Þriðjudagur, 22. maí 2012
Önnur bóla.
Hvellurinn fullyrðir að við Íslendingar erum að ganga í aðra bólu.
Fjármálabólan sprakk en nú er komin ný bóla.
Ferðamannabóla.
Það eru allir að opna hótel, hostel, minjagripabúðir og annað ferðatengt. .. jafnvel nýja túristanýlendu á Grímstöðum.
Svo verður risa hótel við hliðina á hörpu, gamla heilsgæsluhúsið vill verða að hóteli.. að ógleymdu NASA.. sem er að breytast í hótel.
Alltof margir Íslendingar eru með peningamerki í augunum vegna aukin ferðamannastraum til landsins.
Verður hann varanlegur eða mun hann standa í stað?
Ef kreppan ílengist í heiminum... mun ferðamenn eiga efni á að ferðast til Íslands.
Vissulega er ferðamannaiðnaðurinn að blómstra einsog er.... en við Íslendingar meigum ekki gleyma okkur í túristagóðærinu... annars mun bólan springa og auð hótel og tómar minjagripabúðir blasa við landanum.
hvellurinn
![]() |
Má opna hostel á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar fékk hann peninga?
Nói (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:51
hver?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 15:16
1966 rak Sveinn Egilsson bílasölu og verkstæði í húsinu bílhræ út um allt er það sem frekjuhundarnir sem eru á móti snyrtilegu gistihúsi vilja,eðlilega styðja Bestiflokkurinn og aðrir flokkar tillöguna.
Bernharð Hjaltalín, 23.5.2012 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.