Evrópa mikilvæg fyrir Ísland

Evrópa er mikilvægasta markaðssvæði fyrir Ísland.

Þess vegna er slæmt fyrir Ísland ef það kemur kreppa í Evrópu.

Þess vegna eigum við að hlúa að EES samnignum og íhuga ESB samninginn.

Þess vegna er það furðuleg afstaða hjá Hægri grænum og öðrum að við eigum bara að segja upp EES samningum og byrja að tala við BRIC löndin svokölluðu.

hvellurinn


mbl.is 72% á markað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo einhver kaupi af þér fisk eru það ekki rök fyrir því að gefa honum aðgang að húsinu þínu.

 Við erum nú þegar að selja 70% af okkar afurðum til Evrópu, evran veikist og veikist, eigum við þá að reyna að ná 80% eða 90% af okkar útflutningi til Evrópu?  Eigum við að setja öll okkar egg í sömu körfuna.

Hvernig verður það ef við göngum í ESB, þá missum við viðskiptasamninga við lönd utan ESB, þ.e. 30% af okkar viðskiptasamningum.  Er það skynsamlegt?

Nei - það er nefnilega það versta sem við gerum að reyna að koma meira af okkar afurðum inn í Evrópu.  Þar með erum við að auka áhættu okkar.  Við okkur blasir nú þegar stórt vandamál með saltfisksölu á spáni, þeir leita æ meir í lakari og ódýrari saltfisk frá Noregi og við neyðumst til að lækka verð til að halda í sambönd.  ESB reynir ennfremur að herða á okkur tökin vegna makrílsins, þeir setja bann á innflutning á makríl frá okkur og færeyingum og leita leiða til að þjarma að okkur annarsstaðar.

Okkar framtíðar markaðir eru í Asíu og Bandaríkjunum.  Við eigum að losa okkur úr krumlunni á þessu höfuðlausa skrímsli sem ESB er.

Negull (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 10:27

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hugsun þín Negull er akkurat hugsun sem er skaðleg fyrir Ísland.

Í fyrsta lagi er enginn að fá aðgang að neinu húsi. Líkingin er útí hött.

Við missum okkar dræmu viðskiptasamninga (enginn fríverslunarsamningur við USA né Kína) og göngum inn í ESB viðskiptasmninga sem eru mjög hagstæðir (t.d fríverslunarsamningar við Kína og USA)

Við neyðumst ekkert að lækka verð.. ef það er svo bullandi mikið góðæri í Asiu.. á þá t.d Samherji ekki að selja beint þangað? Er kannski ekki eftirspurn þar... og því neiðist Samherji að lækka verð?

Þó að Evran lækkar um 10-15% og kaupmáttur minnkar aðeins í Evrópu (einsog hefur gertst hér á Íslandi) þá er kaupmátturinn mun meiri í Evrópu heldur en t.d Kína.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Negull kannski bendir okkur á hvaða viðskiptasamninga við erum með ? Og hver af þeim er í hættu við inngöngu í ESB.

Heimildir takk

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 10:51

4 identicon

Er rökstudd gagnrýni skaðleg fyrir þína hugmyndafræði?

Hér geturðu skoðað greinargerð um sjávarútvegsmál unnin af utanríkisráðuneytinu:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/sjavarutvegsmal/Grg-heild-13.-thridju-riki.PDF

 Þarna stendur:
----------------------------------------
"ESB  hefur  fullar  valdheimildir  (e.  exclusive  competence)  á  þeim  sviðum  sem  falla  undir sameiginlegu  sjávarútvegsstefnuna.  Meðferð  valdheimilda  er  einkum  í  höndum  ráðherraráðs ESB,  sem  mótar  stefnuna,  og  framkvæmdastjórnar  ESB  sem  starfar  í  umboði  þess. Evrópuþingið þarf einnig að samþykkja lög og samninga á þessu sviði. 
 
Samkvæmt  meginreglum  sáttmála  ESB  fer  sambandið  með  fyrirsvar  aðildarríkjanna  í samskiptum  við  þriðju  ríki  og  alþjóðastofnanir.  Samningsafstaðan  í  alþjóðasamskiptum  er mótuð  af  ráðherraráðinu  og  framkvæmdastjórnin  kemur  fram  fyrir  hönd  aðildarríkjanna  á alþjóðavettvangi. 
 
Í  þessu  felst  í  fyrsta  lagi  að  framkvæmdastjórnin  gerir  samninga  um  stjórn  veiða  úr deilistofnum  við  þriðju  ríki  fyrir  hönd  aðildarríkjanna.  Hlutdeild  nýs  aðildarríkis  í  slíkum stofnum myndi í raun bætast við hlutdeild ESB, en veiðiheimildum yrði úthlutað frá ESB til viðkomandi  ríkis  á  grundvelli  reglunnar  um  hlutfallslegan  stöðugleika."
----------------------------------------

....með hliðsjón af ofangreindu, þarf ég eitthvað að útskýra nánar myndlíkinguna með húsið? 

Við inngöngu í ESB verðum við jafnframt að fella úr gildi lög sem takmarka kaup útlendinga í íslenskum auðlindum. 

Hér er svo samantekt um að ESB hafi samningsforræði um viðskiptasamninga við önnur ríki fyrir hönd íslendinga:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/26kafli.pdf

Þar segir m.a.:
----------------------------------------
Í öðru lagi má segja að sameiginleg viðskiptastefna snúist um viðskipti við ríki utan ESB. Hún byggist á nokkrum þáttum og leikur  sameiginlegt tollabandalag gagnvart þriðju ríkjum  þar stórt hlutverk.9 Í næstu köflum verður hins vegar gerð grein fyrir þeim hlutaviðskiptastefnunnar sem snýr að viðskiptasamningum ESB við þriðju ríki.10Áður en það verður gert verður hins vegar gerð stutt grein fyrir helstu tegundum viðskiptasamninga og vald stofnana ESB til slíkrar samningagerðar en slíkt hefur verið bitbein á milli ESB og aðildarríkja um áratugaskeið.

[...] í svokölluðu AETR-máli12  komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Evrópubandalagið hefði ekki einungis vald til samningagerðar við þriðju ríki á þeim sviðum þar sem það væri sérstaklega tekið fram í Rómarsamningnum heldur hefði 281. gr. (áður 210. gr.), sem gerir Evrópubandalagið að lögpersónu, þau áhrif að bandalagið hefði vald til þess að gera samninga við þriðju ríki á þeim sviðum sem skilgreind væru í I. hluta Rómarsamningsins. Völd ESB til samningagerðar við þriðju ríki eru því bæði bein, þ.e. sérstaklega er tekið á þeim í Rómarsamningnum, og óbein.

[...]  Nýlega hefur framkvæmdastjórnin t.a.m. stefnt nokkrum aðildarríkjum fyrir dómstólinn vegna loftferðasamninga sem þau hafa gert við Bandaríkin. Frægasta dómsmálið er líklega álit dómstólsins nr. 1/9416 sem fjallaði um þátttöku ESB í GATS-samningnum17 en í dóminum hafnaði dómstóllinn því að eingöngu framkvæmdastjórnin hefði vald til þátttöku í GATS-samningnum.

----------------------------------------

Það er því nokkuð augljóst að forræði íslendinga yfir veiðum úr okkar eigin deilistofnum fer til ESB, við getum ekki spornað gegn því að útlendingar kaupi upp auðlindir okkar og samningar okkar við lönd utan ESB fara hreinlega úr okkar höndum til ESB. 

Eitt stórt fyrirtæki í bandaríkjunum sem sér um dreifingu á íslenskum fiski er t.d. "High Liner Foods". 

Negull (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:35

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Negull

Þú kemur hér með langloku um eitthvað sem ég veit nú þegar.

Í fyrsta lagi að veiðar eru teknar í ráðherraráðinu... og hver verður með fulltrúa það???    JÚJÚ   ÍSLAND!!!!!!!

Svo er hin langlokan um að við inngöngu í ESB dettum við inn í hagstæða utanríkisviðskipasamninga sem ESB hefur gert.  ....   er einhver að neita því að það gerist.   ESB viðskiptasamningarir eru mun betri en þeir Íslensku. ESB er 500milljóna þjóð en ísland 300þúsund.   Samningstaða ESB er mun sterkari. Þú færð meiri afslátt af 50þúsund jakkafötum heldur en bara 300jakkafötum þegar þú kaupir inn hjá heildsölu.

 ÉG segi í athugsemd nr 2

"Við missum okkar dræmu viðskiptasamninga (enginn fríverslunarsamningur við USA né Kína) og göngum inn í ESB viðskiptasmninga sem eru mjög hagstæðir (t.d fríverslunarsamningar við Kína og USA)"

þess vegna er alveg óskiljanlegt að þú ert að árétta það sem ég var að segja... og kallar það mótrök.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 15:22

6 identicon

Þegar þú eyðir þínum eigin peningum í eitthvað handa sjálfum þér gætirðu þess að gera hagstæð kaup og kaupa eitthvað sem þig virkilega vantar.
Þegar þú eyðir þínum eigin peningum í eitthvað handa öðrum, gætirðu þess að eyða ekki miklu, en er svona sama hvað þú færð fyrir það.
Þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig gætirðu þess að fá eitthvað sem þig virkilega vantar, en þér er sama hvað það kostar.
Þegar þú eyðir annarra manna peningum í einhvern annan, er þér sama hvað það kostar og þér er sama hvað fæst fyrir það.

Þegar utanaðkomandi aðili fer að samningaborðinu fyrir íslands hönd þá er honum nokkuð sama hvað það kostar okkur og hvað við fáum í staðin og inn í flækjast allt aðrir hagsmunir en íslendinga.  Allt í einu geta aðilar sem hafa aðra hagsmuni en við íslendingar haft áhrif á niðurstöðu samninga.

Atkvæðisréttur íslendinga í ESB er eins og krækiber í helvíti.  Það er barnalegt að halda að við getum valsað þarna inn og talað þetta sjálfumglaða Brussel lið til.  Hreinn og klár barnaskapur, okkar eigið bjúrólið sem sent verður til Brussel verður traðkað til eins og gólfmottur.  Spánverjar bíða t.d. í ofvæni eftir að geta sent togarana á íslandsmið, hvað heldurðu að það taki langan tíma að ná sínu fram?  Smá lobbýismi hér og þar, veðkall og búmm allt í einu eiga spánverjar útgerðarfyrirtæki á íslandi og kvótahoppið komið í gang... svona alveg eins og það gerðist í bretlandi.

Að rétta útlendingum sem hafa allt aðra hagsmuni en við fjöregg okkar er galið.

Negull (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:43

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú hefur greinilega ekki kynnt þér málið Negull og ert mjög fáfróður um ESB... ég skal fræða þig. Þú ert ekki fyrsti NEI sinninn sem ég neyðist til að fræða.

Hlutfallslegur stöðugleiki. Hefur þú heyrt um hann? Það er regla sem tryggir okkur óbreyttan veiðirétt innan okkar 200mílna lögsögu. En við þurfum að semja um flökkustofna. Alveg eins og við þurfum að gera í dag.

Svo fær hvert land fyrir sig einn fulltrúa í ráðherraráðinu. Það er gríðarleg völd miðað við 300þús manna þjóð. Þjóðverjar fá eitt stk líka. Þeir eru 80milljónir. Ef þú telur þetta lítil völd miðað við fjölda íbúa þá get ég ekki hjálpað þér.

Svo verður Ísland stórþjóð þegar kemur að fiskveiðum. Við veiðum 30% af aflanum. Sannkölluð stórþjóð í sjávarútvegi.

Við munum hafa full yfirráð yfir okkar lögsögu. Það mun ekki breytast við ESB inngöngu.

Staðreynd.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 22.5.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband