Verðbólga er kallaður skattur á fátæka. Verðbólga í ESB er einungis rúmlega 2%

Er þetta ásættanlegt?
Að ganga í ESB er stærsta hagsumaramál okkar Íslendinga.

Ég fór á vef íbúðarlánasjóð og tékkaði hvað það kostar að taka 15mkr lán til 40ára miðað við 6% verðbólgu.. einsog Seðlabankainn spáir.

HEILDARENDURGREIÐSLA
Íbúðalánasjóður
Afborgun 15.000.000 kr.
Vextir 18.299.933 kr.
Verðbætur 99.689.142 kr.
Greiðslugjald 36.000 kr.
Samtals greitt 133.025.075 kr.

http://www.ils.is/einstaklingar/reiknivelar/ny-ibudarlan/

15mkr lánið verður samtals 133mkr. Er það ásættanlegt?

Sama lán í ESB kostar í kringum 30-35m.

ÞAÐ MUNAR 100MKR!!!

Bara þetta eru næg rök fyrir að samþykkja ESB samninginnn þegar hann liggur fyrir.

Kjósið rétt kæru Íslendingar.

hvellurinn


mbl.is Gera ráð fyrir 6% verðbólgu í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Með sömu rökum getum við sagt að gott sé fyrir okkur að gerast fylki í USA. Vandinn við lánamarkaðinn hér er að hér er enginn samkeppni. Vextir eru líka mjög lágir í USA og Japan ef út í það er farið.

Í öllum þessum væl um verðtryggingu og þetta allt saman er enginn sem hefur rænu á að spyrja hvaða raunvexti íslenskir íbúðakaupendur greiða. Ætli það sé ekki snöggtum hærri raunvextir en íbúðareigendur í USA og Evrópu gera? Ástæða en skortur á samkeppni og hegðun SÍ.

Ástæðan fyrir okkur vandræðum er ekki okkar gjaldmiðill heldur grátleg efnahagsstjórnun frá stofnun lýðveldisins. Robert Aliber hagfræðiprófessor sagði (ca. byrjun árs 2009) að efnahagsstjórnun hérlendis hefði ekki getað verið verri ef fólk væri valið af handahófi úr símaskránni til að fara með efnahagsmálin.

Sá gjaldmiðill sem við notum verður að taka mið af okkar efnahagsveruleika, það gera ekki evra og ekki kanadískur dollari. Evran tekur ekki mið af efnahagsveruleikanum í t.d. Spáni, Portúgal og Grikklandi.

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já Helgi

notum krónuna

hún hefur reynst okkur vel frá upphafi

lol

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2012 kl. 23:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hef alltaf sagt að við höfum fullreynt með stjórnmálamenn hér, og fullreynt með kronuna.

tími á að prufa annað og sjá hvernig það gengur

kv 

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2012 kl. 00:11

4 identicon

@3:

Stjórnmálamenn segja fólki það sem það vill heyra. Jóhanna veit að fólk vill heyra að stjórnvöld muni skapa störf og þess vegna er hún búin að lofa 50.000 störfum. Vandinn er auðvitað hve illa almenningur er að sér í efnahagsmálum: Hið opinbera getur ekki búið til störf - nema færa þau frá einkageiranum með hærri skattheimtu eða taka lán sem borga þarf til baka með vöxtum.

Ef almenningur væri sæmilega vel að sér í efnahagsmálum myndu fæstir sem nú sitja á þingi komast þangað, kjósendur sæju einfaldlega í gegnum vaðalinn í þeim. Það fólk yrði hlegið í burtu. Hver kýs Vg og Sf eftir þessa frammistöðu sem við höfum séð undanfarin ár? Störfum hefur verið eytt og aðilar sem geta skapað störf eru fældir frá landinu. Svo halda margir að atvinnuleysi sé að minnka, fólk er bara að detta út af atvinnuleysisskrá og flytja af landinu.

Krónan er ekki okkar vandamál, íslenskir neytendur þurfa að minnka eyðsluna og horfa á það hvað stjórnmálamenn gera en ekki hvað þeir segja. Krónan væri í fínum málum ef efnahagsstjórnin væri í lagi. 

Helgi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband