Laugardagur, 26. maí 2012
Glæsilegt framtak.
Það er ánægjulegt að sjá ungt fólk virkt í ESB umræðunni.
Það er mikið í boði fyrir ungt fólk þegar kemur að ESB.
Skemmst er að minnast á ERASMUS skiptanemaprógramminu sem þúsundir íslenskir hóskólanemar hafa nýtt sér og stundað nám erlendis og víkkað sjóndeildarhringinn.
Svo má ekki gleyma að við inngöngu í ESB þá stórlækka skólagjöld til Bretlands sem eru með bestu háskóla í Evrópu.
hvellurinn
![]() |
Ungu Evrópu dreift til ungs fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sérlega mikið í boði fyrir ungt fólk á EVRU svæðinu. Meðaltal atvinnuleysisi ungs fólks yfir 25% og yfir 50% á Spa´ni, Írlandi og Grikklandi !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 19:00
Það er aðeins 4% atvinnuleysi í Evru og ESB landinu Austurríki.
skömminni skárri heldur en rúmlega 7% atvinnuleysi á Íslandi þrátt fyrir gríðarlegan landfótta
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2012 kl. 23:04
Þetta er háttur ESB til þess að lokka unga fólkið það er að segja að bjóða því nám...
Hvað það er svo að loknu námi sem bíður þessa unga fólks þá virðist það því miður vera gatan...
Þetta eru öll ósköpin sem eru í boði á ESB bænum fyrir unga fólkið...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.5.2012 kl. 07:49
Enn ljúgið þið til um Ísland til þess að reyna að sverta það og láta það líta verr út í samanburðinum við draumaríkið ykkar.
Atvinnuleysi á Íslandi er ekki rúmlega 7% eins og þið segið hér að ofan heldur, er það nú 6,5% samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar.
Alveg öfugt við Ísland þar sem atvinnuleysi hefur hægt og sígandi farið lækkandi undanfarin ár þá hefur atvinnuleysi á EVRU svæðinu sífellt sigið upp á við og er nú meðaltalið 10,9% á öllu EVRU svæðinu. Aðeins 3 smáríki af öllum 27 ríkjunum Evrópusambandsins hafa aðeins minna atvinnuleysi en Ísland í dag, það eru Luxemburg, Holland og Austurríki. Þessi smáríki hafa innan við 5% af heildaríbúafjölda Evrópusambandsins innan sinna vébanda.
Eftir stendur að 24 ríki Evrópusambandsins búa við meira atvinnuleysi en Ísland og sum hver með mjög alvarlegt atvinnuástand eða allt að 4 til 5 sinnum meira atvinnuleysi en Ísland.
Einnig ber að líta til þess að þessi 24 lönd með þetta mikla og vaxandi atvinnuleysi hafa innan sinna vébanda 95% af heildar íbúafjölda Sambandsins. Semsagt 95% íbúa ESB búa við verra eða mun verra atvinnuástand en Ísland.
Þetta þegið þið áróðurspésarnir auðvitað um og áróðurs glans snepillinn "UNGA EVRÓPA" segir auðvitað ekki frá þessu heldur.
Auk þess ber að líta til þess að atvinnuþátttaka er hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi eða tæp 80% meðan meðaltal ESB landana er rétt um 60%. Skrýtið að í næstu sætum aftan við Ísland eru EKKI ESB ríkin Noregur og Sviss.
Íslendingum fjölgar nú á ný og fólksflóttinn varð aldrei að neinu stór vandamáli hér, þó svo vissulega hafi sumir flust burt aðalega til Noregs.
En fólksflótti er nú gríðarlega alvarlegt vandamál hjá mörgum ESB ríkjum þannig að fólki fækkar þar um hundruðir þúsunda í fyrsta skipti frá Síðari heimsstyrjöldinni. Þetta eru lönd eins og Írland, Spánn, Grikkland og Portúgal. Á Írlandi er talið að allt að 700.000 manns hafi flust burt aðalega til Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu.
Þessum staðreyndum þegið þið auðvitað og gerið lítið úr, en reynið þess í stað að sverta allt það sem íslenskt er.
Ég segi alla vegana við mín uppkomnu börn sem eru ungt fólk lesið þetta glans sorprit ESB trúboðsins með mjög gagnrýnum huga áður en þið losið ykkur við þetta glans sorprit og hendið þessu með öðru áróðurs blaðarusli í SORPU.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 07:53
Sælir.
Áhrif evrunnar á túristabransann í Grikklandi (og á fleiri stöðum auðvitað):
http://www.vb.is/frettir/72531/
Evran þín dámsamlega:
http://www.visir.is/krugman--evran-var-mistok-/article/2012120529128
Nú ættir þú að gera það sem ég stakk upp á við þig fyrir fáeinum dögum: Fara að hita upp einhverja afsökun fyrir því hvers vegna allt fór í klessu þarna án þess að kenna evrunni og ESB um :-)
Helgi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 12:14
Helgi
Er það þín kenning að það er evrunni og ESB að kenna að Grikkland eru búnir að skíta uppá bak.
Vissulega munu fleiri ferðamenn koma til Grikklands ef þeir væru með drömkuna og hún mundi hríðfalla.
Gjaldmiðill þarf þá að falla duglega. Og það er gríðarleg kjaraskerðing fyrir almenning í landinu. Verðbólgan fer á skrið og þeir eru með lægri kaupmátt og fátæktin verðru gríðarleg.
Fall gjaldmiðils er ekkert nema lækkun á launum eða lækkun á kaupmátt. Við Íslendingar könnumst alveg við þetta.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2012 kl. 12:57
@6:
Það þarf enga kenningasmiði til að sjá að evran er hluti af vanda Grikkja. Evran leiddi til fölsunar á kaupmætti Grikkja og þeir eru m.a. að súpa seyðið af því núna. Hvernig stendur á því að þú hefur ekki áttað þig á því?
Ætli það sé ekki betra fyrir Grikki að hafa vinnu en enga vinnu? Þjóðarbúið mun hafa fínar tekjur ef ferðamönnum og allir munu njóta góðs af því, ekki satt?
Hvernig gengur annars að hita upp einhverja skýringu á því hvers vegna evran sprakk í loft upp?
Helgi (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:28
Hvernig stendur á því að Grikkir hafa ekki áttað sig á því að það var fölsun kaupmáttar í gangi og nauðsyn á róttækum breytingum =)
kv
Slleggj
Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2012 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.