Tímamótaræða Sigmundur jarðaður á Alþingi

http://eyjan.is/2012/05/22/frasarnir-flugu-a-althingi-helgi-og-sigmundur-david-foru-mikinn-i-raedustol/

Þar segir:

 

"Frasarnir flugu á Alþingi – Helgi og Sigmundur Davíð fóru mikinn í ræðustól Sigmundur Davíð flutti ræðu sína, líkt og Helgi Hjörvar, með miklum tilþrifum. Það er óhætt að segja að þeir Helgi Hjörvar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi átt syrpu dagsins á Alþingi. Helgi skaut á Framsóknarflokkinn fyrir að svíkja öll sín helstu kosningaloforð á meðan Sigmundi Davíð varð tíðrætt um â€Å¾Samfylkingarfrasa“.

Helgi kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hann sagði Framsóknarflokkinn lagstan í málþóf gegn sínu eigin kosningaloforði. Var hann að vísa í stjórnarskrármálið og benti máli sínu til stuðnings á auglýsingu flokksins fyrir síðustu kosningar þar sem því er heitið að koma á stjórnlagaþingi til að semja nýja stjórnarskrá. Nú beri hins vegar svo við að kvöld eftir kvöld haldi þingmenn flokksins â€Å¾langlokuræður“ til að koma í veg fyrir að almenningur fái að segja sitt álit á þeirra eigin kosningaloforði. Hvað sagði hann [Framsóknarflokkurinn] um málþóf fyrir síðustu kosningar? Hann fór háðulegum orðum um Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í málþófi í stjórnarskrármálinu af því að Sjálfstæðisflokkurinn óttaðist það eins og pestina að fólkið fengi valdið. En hver óttast hvað eins og pestina núna? Helgi sagði það svo sannarlega óvenjulegt að stjórnarandstöðuflokkur svíki eigin kosningaloforð, en Framsókn hafi skipt um kúrs í hverju málinu á fætur öðru. Nefndi hann sem dæmi að fyrir kosningar hafi flokkurinn stutt aðildarumsókn að ESB og viljað 20 ára nýtingarsamninga í sjávarútvegi með hóflegu veiðigjaldi. Það er kunnugt í lýðræðisríkjum að stjórnarflokkar þurfa að slá af kosningaloforðum sínum til að ná meirihlutasamstarfi. En stjórnarandstöðuflokkur sem hverfur frá hverju kosningaloforðinu á fætur öðru, það hlýtur að vera einsdæmi, sagði Helgi og spurði Sigmund Davíð hvað valdi þessari kúvendingu og hvort Framsóknarflokkurinn væri að â€Å¾sníða öll sérkenni af Framsóknarflokknum svo hann passi betur í vasa Sjálfstæðisflokksins að loknum næstu kosningum.“

Sigmundur Davíð svaraði um hæl: Það er greinilegt að það styttist í prófkjör í Samfylkingunni. Menn koma hér til þess að sýna og sanna hversu góðir Samfylkingarmenn þeir eru. Og hvað felst í því að vera góður Samfylkingarmaður? Það er að halda uppi svona Morfís málflutningi…að fara með eins marga Samfylkingarfrasa á eins stuttum tíma og hægt er, án nokkurrar vísunar til sannleikans. Sigmundur sagði afstöðu Helga lýsandi fyrir vanda Samfylkingarinnar sem stjórnmálaflokks. Samfylkingarmönnum er nefnilega alveg sama hvernig hlutirnir eru gerðir.

Fyrir Samfylkingarmanninum gengur allt út á frasana, allt út á að þykjast vera talsmenn lýðræðis, sagði Sigmundur Davíð og benti á að ríkisstjórnin vildi hvorki Icesave samningana né aðildarumsóknina að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar megi setja â€Å¾gjörsamlega óskiljanlegar“ spurningar um stjórnarskrána í þjóðaratkvæði… …til þess að geta farið með Samfylkingarfrasana, til þess að geta komið hér upp og haldið eina Samfylkingarræðu og sýnt sig og sannað sem frasasmið vegna þess að einungis þannig kemst maður upp listann hjá Samfylkingunni og einungis þannig kemst maður á þing fyrir Samfylkinguna og því miður er afleiðingin af því sú ríkisstjórn sem við sitjum hér uppi með, ríkisstjórn sem hefur ekki gert neitt gagn fyrir Ísland undanfarin þrjú ár og valdið meiri skaða en sjálft efnahagshrunið."

 

Sigmundur gat ekki svarað fyrir lygar og blekkingar Framsóknarflokksins og snéri útur. Sigmundur var jarðaður í dag og hann mun líklega íhuga það alvarlega að segja af sér.

hvellurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi jarðaði Sigmund.

Sigmundur svaraði ekki efnislega. Enda ekkert að segja, flokkurinn er kominn í öngstræti

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2012 kl. 00:01

2 identicon

Karl faðir minn minnist þess stundum þegar Steingrímur heitinn Hermannsson reyndi að saga af sér vinstri hendina til þess að þóknast Sjálfstæðisflokknum!

Matthías (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband