Þriðjudagur, 22. maí 2012
Í ESB og með Evru er engin verðtrygging og lágir vextir.
Engin framtíðarsýn um framtíð utan ESB ætti að vera stefna Hreyfingarinnar.
Svo er verðbólgan vandinn ekki verðtryggingin.
Ég hvet ykkur að fara á
http://lan.jaisland.is/
og skoða muninn á húsnæðisláninu ykkar.
Með krónu og verðtryggingu ertu að borga 60milljónir af 10milljóna láni.
Í ESB og með Evru ertu að borga 15milljónir af 10milljóna láni.
Munurinn er 45milljónir á hvert heimili
það munar um minna
hvellurinn
![]() |
Engin framtíðarsýn um framtíð verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kjaftæði.
Samkvæmt opinberum tölum evrópsku hagstofunnar eru meðalvextir lána heimila á evrusvæðinu 8,81% og í stærsta hagkerfinu Þýskalandi eru þeir yfir 10%.
Í lánareiknivél Já Ísland er hinsvegar miðað við 4,46% vexti sem er hvergi að finna á evrusvæðinu. Til samanburðar var ríkissjóður Spánar að gefa út skuldabréf í síðustu viku þar sem ávöxtunarkrafa fjárfesta reyndist vera tæp 6% og svo skaltu ímynda þér hvaða vexti spænsk heimili þurfa þá að greiða.
Jafnframt er önnur stór rökvilla sem Já Ísland gerir í sínum útreikningum sem er að gera ráð fyrir að í báðum tilvikum sé um lögleg lán að ræða en svo er ekki. Samkvæmt gildandi lögumog fyrirliggjandi dómafordæmum (meðal annars frá dómstólum á Evrusvæðinu!) þá er lægstu vexti neytendalána í álfunni að finna á Íslandi en á meirihluta þeirra skulu þeir vera 0%.
Það er ekkert mál að ljúga með tölum. Þarna er það hinsvegar gert frekar illa.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.