Miðvikudagur, 23. maí 2012
Þversögnin mikla.
Þeir hinir sömu sem segja að þjóðaratkvæðisgreiðsla um stjórnarskránna sé ekkert nema skoðanakönnun.
Það eru sömu aðilarnir sem vilja "kanna vilja þjóðarinnar" hvort halda skuli áfram með ESB umsóknina með einhverksonar þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Ég spyr bara.
Hvor af þessu er skoðanakönnun og hvor af þessu er þjóðaratkvæðisgreiðsla?
hvellurinn
![]() |
Yfir 20 breytingartillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ALLT skoðannakönnun, ekkert af þessu er bindandi þannig að ekkert í þessu er atkvæðagreiðsla í þröngum skilningi þess orðs, þ.e.a.s að útkoma atkvæðagreiðslunar sé bindandi.
stebbi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 09:37
Það eru rök í sjálfu sér.
En ég er aðalega að spá í því hvað veldur þessari þversögn í orðræðum þingmanna.
Að telja bara annan kostinn sem ómerkilega skoðanakönnun en hinn kostinn sem þjóðaratkvæðisgreiðslu er þversögn.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2012 kl. 09:48
Ef þú vissir það ekki, þá er Jóhanna búin að taka það skýrt fram, að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðildina verður ekki bindandi. Enda ætlar samfylkingin með okkur í kommúnistaflokkinn ESB, hvað sem tautar og raular.
Benni (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 10:32
Benni
Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir að þjóðaratkvæðisgreiðslan væri bindandi. Ekki Jóhanna.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2012 kl. 10:44
Sé ekki alveg þversögnina í því, þjóðin hefur ekkert um það að segja hvort sótt er um esb eða ekki. Meirihluti alþingis ræður því ekki einu sinni... Jóhanna Sig ræður þessu ein og ber alla ábyrgð á þessum tilgangslausa eltingarleik.
stebbi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 11:23
Sorglegt að lesa yfir breytingatillögurnar frá sumum þingmönnum. Margir eru að taka pólítískt move, sumir til heimabrúks í kjördæminu sínu, þetta er alveg hrikalegt.
Kjósum milli gömlu og nýju. Meirihlutinn ræður.
Nýja er fullbúin!!! Tilbúinn!
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2012 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.