NEI sinnar og krónan

JÁ sinnar hafa bent á lausn út úr höftunum. Það er gegnum ESB, ERM2 og svo evru. Þessi vinnuhópur mun skýra þetta ferli betur.

Það sem NEI sinnar vilja bjóða þjóðinni sinni áfram er gjaldeyrishöft og krónan áfram.

 

Valið er augljóst þegar ESB samningurinn liggur fyrir.

 

hvellurinn


mbl.is Fagnar stofnun vinnuhóps um afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALVEG ER ÉG VISS UM ÞAÐ AР  HVELLURINN   FER MEÐ Á HVERJU KVÖLDI ESB BÆN.

ESB-KLÍKUVELDIÐ ER HANS DROTTIN ÆR OG KÝR.

Númi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 15:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta eru mjög góðar fréttir.

Gjaldeyrishöftin eru líka höft á atvinnulíf og fjárfestingu (erlendis, og lika íslenks fyrirtæki úti).

Svo fáum við að kjósa um stjórnarskrá

tvær góðar fréttir á sama degi, það er sjaldgæft.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 18:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað eigum við að halda gjaldeyrishöftunum á meðan evrusvæðið springur í loft upp, einfaldlega til að verja okkur fyrir höggbylgjunum.

En ESB er ekki hlutlaus aðili hvað þetta varðar, og stofnun vinnuhóps um afnám gjaldeyrishafta verður að skoðast í því ljósi.

"Beware of Greeks bearing gifts."

Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2012 kl. 18:34

4 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

„Lausn" Já-sinna felst í því að íslenskir skattborgarar leysi aflandskrónueigendur út með gjaldeyri.

Annars er einhver misskilningur líka á kreiki, staðreyndin er sú að fyrst þarf að afnema höftin, svo ganga í ESB.

Hólmgeir Guðmundsson, 24.5.2012 kl. 21:26

5 identicon

Sæll.

Nú vil ég ekki vera dónalegur í þinn garð Hvellur en hefur þú ekki tekið eftir því sem er að gerast í Grikklandi? Þýska fjármálaráðuneytið er að undirbúa brottför Grikkja úr evrunni. Einn gjaldmiðill hentar ekki svona ólíkum hagkerfum og nú eru þessi sannindi að gera vart við sig. Þú ættir að fara að hita upp einhverjar skýringar á hruni evrunnar svona til að bjarga andlitinu. Getur þú ekki byrjað á því að eyða einhverjum evru og ESB færslum? Verður þú ekki að gera það svo þú lítir ekki illa út?

Svo virðist enginn hafa hugmynd um hvað Grikkir eigi að gera þegar kemur að því að greiða til baka öll þessi neyðarlán. Það virkar upp að vissu marki að skera niður kostnað en menn verða líka að geta aukið tekjur, það geta þeir ekki með evrunni þar sem gengi hennar endurspeglar ekki grískan veruleika.

Gjaldeyrishöftin eru verk vinstri manna. Við eigum ekki að taka erlend lán meira, við skuldum miklu meira en nóg.

Svo má líka greina villu hjá þér: ESB samningurinn er ekki samningur. Það er ekki um neitt að semja. Við eigum að taka upp þeirra reglur, svo einfalt er það og þeir sem halda annað hafa látið ljúga að sér :-(

Helgi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:30

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evru og ESB landið Luxemborg er ríkasta landið í heimi.

Það er 4% atvinnuleysi í ESB og Evrulandinu Austurríki.

Er þessi góði árangur evrunni og ESB að þakka Helgi?

Ef ekki. Er þá vandi Grikkja ESB og Evrunni að kenna?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 08:23

7 identicon

Sæll.

Ég hef sagt í nokkur skipti á þessu stórskemmtilega bloggi ykkar félaganna að evran hentar sumum löndum í evru samstarfinu en ekki öllum. Vandi Grikkja er ekki bara evran.

Til þess að einn gjaldmiðill gangi upp á svæði þarf það að vera eins eða einslitt. Efnhagskerfi sumra evru landa er mjög ólíkt efnahagskerfi annarra. Í því liggur veikleikinn og á hann var bent þegar evran var tekin upp.

Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 10:07

8 identicon

Sæll.

Þeim fer fækkandi sem hafa trú á evrunni:

http://www.evropuvaktin.is/frettir/23740/

Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband