu eða Indlandi, að þá hefði verið spurt: Hvað fékk hann í staðinn? Eg er ekki að segja að fólk eigi að spurja að því heldur sýnir þetta stærðargróðu dómgreinadarleysisins. þetta er svo mikið dómgreindarleysi að í venjulegur ríkjum er það álitið óásættanlegt. Hérna virðast menn og konur hinsvegar þokkalega sátt við þetta. Eru bara ánægð með framgang forseta með útrásarvíkingum og gróðrasjöllum. Alveg sérstaklega er það ánægt með yfirgengilegar bullþjóðrembingsræður hans. Alveg sérlega ánægt með það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.5.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband