Fimmtudagur, 24. maí 2012
Undarleg niðurstaða
Ég sé ekki af hverju Samfylkingin og hluti af hinum flokkunum vilji ekki spyrja þjóðina að þessu. Stjórnarskrábreytingarnar eru hvort sem er einhverskonar "könnunarkosning" þ.e kanna vilja þjóðarinnar.
Væri ekki betra fyrir stuðningsmenn ESB að vinna kosningarnar um að halda viðræðunum áfram? (einsog flestar kannanir benda til). Held að umboðið fyrir ESB umsókninni myndi einungis styrkjast.
En ef það væri samþykkt að draga ESB umsóknina til baka, þá gerum við það bara. Þjóðin hefur talað.
hvellurinn
![]() |
Tillaga Vigdísar felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
;;Hvellurinn;; þú ert nú meiri brandarakallinn.Þú ritar í pistli þínum hér ofar og endar pistilinn á þessum orðum ''Þjóðin hefur talað,,. Er þá Alþingi þjóðin,ég spyr.? ?
Númi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:11
Ef það verður þjóðaratkvæðisgreiðsla um að draga ESB umsóknina til baka. Niðurstaðan í þjóðaratkvæðisgreiðslunni segir að meirihlutinn vill draga ESB umsóknina til baka.
Hefur þá þjóðin ekki talað?
hvellurinn
p.s þjóðin kýs þessa 63 Alþingismenn
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 13:49
"Lýðræðis"-ESB-sinnin og útrásar-víkingakonan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði: Þið eruð ekki þjóðin.
Þetta sagði hún við þrælana sem borga launin hennar í dag í Afganistan, þrátt fyrir að bankaklíkan hennar hafi rænt þessa þjóðar-þræla á Íslandi réttmætum og löglegum eignum sínum.
Þær eru margar, þessar keyptu banka-útrásar-konur eins og Ingibjörg Sólrún, og mikils metnir Baugs-menn í Samfylkingunni, sem vinna fyrir spilltu öflin, en ekki kjósendur og almenning á Íslandi.
Baugur keypti Samfylkinguna fyrir kosningar.
Gleymum því ekki.
Sannleikurinn og staðreyndirnar sem við nú þegar þekkjum, verður að vera leiðarljós réttlætisins áfram. Það þýðir ekkert að benda á aðra og kenna öðrum um. Það vita hreinlyndar og óskemmdar barnsálir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 14:03
S&H. Íslenskir blekkingar-ríkisfjölmiðlar bankaræningjanna erlendu fengu því miður að ráða síðustu alþingis-kosninganiðurstöðu. En það má ekki gerast aftur.
Þess vegna verður almenningur að vera heiðarlegur og hafa kjark til að berjast fyrir réttlæti og lýðræði, og segja allan sannleikann eins og hann er, og ekki svíka réttlætið á Íslandi, og víðar. Sá sem segir að það sé ómögulegt að segja sannleikann og vera heiðarlegur, er að svíkja bæði sjálfan sig, sína afkomendur og réttlæti heimsins.
Annað hvort styður fólk heiðarleika og lýðræði eða ekki. Pólitísk hrossakaup með heiðarleika og lýðræði er ekki til í raunveruleikanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 14:21
Já Sleggju-Hvellur. Það hefði verið ansi gott að hafa leyft þjóðinni í upphafi að kjósa um þessa vitleysu. Það var bara vitað og er vitað enn, að þetta hefði verið kolfellt. En lýðræðisást þessa fólks á þingi er slík að hún hentar bara í ákveðnum málum. Þeir sem greiddu gegn þessari tillögu eru lýðskrumarar af verstu gerð. Það er bara er sorglegt að horfa uppá þetta drullusvað sem alþingi er orðið og þá sérstaklega þá þingmenn sem halda að þeir séu með allt sitt á hreinu vegna þess að þau voru ekki sakfeld. Með skítinn langt uppá bak. Tek heilshugar undir með Önnu Sigríði.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:52
"
Helmingur þeirra sem svöruðu könnun sem unnin var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.
37,9% þeirra sem tóku afstöðu vildu hætta viðræðum"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/29/helmingur_vill_vidraedur_afram/
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.