Föstudagur, 25. maí 2012
Bændasamtökin mergsjúga almenning.
Ég rakst á mjög áhugaverða frétt í dag. Svo ekki sé meira sagt.:
Þórólfur Matthíasson segir þögn Bændasamtakanna minna á útrásarvíkingana sem gerðu marga hluti sem engum kom við
En fyrir utan ósannindi og dylgjur hafa þeir hvorki gert tilraun til að upplýsa almenning og félagsmenn sína um skuldamál og fjárreiður samtakanna og fyrirtækja í eigu Bændasamtakanna, segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, sem fær engin svör við fjölmörgum spurningum sínum um rekstur hinna ríkisstyrktu Bændasamtaka.
Prófessorinn sendi ýmsar áleitnar spurningar til Bændasamtakanna í opnu bréfi í Fréttablaðinu í byrjun mánaðarins eftir að hafa lesið óritskoðaða ársreikninga samtakanna árin 2008 til 2010. Í þeim reikningum kom meðal annars fram gríðarlegt tap tveggja einkahlutafélaga Bændasamtakanna á þessum tíma en bæði félögin standa að rekstri hótela og veitingastaða.
Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands.
Þórólfur óskaði eftir svörum við 18 spurningum sínum varðandi rekstur samtakanna. Meðal annars hvað skýrði hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006 og hvort rétt sé að ríkisstyrkt Bændasamtökin séu að standa í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela.
Nú þremur vikur síðar hafa engin svör borist og segir prófessorinn þögn samtakanna afhjúpandi.
Þögn forystumanna bænda og Bændablaðsins er afhjúpandi. Hún segir okkur að forystumennirnir og Bændablaðið telji hvorki félagsmenn sína né almenning (sem borgar drjúgan part af kostnaði við rekstur samtakanna) eigi kröfu á skýringum á milljarða halla á hótelrekstri samtakanna.
http://www.dv.is/frettir/2012/5/24/rikisstyrkt-baendasamtok-ad-sysla-i-ahaetturekstri/
Er þetta ásættanlegt?
Meðan sjúkrahús útá landi eru skorin niður við nögl þá geta óðalsbændurnir og bændasamtökin spilaði með marga milljarða af okkar skattfé.
Er ekki kominn tími á að stokka í þessu spillta landbúnaðarkerfi.
Með aðild að ESB mun koma reglu á þessa óráðsíu og ég hvet kjósendur til að líta til þáttar einsog spillingar innan þessara hagsmunasamtaka þegar þeir greiða atkvæði um ESB samninginn
Bændasamtökin berjast hart gegn ESB. Þeir vilja halda áfram að skera eld að sinni eigin köku á kostnað almennings. En við Íslendingar ætlum ekki að blekkkjast af þeirra hræðsluáróði.
hvellurinn
![]() |
Haraldur Benediktsson: Ágangur á ræktarlönd bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Athugasemdir
Með inngöngu í ESB munu styrkir til landbúnaðar aukast auk þess sem sérheimild gefur Íslenska ríkinu heimild til að leggja annað eins til. Landbúnaður og fiskiðnaður í ESB er styrktur upp í rjáfur. Það er hin svokallaða macro management esb.
Menn skera svo ekki eld að eigin köku heldur skara þeir eldi að köku sinni. Ef þið vitið hvað það er.
Starfsemi bændasamtakanna kemur sjúrkrahúsrekstri ekkert við og svo er vert að minna á að landbúnaðarstyrkir fara til beint til bænda en ekki til bændasamtakanna. Samtökin eru hagsmunasamtök á eigin forsendum og ekki ríkisrekin. Hvað þeir gera til að ávaxta sitt pund með samþykki aðildarmanna kemur engum við. Sérstaklega ekki akademískum öryrkja og atvinnustyrkþega á ríkisjötunni eins og Þórólfi Mattíassyni. Hann er eitthvað lasinn á sinni ef marka má upphlaup hans í gegnum tíðina.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 10:29
Þórólfur Mattíasson hefur aldrei skapað verðmæti og veit ekki hvað það er. Honum virðist þó afar illa við allt slíkt. Þórólfur hefur sem fræðimaður aldrei haft rétt fyrir sér í nokkrum hlut nokkurntíman. Hann er pólitískur trúður sem sjaldnast tjáir sig á sínu sviði en þess meir um öfgatrúmál sín, sæluríki ESB.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 10:35
Bara til að hafa það á hreinu S&H, þá skrifar Þórólfur Matthísson ekki fréttir!!
Þessi falsprófessor skrifar greinar til stuðnings við aðild Íslands að ESB. Gjarnar skreytir hann sig með titlinum "prófessor", en það er langt frá því að einhver fræði liggi að baki þessum greinum. Þær eru helber áróður og stendur ekki steinn yfir steini í þeim.
Fyrst um sinn reyndu menn að svar honum og þá efnislega. En það er því miður ekki hægt, því svo virðist sem þessi falsprófessor byrji lestur hverrar greinar á því að skoða hver höfundurinn er og ef það er andstæðingur þá kastar hann skrifunm í ruslafötuna ólesnum og endurtekur leikinn, skrifar aftur það sama og fyrr.
Hann heldur því fram í þessari grein að sér hafi ekki verið svarað. Þetta er bull og kjaftæði. Honum var vissulega svarað, en nú er hins vegar komin upp sú staða að enginn fæst lengur til þess að skrifast á við hann og því munu sennilega lítil svör verða við þessari grein. Það nennir enginn að standa í orðaskaki við mann sem ekki hlustar á rök, það er enginn tilgangur í því. En Þórólfur þarf þó ekki að örvænta, öllum þeim atriðum sem hann tiltekur í greininni hefur honum verið varað áður, efnislega. Þessi grein hans er nefnilega efnislega eins og aðrar greinar hans, sem hann fékk svör við!!
Það eina sem falsprófessorinn þarf að gera er að róta örlítið í ruslafötu sinni, þá finnur hann svörin, en það gerir hann auðvitað ekki!!
Þórólfur Matthíasson er falsprófessor. Hann notar titil sinn til að rita pólitískan áróður og sleppir allri rökfærslu. Hann þykist rannsaka málin en er oftar en ekki með eldgömul og úrsérgengin gögn, plokkar úr þeim einhverjar staðreyndir og raðar þeim saman sér í hag. Slík vinnubrögð nota ekki raunverulegir prófessorar.
Þeir leitast við að finna öll yngstu gögn sem til eru, skoða þau heildstætt og komast að niðurstöðu út frá heildinni.
Það er skelfileg tilhugsun fyrir land og þjóð að svona falsprófessorar, sem skirrast ekki við að kasta fræðunum fyrir pólitíska "rétthugsun", skuli fá að uppfræða ungt og óharðnað fólk, fólk sem er að mótast til framtíðar!!
Þórólfur er því miður ekki einn um þetta, þeir eru fleiri!!
Gunnar Heiðarsson, 25.5.2012 kl. 11:41
" Samtökin eru hagsmunasamtök á eigin forsendum og ekki ríkisrekin."
þetta er einfaldlega ekki rétt.
kynntu þér málið
ég er þreittur á að fræða þig og mata þig upplýsingum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 11:52
http://ns.is/ns/upload/files/neytendabladid/flaekjustig_landbunadarkerfisins.pdf
Bændasamtök Íslands 538,6 milljónir
árið 2010 fengu þeir rúmann hálfann milljarð.
Jón Steinar..... finnst þér ekkert þreytandi að vera jarðaður hérna aftur og aftur.
Nú seinast hérna http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1241622/#comments
Hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 12:01
Hvernig væri að þið læsuð tenglana ykkar. Bændasamtökunum er falið að inna af höndum verkefni sem eru lögbundin. Þeim er ekki frjálst að ráðstafa þessu fé. Þetta er ekki ríkisstyrkur til bændasamtakanna.
"Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök bænda. 13 búgreinasambönd eða félög eiga aðild að samtökunum og má þar nefna félög
hrossabænda, kúabænda, sauðfjárbænda og garðyrkjubænda, ferðaþjónustu bænda og svínaræktarfélag Íslands. Bændasamtökin
fá 538,6 milljónir af fjárlögum í ár og var það umtalsverð lækkun frá fyrra ári. Af þessari upphæð fara 468,6 milljónir í
ráðgjafaþjónustu og búfjárrækt og 70 milljónir í þróunar- og markaðsverkefni. Bændasamtökin sinna ýmsum lögbundnum
verkefnum samkvæmt samningi við ríkið sem byggir á búnaðarlögum. Verkefnin snúa m.a. að leiðbeiningastarfsemi og ráðgjöf
til bænda og verkefnum tengdum búfjárrækt og jarðbótum. Bændasamtökin koma til dæmis að framkvæmd gæðastýringar í
sauðfjárrækt og sjá um úthlutun ýmissa styrkja sem veittir eru samkvæmt fjárlögum. Samtökin halda úti heimasíðunni bondi.is og
gefa reglulega út Bændablaðið."
Berið þetta svo saman við slandur hagfræðingsins hárprúða. Þið hafið einfaldlega rangt fyrir ykkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:14
Þórólfur gaf Bændasamtökunum einungis 3 vikur að svara. Hefði gefið þeim lengri frest, þetta er jú íslensk stjórnsýsla.
