Uppboðsleið. Rétta leiðin.

Uppvoðsleiðin er hagkvæmust og best að mínu mati. Þorvaldur Gylfason fer yfir þetta og segir:

"Uppboðsleiðin

Það getur einnig verið einfalt í framkvæmd að setja leyfilegan heildarafla innan núverandi kvótakerfis á uppboð. Þetta er góð leið til þess að láta fiskveiðirentuna renna óskipta til almennings, ef menn vilja. Ráðstöfun uppboðsteknanna mætti haga með sama hætti og lýst var að ofan. Þessi leið hefur einnig þann kost eins og gjaldheimtuleiðin, að hægt er að hanna uppboð kvótans þannig, að komið sé til móts við sérstakir óskir t.d. smábátaútgerða og byggðarlaga, ef menn vilja. Jón Steinsson hagfræðingur lýsir þessu vandlega í ritgerð, sem birtast mun fljótlega í Fjármálatíðindum.

Uppboðsleiðin hefur þann kost, að verðlagning kvótans ræðst á frjálsum markaði: útgerðirnar greiða ekki meira fyrir kvótann en þær treysta sér til. Hættan á því, að gjaldið gæti reynzt of hátt eða of lágt, væri þá úr sögunni. Uppboð dregur þó ekki úr hvatanum til brottkasts, sem fylgir ævinlega föstum kvóta, af því að menn vilja eðlilega fylla kvótann sinn með sem verðmætustum fiski og freistast þá til að fleygja undirmálsfiski fyrir borð, þótt það varði við lög. Þó er e.t.v. hægt að hugsa sér að hanna uppboð þannig, að lægra uppboðsverð kæmi fyrir smáfisk til að draga úr brottkasti. Þetta þarfnast skoðunar.

Valið milli gjaldheimtu og uppboðs fer því að nokkru leyti eftir því, hversu mikilvægt menn telja (a) að útgerðin fái að halda einhverjum hluta fiskveiðirentunnar eftir hjá sér og (b) að spornað sé gegn brottkasti. Leggi menn mikið upp úr þessu tvennu, ættu menn heldur að hneigjast að gjaldheimtu en uppboði. Vilji menn á hinn bóginn, að útgerðin greiði fullt gjald og þiggi ekki óbeinan ríkisstyrk gegnum of lágt gjald (þ.e. lægra gjald en útgerðin myndi greiða fyrir kvótann á uppboðsmarkaði), og telji menn brottkast óverulegt vandamál, þá ættu menn heldur að hallast að uppboði en gjaldheimtu."

https://notendur.hi.is/gylfason/veidigjald.htm

Þeir sem vilja fræðast meira um uppboðsleiðina geta heimsótt:

http://www.sedlabanki.is/uploads/files/ft00_71-90.pdf

hvellurinn


mbl.is Klára kvótamálin í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Herra Gylfason veit að spillingin í kerfinu er meir en sagt er frá. Hvers vegna ekki að láta markað og eftirspurn ráða verðinu? Hvað segir Gylfason og samkeppniseftirlitið á Íslandi um það? Þorir kannski enginn að spyrja um það, og fleira mikilvægt?

Og hvers vegna ekki að leyfa frjálsar handfæraveiðar fyrir þá sem það vilja, til að bjarga sér? Ekki útrýma slíkar veiðar fiskinum í hafinu, en þær myndu minka atvinnuleysi og neyð almennings á Íslandi.

Ef verður haldið áfram aðlögunarviðræðum við ESB fram yfir Júní, svo maður tali nú ekki um að halda óráðs-aðlögun áfram fram í Október, þá verður ekki í höndum Íslendinga að ákveða eitt eða neitt um fiskveiðistjórnun og nýtingu fiski-auðæfanna á þessu skeri í framtíðinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því núna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband