Föstudagur, 25. maí 2012
Skemmtilegt.
Það er mjög skemmtilegt að heyra í þeim sem hæst höfðu um að draga þurfti bankakerfið saman. Fjármálakerfið væri of stórt á Íslandi.
Svo þegar það er gert.... þá fara þeir að væla.
Þegar Landsbankinn sker niður þá er hann að leytast eftir hagræðingu... en þeir skera ekki niður í ljósi einhverskonar "sökudólgavísitölu". Það væri þá eitthvað nýtt hugtak í viðskiptafræðinni.
hvellurinn
![]() |
Sökudólgarnir í þorpum og bæjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snati Skallgríms geltir þegar honum er sigað! Hvaða áhrif hafa breytingar á kvótakerfinu á landsbyggðina? Í dag skrifar forstjóri FSA um ástandið þar - kjördæmi Skallagríms!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 09:28
Hvaða hughrif hefur það á þig ef þú horfir á mynd af BV?
Almenningur (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 09:31
Björn Valur er, að mínu mati, með eindæmum leiðinlegur popúlismapotari og rugludallur með algjöru, svo er hann líka kommúnisti, og það hlustar enginn heilvita manneskja á kommúnista.
Baldur (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 10:02
Sæll.
Það er gaman að sjá hvað maðurinn er glöggur á efnahagsmál. Við erum lánsöm að hafa hann á þingi fyrir okkur.
Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 13:46
Þetta er frábært hjá Birni.
Talar fyrir mesta skattlagningarfrumvarpi allra tíma á sjávarútveginn, sem skapar störf vítt og breitt um landið, til að draga fjármagnið allt til höfuðborgarsvæðisins fyrir pólitíkusa að leika sér með.
Það er augljóst er að fyrirtækin þurfa þá að segja upp fólki til að mæta auknum álögum.
Landsbankinn ríður á vaðið í niðurskurðinum, enda útséð að fjöldi lána muni ekki innheimtast þegar fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja verður gjaldþrota.
...dúkkar ekki sama Birni Val upp sem hóf þessa vegferð og fordæmir afleiðingarnar!
...hver hjálpar honum að klæða sig á morgnana?
Njáll (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:32
Sem einn af eigendum þessa fyrirtækis finnst mér að það ætti frekar að skera niður veigameiri kostnaðarliði eins og laun stjórnenda og kaupauka, einkabíla, sumarhús, kaup á laxveiðileyfum og -stöngum. Svo kann ég líka leið til að spara því miklu meira fé en skitnar 400 milljónir. Það er samningur NBI upp á 300 milljarða við skilanefnd gamla LBI sem var gerður undir þrýstingi frá Bretum og Hollendingum og er þar af leiðandi ógildur og riftanlegur, allavega þar til kemur í ljós hversu miklu tjóni starfsemi gamla LBI (þar á meðal Icesave) muni þegar öllu er á botninn hvolft hafa valdið aðaleiganda NBI (Íslendingum).
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 17:27
Fjármálakerfið á Íslandi er aðallega of stórt í Reykjavík.
Þar hafa höfuðstöðvar sínar allir þrír ofvöxnu risabankar landsins.
Á landsbyggðinni er þetta vandamál hinsvegar hvergi til staðar.Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2012 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.