Svo til gamans eitt gott viðtal við Þórólf:
http://www.youtube.com/watch?v=KTcw4RsL4FU
Til viðbótar þá finnst mér Bændasamtökin vera allt of mikið bruðl
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 12:22
Hagsmunasamtök atvinnuveganna sinna öll lögbundnum skildum fyrir ríkið. Þau mega semsagt ekki, ekki sinna þeim. Þeim er skylt að gera það og ríkið felur þeim fé til að miðla til þeirra starfa. Öll hafa þessi samtök aðra stofna sem þau byggja rekstur sinn á. Af þessum stofnum hafa þau öll haft einhverskonar rekstur samhliða til ávöxtunar og styrktar.
Bændasamtökin er t.d. beintengd ferðaþjónustu og styrkja úr eigin vasa uppbyggingu þar. Ástæðan fyrir því að Þórólfur leggur þau sérstaklega í einelti er einfaldlega afstaða þeirra til ESB. Það er ekkert flóknara. Þau hafa engin lög brotið né sóað almannafé, hvað þá aðmergsjúga almenning eins og þið segið.
Það er kannski ekki von á öðru en að þið gleypið allt hrátt úr áróðursmaskínu Samfylkingarinnar. Þið eruð jú frelsaðir trúboðar og viljandi heilaþvegnir sombíar þessa hyskis.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:28
Þórólfur hefur ekkert umboð né vald til að setja neinum skilyrði né afarkosti. Hann er starfsmaður hjá háskóla Íslands sem hatar alla sem andmæla sannfæringu hans.
Hann er ekki ríkisendurskoðandi né hefur ákæruvald. Hann er gersamlega veruleikafirrtur maður.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:31
Finnst ykkur þetta ekki flott viðtal sem þið bendið á? Hann boðaði hér heimsendi í öllum fjölmiðlum ef við skrifuðum ekki undir Icesave 1-2 og 3. Hvað skeði?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:34
hann er ekki ríkisendursoðandi
en hvað segir ríkisendurskoðandinn
http://www.rikisend.is/fileadmin/media/skyrslur/baendasamtok.pdf
Að mati Ríkisendurskoðunar er núverandi eftirlit sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-neytisins með framkvæmd samninga þess við Bændasamtökin ófullnægjandi
þetta er handónýtt kerfi. það blasir við burt séð frá ESB. þú ert líklega að verkja þetta kerfi eingöngu vegna þess að þú ert á móti ESB
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 12:35
S og H
Það er verið að endurskoða starfsemi BÍ og ráðgjafaþjónustuna í heild sinni., einnig vil ég benda á það að almenningur er að greiða 10% meira af sínum tekjum til Háskóla Íslands þar sem Þórólfur vinnur heldur en til landbúnaðarins. Ekki veit ég hvað ég er að fá frá HÍ, stofnun sem hýsir menn eins og Þórólf.
Ráðsi, 25.5.2012 kl. 13:40
Bara það að Þórólfur Matthíasson sé að biðja um einhver gögn, getur í sjálfu sér valdið töf. Það er næstum eins og að setja gögn í hendurnar á skilningsvana öfugmæla-sérfræðingi. Það er ábyrgðarhluti að afhenda slíkum manni einhver gögn, og tjá sig á opinberum vettvangi, sem snýr öllum sannleika á hvolf. Hann skilur hvorki upp né niður í því sem hann er að bulla.
Það ætti að hafa sæmilega hæfan mann í þessum álitsgjafa-stöðum, en ekki mann eins og rangtúlkarann og bullarann Þórólf Matthíasson.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2012 kl. 14:27
Smá hugleiðing svona til hliðar við þessa umræðu.
Var bara til góðs að færa út landhelgina?
Oft hefur þessi spurning angrað mig. Þegar ég var tappi bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna. Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá frá ýmsum löndum, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú. Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla og enn aðrar í leið til Grænlands á hvalveiðar.
Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu. Kjöt og annað ferskmeti rann út “eins og heitar lummur” og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu “íbúa” landsbyggðarinnar.
Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir íbúanna. Í landlegum gat “íbúatalan” hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna. Þetta voru uppgangstímar hjá verslunarmönnum, ekki síst af framangreindum ástæðum, en einnig vegna fjölda innlendra sjómanna.
Þá kemur að efanum. Höndluðum við rétt útfærsluna? Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðæfum okkar og landgrunni. En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi?
Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu. Þeir höfðu áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og á heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma.
Þeirra var einnig að afla markaða og selja. Var ekki ástæðulaust að hreinsa flotnn út á einu bretti? Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni".
Er ekki samhengi í þessari aðgerð og því að landsbyggðinni fór að blæða út? Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem seinna tíðkaðist til að koma þessum afurðum á markað.
Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda? Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á móts við þá?
Benedikt V. Warén, 25.5.2012 kl. 14:44
áhugaverður punktur Benedikt
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 15:23
Benedikt V. kemur hér inná gífurlega mikilvægt atriði í allri umræðunni og stjórnsýslu landsins.
Sannleikurinn er sagna bestur, sama hvaðan hann kemur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2012 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.