Fimmtudagur, 24. maí 2012
Björn Bjarna er úr tengslum við raunveruleikann
http://m5.is/?gluggi=frett&id=168890
Honum virðist getað talað fyrir hönd þjóðarinnar. Hann er einn sá útvaldi. Þess vegna er sorglegt að hann þekkir ekki til þjóðarinnar en raun ber vitni.
Hann segir: "Alþingi endurspeglar ekki þjóðarviljann í ESB-málinu".
Nær allar kannanir hafa sýnt fram á að meirihluti Íslendinga vilja klára ESB ferlið og kjósa svo um samninginn.
Nýjasta könnunin segir:
Helmingur þeirra sem svöruðu könnun sem unnin var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.
37,9% þeirra sem tóku afstöðu vildu hætta viðræðum
Björn Bjarna er greinilega orðinn kalkaður.
Enda orðinn gamall og lúinn. Hefur verið og er ennþá á opinbera spenanum.
hvellurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Athugasemdir
Er Björn annt um villja þóðarinnar? , það er eitthvað nýtt
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 18:10
Yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í Evrópusambandið. Hvað finnst ykkur um það sem þjóðarvilja?
Aldrei í sögu slíkra kannanna hefur verið annað en meirihlutaandstaða og það afgerandi.
Allar skoðanakannanir um viðræður eru spuni, þar sem hlutunum er stillt þannig upp eins og spurningin sé um það hvort við eigum að fá að kjósa um aðild. Ekki um það hvot við ættum að hætta eða halda áfram.
Það eruð þið sem eruð úr öllum tengslum við veruleikann. Það eru svo engar fréttir að sjálfsögðu.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 19:48
75% þjóðarinnar vildi að kosið yrði um hvort út í viðræður yrði farið. Frumvarp var lagt fram á alþingi þess efnis. Því var hafnað af tæpum meirihluta. Það ætti að segja ykkur allt um lýðræðisást yfirvalda.
Af hverju mátti ekki spyrja þjóðina þegar lagt var upp?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 20:03
Meirihluti þjóðarinnar vill klára ferlið og kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir
um það snýst málið
Útúrsnúnar NEI sinna eru komin á eitthvað brenglað stig sem ég á eftir að greina. Ætli þeir séu ekki orðir of taugaveiklaðir fyrir góðum samningi.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 22:00
Það hefur aldrei verið spurt um það í skoðanakönnunum og reynið að ná því inn í hausinn á ykkur. Spurningin hefur alltaf snúist um það hvort það ætti að kjósa um niðurstöðuna. Auðvitað er fólk sammála um það ef til kemur. Þetta eru blekkingaspurningar í samhenginu. Þegar gildishlaðin spurning um rétt til þjóðaratkvæðis er höfð með. Þá er ekkert að marka þessar sérhönnuðu skoðanakannanir.
Fáum skoðanakönnun sem spyr: Á að halda viðræðum um inngöngu í evrópusambandið áfram?
A. Já B. Nei.
Er þetta of flókið? Eruð þið virkilega svona gersamlega glærir í hausnum?
Ég skal lofa ykkur því að niðurstaðan yrði yfirgnæfandi nei.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 23:43
Í tvígang hefur ríkistjórnin neitað þjóðinni um að fá að kjósa um það hvort sækja ætti um. Við hvað eru þeir hræddir? Hvers vegna kjósa þeir að fara umboðslausir út í jafn mikilvægt mál?
Við hvað eruð þið hræddir?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 23:46
Helmingur þeirra sem svöruðu könnun sem unnin var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. 37,9% þeirra sem tóku afstöðu vildu hætta viðræðum
Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/29/helmingur_vill_vidraedur_afram/
Hér er nýjasta könnunin. Það er ekki verið að tengja þjóðaratkvæðisgreiðslu við spurninguna. Samt er niðurstaðan afgerandi.
Hver er núna glær í hausnum?
"Ég skal lofa ykkur því að niðurstaðan yrði yfirgnæfandi nei. "
úps.... er þetta ekki orðið smá vandræðilegt fyrir þig Jón Steinar???
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.