Fimmtudagur, 24. maí 2012
Sniðug leið í anda Keynes
Í stað þess að við skattborgarar borgum 100 milljarða í atvinnuleysisbætur handa fólki fyrir að sitja heima hjá sér.
Miklu nær væri að nota allann þennan pening til að tryggja innviði samfélagsins.
Það eru nóg af göngum til að bora og vegaframkvæmdir til að bæta lífsgæðin útá landi.
Svo þarf að gera upp hús og bygginar í eigu ríkisins og fara í ýmsar framkvæmdir.
Það er betra að eyða hundrað milljarða í þessi verkefni og fá fólk í vinnu í staðinn fyrir að eyða þeim í ekki neitt
hvellurinn
![]() |
Tapið 2-300 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Athugasemdir
Þ.a. hugmyndin þín gengur út á að svipta atvinnulausu fólki atvinnuleysisbætur með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði?
Ljósi punkturinn er þó að atvinnulausa fólkið gæti nýtt sér innviðina betur, t.a.m. þegar það er orðið að öryrkjum eða útigangsfólki.
Hvernig hljóðaði hugmynd Keynes annars?
Bragi, 24.5.2012 kl. 09:23
Nei það er ekki hugmyndin mín. Það er mér öllu óskiljanlegt hvernig þú gast túlkað þetta þannig.
En með því að eyða peningum til að byggja innviði samfélagsins þá fær atvinnulaust fólk vinnu. Fara frá bótum yfir í launaða vinnu. Hvernig getur það verið samfélagslegur kostnaður?
Að hafa þúsundir fólks á bótum til fjölda ára einsog þú vilt.. þá fyrst sérðu samfélagslegan kostnað.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 09:40
Allir sem eru atvinnulausir geta sem sé að þínu mati unnið við uppbyggingu innviðar samfélags?
Bragi, 24.5.2012 kl. 12:25
Ekki allir. En margir.
Byggingageirinn varð mjög illa útí eftir fjármálahrunið. Þar eru margir hæfir menn til að vinna við samgöngumannvirki eða endurbætur.
En þú vilt frekar borga fólki til að sitja á rassgatinu heima hjá sér.
Þá höfum við bara aðra sýn á Íslendingum. Fyrir mér er hún mjög vinnusöm þjóð..... en þer finnst það ekki.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 13:55
Hagfræðin býður upp á góðar kenningar og hægt er að nota hana í umræðunni.
En í raunveruleikanum eru stundum aðrar aðstæður.
T.d. er mesta atvinnuleysið á Suðurnesjum. Þetta suðurnesjafólk á fjölskyldu og hús á svæðinu. Það er kannski ekki að fara flyta Norður að bora fyrir göng. En hagfræðin segir að fólkið mundi gera það.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 18:27
Sæll.
Á þessari hugmynd þinni eru ýmsir ljóðir.
Hvaðan ætlar þú að fá þessa peninga jafnvel þó þú hryndir þessari hugmynd þinni í framkvæmd á morgun? Af hverju ætti að nota skattpeninga frá mér í einhver jarðgöng sem ég fer aldrei um?
Keynes framlengdi kreppuna miklu - kynntu þér þetta svo þú þurfir ekki að trúa aula eins og mér. Í des 1929 varð atvinnuleysi mest 9% (2 mánðum eftir hrun) og minnkaði svo óreglulega fram í júní 1930 þegar það var orðið 6,3%. Svo fóru yfirvöld að skipta sér af og þá varð atvinnuleysið í tveggja stafa tölu næsta áratuginn.
Jafnvel þó þessi hugmynd þín væri góð er tóm della að ráðast bara í einhverja framkvæmdir til að slá á atvinnuleysi, ráðast þarf í hagkvæmar framkvæmdir. Eigum við ekki bara að taka að okkur Ólympíuleikana og byggja íþróttamannvirki eins og enginn sé morgundagurinn til að eyða atvinnuleysi? Það er ofsalega gaman að fá gesti á íþróttaviðburð en ekki eins gaman þegar allir eru farnir og dýru íþróttamannvirkin sem við slóum lán fyrir standa ónotuð :-) Það finnst Kínverjunum í það minnsta.
Helgi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:42
"Af hverju ætti að nota skattpeninga frá mér í einhver jarðgöng sem ég fer aldrei um?"
villtu frekar eyða skattpeningunum þínum í atvinnuleysisbætur?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 25.5.2012 kl. 08:25
@7: Nei, þá á að nota í arðbærar framkvæmdir. Hið opinbera á ekki að reyna að skapa vinnu nema með því að lækka skatta á bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Atvinnuleysi myndi minnka mjög hratt ef skattar yrðu lækkaðir verulega og alls kyns hindrunum ( í formi fáránlegra reglna) fyrir atvinnustarfsemi rutt úr veginum. Stórgóð frétt á Stöð 2 fyrir ekki svo löngu síðan sýndi svart á hvítu fram á það hve flókið það er að hefja kræklingarækt. Hið opinbera kemur líka í veg fyrir sköpun starfa og verðmæta með því að setja fáránlegar reglur sem gera ekkert annað en skapa vinnu fyrir embættismenn (sem ættu ekki að vera í vinnu fyrir hið opinbera) sem ekki skapa verðmæti.
Það er hægt að eyða atvinnuleysi með öðrum hætti en laga hús hins opinbera eða búa til jarðgöng. Hið opinbera hefur eytt of miklu og hefur ekki efni á þessu. Einkageirinn getur hins vegar skapað störf ef hann fær frið til þess. Hér má ekki selja raforku til útlendinga sem hana vilja kaupa, forstjóri LV telur sig geta fengið verð fyrir raforkuna sem er mun hærra en erlendis og því gerist ekkert vegna barnaskapar hans. Forstjóri LV þarf að fara um leið og skipt er um ríkisstjórn.
Það er tiltölulega einfalt mál að snarminnka hér atvinnuleysi: Lækka skatta verulega og segja upp þúsundum opinberra starfsmanna. Virkja þarf einkaframtakið. Þetta skilja núverandi stjórnarliðar ekki :-(
Með þessum tiltölulega einföldu aðgerðum mætti allt að því útrýma atvinnuleysi hér. Á meðan krónan er veik blómstrar ferðamannaiðnaðurinn en fleiri geirar þurfa að fá að blómstra líka, landi og lýð til góða.
Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.