Við þurfum svipaðar reglur hér

Nauðsynlegt er að stemma stigu við vaxandi drykkju barna og unglinga hér á landi.

Aðgengi er of mikið. Vínbúðir eru staðsettar í öllum landshlutum.

Áfengið er allt of ódýrt. Bæði bjór og sterkt vín.

Það þarf að setja  verðgólf líkt og í Skotlandi. Verðgólfið þarf að vera töluvert hærra en það sem gengur og gerist í Vínbúðunum í dag.

Fullorðnir geta skemmt sér ef þeir vilja nota peningana sína í það. En ég er fyrst og fremst að hugsa um börnin og unglingana. Það þarf að hefta þennan drykkjufaraldur

kv

Sleggjan


mbl.is Skotar lögbinda áfengisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ef þú ætlar að reyna þetta býrðu bara til svartan markað. Þar sem eftirspurn er verður framboð, það er svo einfalt :-)

Er hann ekki nógu stór núna á ýmsum sviðum?

Fólk á ekki að reyna að hafa vit fyrir öðrum, sagan geymir mýmörg dæmi um skaðsemi þess.

Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 06:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig ætlið þið að fjármagna það að detta í það með Sigmundi Erni næst? Er kannski enn hægt að finna spíra þarna í fjörunni á suðurnesjum?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 08:12

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Helga.

Ég er viss um að landasalar mundi stiðja þessa tillögu einnig. Það væri gósentíð hjá þeim.

Við getum skoðað áfengisneysluna í dag. Áfengsigjöldin hafa margfaldast.... og einnig landabransinn. Hann er í góðum málum í dag.

http://www.visir.is/ungur-haskolanemi-bruggar-og-selur-vinum-sinum--voruna-/article/20103757398

Lýsandi dæmi

Besta leiðin til að draga úr neyslu áfengis eru forvarnir, íþróttir og gott uppeldi

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 08:14

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jæja, var að trolla.

Bjóst við að fólk mundi fatta kaldhæðnina.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband