Sunnudagur, 27. maí 2012
Ólafur talar um Þóru sem puntdúkku.
Að kalla Þóru puntdúkku þá er Ólafur að leggjast mjög lágt í kvenfyrirlitningu og þett svar hjá honum á Facebook er bara yfirklór.
hvellurinn
![]() |
Svona sending er ný reynsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólafur hefur ekki kallað Þóru puntudúkku. Það er móðursýkisleg lygi. Hann hefur hinvegar oft notað þetta orð til að lýsa því yfir að forsetaembættið sé ekki upp á punt og áhrifalaust.
Í júní árið 2004 sagði hann td. þetta:
"Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka."
Dúkkur eru ekki bara kvenkyns og það alls ekki í máli Ólafs. Það er líkt spunavél Samfylkingarinar að tína svona fram og mistúlka. Ef þessi málflutningur gerir eitthvað, þá er hann að staðfesta að Þóra er kandídat Samfylkingarinnar til embættisins. Ég efast samt um að þetta samfylkingarlið sé að gera henni greiða með svona þvaðri.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2012 kl. 18:20
Ég er kjósandi og meðlimur Sjálfstæðisflokksins þannig að þessi skoðun er ekki bara meðal Samfylkingarinnar. Heldur í öllum flokkum og útum allt land.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2012 kl. 22:47
Hver sagði norskum fjölmiðlum að konur á Íslandi styddu höjgravide (kasóléttu) Þóru Arnórsdóttur, og að hún ætti að vera hluti af að því koma elítunni frá völdum á Íslandi? Ekki styð ég Þóru Arnórsdóttur í forsetaframboð, þótt ég styðji hana til annarra góðra verka, svo sem hæfileikaríka og flotta fjölmiðlakonu og margra barna móður.
Það fylgdi ekki fréttinni á nrk.no í Noregi, að Þóra Arnórsdóttir, starfsmaður á pólitíska ríkissjónvarpinu, er barnabarn Hannibals Valdimarssonar fyrrverandi stjórnmálamanns, og er bróðurdóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, Samfylkingarmanns, stjórnmálamanns, sendils erlendra valda-afla=sendiherra um víða Evrópu, og frumkvöðuls að því að blekkja Ísland til að ganga í EES með tilheyrandi Seðlabankaflækjum og bankahrunum fjármálakerfisins í Evrópu.
Þeir sem gefa erlendum og innlendum fjölmiðlum upplýsingar, ættu að passa uppá að þær byggjist á staðreyndum, en ekki pólitískt matreiddum og villandi hálfsannleik.
Leitt að áróðursvélar Þóru Arnórsdóttur skulu gera konum á Íslandi upp rangar skoðanir á erlendum vettvangi, eins og gerðist í þessari frétt nrk.no. Það er lítilsvirðing við konur á Íslandi að kenna þær við upplognar áróðursskoðanir elítustjórnvalda, sérstaklega þar sem þær konur geta ekki borið af sér rangar sakir fjölmiðla-kokkanna.
Ég hef aldrei orðið vör við að Ólafur Ragnar Grímsson gerði á neinn hátt lítið úr konum, og síst af öllu eins og gert var í þessari norsku ekki-frétt.
Réttur skal fréttaflutningurinn vera. Það er komið meir en nóg af gömlu lygavinnubrögðum elítunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2012 kl. 00:30
Þakka Jóni fyrir að varpa ljósi á malið.
vissi ekki að það var verið að vísa til 8 ára gamalla ummælaþar sem enginn er nafngreindur
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.