Þriðjudagur, 22. maí 2012
Farsælast að klára þetta ESB ferli sem fyrst.
athyglisvert:
"Guðfríður Lilja bendir á að aðildarferli Íslands að ESB hefur dregist á langinn"
Hver ber m.a abyrð á því?... jú Jón Bjarnason flokksbróðir Guðfríðar. Kannski er nær fyrir hana að tala við Jón í staðinn fyrir að vera með þessa athyglissýki.
hvellurinn
![]() |
Kosið verði um ESB fyrir árslok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru ennþá nokkrir í VG sem hafa trú á því að kosningaloforð séu eitthvað sem vert er að efna en ekki selja fyrir fimmkall og fínna jobb.
Óskar Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 13:04
í ríkisstjórnarsamstarfi þurfa báðir flokkar að gefa eftir í einhverjum málum.
það hefur alltaf verið þannig og mun ekki breytast
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 13:33
Hvað hefur samfylkingin gefið eftir í ESB málinu? Þessi aumi flokkur felldi breytingartillögu um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja ætti um aðild. Ríkisstjórnin er algjörlega umboðslaus í þessu aðlögunarferli og ESB sinnar berjast grimmt gegn því að þjóðin fái að ráða pípa eitthvað um að haldin verði RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæðagreiðsla þegar aðlögunarferlinu er lokið. Vesælt er lýðræði samfylkingarinnar sem gengur alltaf út á það að þjóðin fái að ráða ef hún er sammála samfylkingunni en annars á samfylkingin að ráða.
Hreinn Sigurðsson, 22.5.2012 kl. 14:16
Samfylkingin fékk sitt fram í ESB málinu. Og á móti fékk VG ýmislegt fram t.d að banna verne holding, banna magma, banna ljósabekki, banna mellukaup, banna virkjanir, halda atvinulífinu í gíslingu, banna stripp og annað hjartansmál þeirra.
En það verður haldið þjóðaratkvæðisgreiðsla þegar samningurinn liggur fyrir... þú getur þá kosið NEI Hreinn minn.
þakka innlitið
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 15:15
"Og á móti fékk VG ýmislegt fram t.d að banna verne holding, banna magma, banna ljósabekki, banna mellukaup, banna virkjanir, halda atvinulífinu í gíslingu, banna stripp og annað hjartansmál þeirra." Hvað meinar þú með að VG hafi fengið þetta? Síðast þegar ég athugaði þá var megnið af þessu skosningaloforðum samfylkingarinnar og því sameiginlegt, eða eru menn eins og mörður árnasson, ingibjörg sólrún og Jóhanna sigurðardóttir ekki gallharðir samfylkingarmenn?
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 15:57
Þetta var hjartransmál VG ekki Samfylkingarinnar.
Enda voru þetta VG ráðherrar velflestir sem komu þessu í gegn. Ögmundur og fleiri.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 16:35
"Þetta var hjartransmál VG ekki Samfylkingarinnar."
"1. Stækka Vatnajökulsþjóðgarð þannig að hann feli í sér Langasjó, allt vatnasvið Jökulsár
á Fjöllum og ósnert eldvirkt svæði á milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls.
2. Að Þjórsárver verði friðuð í samræmi við tillögu að náttúruverndaráætlun fyrir árin
2009-13 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
3. Að náttúruminjar á Mývatns- og Laxársvæðinu verði friðaðar á ný án tafar í samræmi
við vilja Alþingis.
4. Að samþykkt stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni verði höfð að leiðarljósi við
framkvæmd umhverfismála og landsáætlun gerð um vernd og nýtingu líffræðilegrar
fjölbreytni, auk þess að efla kortlagningu og vöktun lífríkis.
5. Endurskoða náttúruverndarlög og treysta verndarákvæði laganna og almannarétt.
Leggja aukinn kraft í undirbúning og framkvæmd náttúruverndaráætlunar í því skyni
að styrkja náttúruvernd á Íslandi.
11. Ljúka gerð aðgerðaáætlunar með tímasettum og tölusettum markmiðum um samdrátt
í losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 50% fyrir 2050" -http://www.samfylkingin.is/Stefnumal/Landsfundur_2009
"24. mars 2010
Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nú eru nektarsýningar í atvinnuskyni með öllu bannaðar á veitingastöðum á Íslandi. Með lagabreytingunni sem Alþingi gerði á veitingahúsalöggjöfinni í gær hefur öllum vafa verið eytt um heimildir til þess að veitingastaðir hagnist á nekt starfsmanna sinna eða annarra sem á staðnum eru. Áður hafði verið lagt bann við einkadansi og því að sýnendur fari um á meðal áhorfenda." -http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/1247/Stjorn_kvennahreyfingarinnar_fagnar_banni_vi_nektarsyningum
Bjarni og co, þið eruð bara að bulla eins og venjulega, það vita það allir sem hafa starfandi toppstiki að þessi "hjartansmál VG" skiptir Samfylkinguna jafn miklu "hjartansmáli" og VG og því spyr ég þig aftur og hættu öllum lygum og bulli, svona einu sinni
Hvað meinar þú með að VG hafi fengið þetta? Síðast þegar ég athugaði þá var megnið af þessu kosningaloforðum samfylkingarinnar og því sameiginlegt,HVAÐ FÉKK VG Í STAÐINN FYRIR ESB MÁLIÐ? Og ekki láta þér detta það í huga Bjarni að láta eitthvað sameiginleg málefni því samfylkingin er hálfu klikkaðari en VG en láta þá um skítverkin.
Einnig mátu láta fylgjahvað samfylkingin gaf eftir fyrir AGS og ICESAVE.
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.5.2012 kl. 23:31
VG hefur verið að teyma XS.
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 23:54
VG þurfti að gefa eftir með AGS, Iceave og ESB, er Ísland á leið úr nató? Það er eitt stæðsta kosningaloforð VG.
Toppstikið hjá þér er ekki í lagi Bjarni
Brynjar Þór Guðmundsson, 23.5.2012 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.